Ætlar að heiðra minningu Bryant-feðginanna eftir stórleik í nótt Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2023 07:31 Klay Thompson æðir að körfu Lakers í sigrinum góða í gærkvöld. AP/Godofredo A. Vásquez Klay Thompson setti niður átta þriggja stiga skot fyrir meistara Golden State Warriors þegar þeir náðu að jafna metin í 1-1 í einvígi sínu við LA Lakers í undanúrslitum vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í gærkvöld. Einvígið færist nú yfir til Los Angeles en vinna þarf fjóra leiki til að komast áfram í úrslitin. Thompson er frá Los Angeles og Mychal faðir hans spilaði með Lakers og vann tvo NBA-meistaratitla á sínum tíma. Thompson kvaðst hlakka mikið til að spila fyrir framan fjölskyldu og vini í Staples Center, og ætlar að heiðra minningu Kobe Bryant og Giönnu dóttur hans með góðri frammistöðu í næstu tveimur leikjum. „Ég er rosalegur Kobe-stuðningsmaður. Hann var auðvitað minn helsti áhrifavaldur. Ég ætla að spila eins vel og ég get til að heiðra hann og Gigi, því ef maður hefði ekki fylgst með honum og hans þrautseigju í öll þessi ár þá væri ég ekki sá íþróttamaður sem ég er í dag,“ sagði Thompson eftir sigurinn. Thompson gerði gæfumuninn fyrir Golden State í gær en hann skoraði alls þrjátíu stig í leiknum KLAY THOMPSON IN #PLAYOFFMODE 30 PTS8-11 3PMWLAL/GSW Game 3: Sat, 8:30pm/et on ABC pic.twitter.com/HONpIWYheu— NBA (@NBA) May 5, 2023 Heimamenn í Golden State náðu líka að koma böndum á Anthony Davis, hetju Lakers í fyrsta leik, en hann skoraði aðeins 11 stig í gærkvöld. LeBron James skoraði 23 stig en Stephen Curry var með 20 stig fyrir Golden State og 12 stoðsendingar. Golden State stakk af í öðrum og þriðja leikhluta og vann þá leikhluta samtals 84-47 en staðan í hálfleik var 67-56 og 110-80 þegar fjórði leikhluti var eftir. „Þeir gerðu sínar fínstillingar. Við vissum að þeir myndu gera það, því það gera meistaralið. Þeir náðu að nýta heimavallarréttinn í kvöld,“ sagði James eftir leik. Liðin mætast í Los Angeles annað kvöld og aftur á mánudagskvöld áður en fimmti leikur verður spilaður í San Francisco á miðvikudag. NBA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Sjá meira
Einvígið færist nú yfir til Los Angeles en vinna þarf fjóra leiki til að komast áfram í úrslitin. Thompson er frá Los Angeles og Mychal faðir hans spilaði með Lakers og vann tvo NBA-meistaratitla á sínum tíma. Thompson kvaðst hlakka mikið til að spila fyrir framan fjölskyldu og vini í Staples Center, og ætlar að heiðra minningu Kobe Bryant og Giönnu dóttur hans með góðri frammistöðu í næstu tveimur leikjum. „Ég er rosalegur Kobe-stuðningsmaður. Hann var auðvitað minn helsti áhrifavaldur. Ég ætla að spila eins vel og ég get til að heiðra hann og Gigi, því ef maður hefði ekki fylgst með honum og hans þrautseigju í öll þessi ár þá væri ég ekki sá íþróttamaður sem ég er í dag,“ sagði Thompson eftir sigurinn. Thompson gerði gæfumuninn fyrir Golden State í gær en hann skoraði alls þrjátíu stig í leiknum KLAY THOMPSON IN #PLAYOFFMODE 30 PTS8-11 3PMWLAL/GSW Game 3: Sat, 8:30pm/et on ABC pic.twitter.com/HONpIWYheu— NBA (@NBA) May 5, 2023 Heimamenn í Golden State náðu líka að koma böndum á Anthony Davis, hetju Lakers í fyrsta leik, en hann skoraði aðeins 11 stig í gærkvöld. LeBron James skoraði 23 stig en Stephen Curry var með 20 stig fyrir Golden State og 12 stoðsendingar. Golden State stakk af í öðrum og þriðja leikhluta og vann þá leikhluta samtals 84-47 en staðan í hálfleik var 67-56 og 110-80 þegar fjórði leikhluti var eftir. „Þeir gerðu sínar fínstillingar. Við vissum að þeir myndu gera það, því það gera meistaralið. Þeir náðu að nýta heimavallarréttinn í kvöld,“ sagði James eftir leik. Liðin mætast í Los Angeles annað kvöld og aftur á mánudagskvöld áður en fimmti leikur verður spilaður í San Francisco á miðvikudag.
NBA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Sjá meira