Ætlar að heiðra minningu Bryant-feðginanna eftir stórleik í nótt Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2023 07:31 Klay Thompson æðir að körfu Lakers í sigrinum góða í gærkvöld. AP/Godofredo A. Vásquez Klay Thompson setti niður átta þriggja stiga skot fyrir meistara Golden State Warriors þegar þeir náðu að jafna metin í 1-1 í einvígi sínu við LA Lakers í undanúrslitum vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í gærkvöld. Einvígið færist nú yfir til Los Angeles en vinna þarf fjóra leiki til að komast áfram í úrslitin. Thompson er frá Los Angeles og Mychal faðir hans spilaði með Lakers og vann tvo NBA-meistaratitla á sínum tíma. Thompson kvaðst hlakka mikið til að spila fyrir framan fjölskyldu og vini í Staples Center, og ætlar að heiðra minningu Kobe Bryant og Giönnu dóttur hans með góðri frammistöðu í næstu tveimur leikjum. „Ég er rosalegur Kobe-stuðningsmaður. Hann var auðvitað minn helsti áhrifavaldur. Ég ætla að spila eins vel og ég get til að heiðra hann og Gigi, því ef maður hefði ekki fylgst með honum og hans þrautseigju í öll þessi ár þá væri ég ekki sá íþróttamaður sem ég er í dag,“ sagði Thompson eftir sigurinn. Thompson gerði gæfumuninn fyrir Golden State í gær en hann skoraði alls þrjátíu stig í leiknum KLAY THOMPSON IN #PLAYOFFMODE 30 PTS8-11 3PMWLAL/GSW Game 3: Sat, 8:30pm/et on ABC pic.twitter.com/HONpIWYheu— NBA (@NBA) May 5, 2023 Heimamenn í Golden State náðu líka að koma böndum á Anthony Davis, hetju Lakers í fyrsta leik, en hann skoraði aðeins 11 stig í gærkvöld. LeBron James skoraði 23 stig en Stephen Curry var með 20 stig fyrir Golden State og 12 stoðsendingar. Golden State stakk af í öðrum og þriðja leikhluta og vann þá leikhluta samtals 84-47 en staðan í hálfleik var 67-56 og 110-80 þegar fjórði leikhluti var eftir. „Þeir gerðu sínar fínstillingar. Við vissum að þeir myndu gera það, því það gera meistaralið. Þeir náðu að nýta heimavallarréttinn í kvöld,“ sagði James eftir leik. Liðin mætast í Los Angeles annað kvöld og aftur á mánudagskvöld áður en fimmti leikur verður spilaður í San Francisco á miðvikudag. NBA Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Einvígið færist nú yfir til Los Angeles en vinna þarf fjóra leiki til að komast áfram í úrslitin. Thompson er frá Los Angeles og Mychal faðir hans spilaði með Lakers og vann tvo NBA-meistaratitla á sínum tíma. Thompson kvaðst hlakka mikið til að spila fyrir framan fjölskyldu og vini í Staples Center, og ætlar að heiðra minningu Kobe Bryant og Giönnu dóttur hans með góðri frammistöðu í næstu tveimur leikjum. „Ég er rosalegur Kobe-stuðningsmaður. Hann var auðvitað minn helsti áhrifavaldur. Ég ætla að spila eins vel og ég get til að heiðra hann og Gigi, því ef maður hefði ekki fylgst með honum og hans þrautseigju í öll þessi ár þá væri ég ekki sá íþróttamaður sem ég er í dag,“ sagði Thompson eftir sigurinn. Thompson gerði gæfumuninn fyrir Golden State í gær en hann skoraði alls þrjátíu stig í leiknum KLAY THOMPSON IN #PLAYOFFMODE 30 PTS8-11 3PMWLAL/GSW Game 3: Sat, 8:30pm/et on ABC pic.twitter.com/HONpIWYheu— NBA (@NBA) May 5, 2023 Heimamenn í Golden State náðu líka að koma böndum á Anthony Davis, hetju Lakers í fyrsta leik, en hann skoraði aðeins 11 stig í gærkvöld. LeBron James skoraði 23 stig en Stephen Curry var með 20 stig fyrir Golden State og 12 stoðsendingar. Golden State stakk af í öðrum og þriðja leikhluta og vann þá leikhluta samtals 84-47 en staðan í hálfleik var 67-56 og 110-80 þegar fjórði leikhluti var eftir. „Þeir gerðu sínar fínstillingar. Við vissum að þeir myndu gera það, því það gera meistaralið. Þeir náðu að nýta heimavallarréttinn í kvöld,“ sagði James eftir leik. Liðin mætast í Los Angeles annað kvöld og aftur á mánudagskvöld áður en fimmti leikur verður spilaður í San Francisco á miðvikudag.
NBA Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum