Hætti við að selja húsið og ætlar að lifa bíllausum lífsstíl Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. maí 2023 14:50 Sigmar Vilhjálmsson segir að um samfélagslega tilraun verði að ræða. Vísir/Vilhelm Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill, ætlar að lifa bíllausum lífsstíl í sumar. Hann segist nýbyrjaður að skoða hjól og kveðst spenntur fyrir því sem hann kallar áhugaverða samfélagstilraun. Simmi kynnti áform sín fyrir fylgjendum sínum á samfélagsmiðlinum Twitter nú síðdegis. „Maður þarf vist að kynna ser málin áður en maður rífur kjaft. Ég tek áskorun um að vera bíllaus í sumar (90%),“ skrifar athafnamaðurinn á miðlinum. „Ég hef legið undir ámæli fyrir það að vera svo mikill talsmaður bílsins og hef iðullega aðeins fett fingur út í þröngsýnt fólk sem heldur því fram að það sé bara hægt að komast af á hjóli,“ segir Simmi í samtali við Vísi. Yo Haters! Maður þarf vist að kynna ser málin áður en maður rífur kjaft. Ég tek áskorun um að vera bíllaus í sumar (90%). Ætla að lifa hjólreiðalífstíl, Mosó - Skútuvogur í vinnuna. Er þetta raunhæft? Verður lífið ok? Verð ég einn á stígunum? Mörg svör fást í þessari áskorun.— Simmi Vil (@simmivil) May 4, 2023 Snýst um að skipuleggja daginn „Verandi einstæður faðir að þá hugsaði ég með mér að þetta gæti verið skemmtileg prufa. Svo sjáum við til hversu lengi hún endist.“ Hann segist enn vera að leita sér að hjóli í verkefnið. Simmi býr dýpst í Mosfellsbænum, í Leirvogstungu og vinnur í Skútuvoginum þar sem Mínigarðurinn hefur aðsetur. „Yngsti drengurinn er kominn með bílpróf þannig að það verður ekki vesenið, heldur er þetta meira spurning um að breyta innkaupunum, panta á netinu, skipuleggja daginn betur í bakpokann og hvernig maður verður klæddur í vinnuna þann daginn.“ Ætlar að taka út reiðhjólastígana Simmi segist vera spenntur fyrir áskoruninni og segist ætla að leyfa fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast vel með. Hann er einmitt þekktur fyrir líflegar færslur á þeim miðli. „Ég mun taka út reiðhjólastígana og sjá hvort það sé réttlætanleg notkun á þessum stígum miðað við framkvæmdakostnaðinn á þeim. Það er mikil samfélagsrýni í þessu fólgin, fyrir utan það að mér veitir ekkert af þessari hreyfingu heldur.“ Tók húsið af sölu „Stóra fréttin er að ég tók húsið mitt meira að segja af sölu. Ég hætti við að selja. Fyrir utan það að það selst ekkert þá var ég með augastað á annarri eign í bænum. Þannig að ég verð bara þarna í sveitinni.“ Hugmyndin hafi verið að kaupa annað hús og gera það upp. „En svo fór það og þá er þetta bara svona. Þannig jú, þetta er löng vegalengd. Ég er sveitamaður, úr sveit og bý í sveit,“ segir Simmi léttur í bragði. Samgöngur Mosfellsbær Mest lesið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Sjá meira
Simmi kynnti áform sín fyrir fylgjendum sínum á samfélagsmiðlinum Twitter nú síðdegis. „Maður þarf vist að kynna ser málin áður en maður rífur kjaft. Ég tek áskorun um að vera bíllaus í sumar (90%),“ skrifar athafnamaðurinn á miðlinum. „Ég hef legið undir ámæli fyrir það að vera svo mikill talsmaður bílsins og hef iðullega aðeins fett fingur út í þröngsýnt fólk sem heldur því fram að það sé bara hægt að komast af á hjóli,“ segir Simmi í samtali við Vísi. Yo Haters! Maður þarf vist að kynna ser málin áður en maður rífur kjaft. Ég tek áskorun um að vera bíllaus í sumar (90%). Ætla að lifa hjólreiðalífstíl, Mosó - Skútuvogur í vinnuna. Er þetta raunhæft? Verður lífið ok? Verð ég einn á stígunum? Mörg svör fást í þessari áskorun.— Simmi Vil (@simmivil) May 4, 2023 Snýst um að skipuleggja daginn „Verandi einstæður faðir að þá hugsaði ég með mér að þetta gæti verið skemmtileg prufa. Svo sjáum við til hversu lengi hún endist.“ Hann segist enn vera að leita sér að hjóli í verkefnið. Simmi býr dýpst í Mosfellsbænum, í Leirvogstungu og vinnur í Skútuvoginum þar sem Mínigarðurinn hefur aðsetur. „Yngsti drengurinn er kominn með bílpróf þannig að það verður ekki vesenið, heldur er þetta meira spurning um að breyta innkaupunum, panta á netinu, skipuleggja daginn betur í bakpokann og hvernig maður verður klæddur í vinnuna þann daginn.“ Ætlar að taka út reiðhjólastígana Simmi segist vera spenntur fyrir áskoruninni og segist ætla að leyfa fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast vel með. Hann er einmitt þekktur fyrir líflegar færslur á þeim miðli. „Ég mun taka út reiðhjólastígana og sjá hvort það sé réttlætanleg notkun á þessum stígum miðað við framkvæmdakostnaðinn á þeim. Það er mikil samfélagsrýni í þessu fólgin, fyrir utan það að mér veitir ekkert af þessari hreyfingu heldur.“ Tók húsið af sölu „Stóra fréttin er að ég tók húsið mitt meira að segja af sölu. Ég hætti við að selja. Fyrir utan það að það selst ekkert þá var ég með augastað á annarri eign í bænum. Þannig að ég verð bara þarna í sveitinni.“ Hugmyndin hafi verið að kaupa annað hús og gera það upp. „En svo fór það og þá er þetta bara svona. Þannig jú, þetta er löng vegalengd. Ég er sveitamaður, úr sveit og bý í sveit,“ segir Simmi léttur í bragði.
Samgöngur Mosfellsbær Mest lesið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Sjá meira