Kaupa skotvopn fyrir lögregluna fyrir leiðtogafundinn Kjartan Kjartansson skrifar 5. maí 2023 07:00 Vopnaðir lögreglumenn við Hörpu þegar Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heimsótti Reykjavík árið 2021. Vísir/Vilhelm Skotvopn eru á meðal búnaðar sem keyptur hefur verið inn fyrir íslenska lögreglumenn í tengslum við öryggisgæslu á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Erlendir lögreglumenn sem aðstoða við öryggisgæsluna og erlendir öryggisverðir verða einnig vopnaðir. Um fjörutíu leiðtogar hafa staðfest komu sína á leiðtogafundinn sem fer fram í Hörpu dagana 16. og 17. maí. Viðburðurinn er sá stærsti af þessu tagi sem haldinn hefur verið á Íslandi. Gríðarleg öryggisgæsla verður vegna fundarins. Götum á stóru svæði í miðborginni verður lokað fyrir bílaumferð og svæðinu næst Hörpu fyrir allri umferð almennings. Íslenska lögreglan nýtur aðstoðar norræns lögregluliðs. Ríkisútvarpið sagði frá því í síðasta mánuði að um þrjú hundruð íslenskir lögreglumenn hefðu fengið þjálfun í meðferð skotvopna vegna leiðtogafundarins. Íslensk stjórnvöld standa straum af kostnaði við öryggisgæsluna sem er talinn nema á annan milljarð króna. Embætti ríkislögreglustjóra staðfestir í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis að fest hafi verið kaup á skotvopnum og öðrum búnaði fyrir fundinn. Að öðru leyti veitir embættið ekki upplýsingar um búnað lögreglu vegna fundarins fyrr en að honum loknum og vísað það til öryggisástæðna. Íslenskir lögreglumenn fylgja vopnuðum erlendum kollegum og lífvörðum Varðandi vopnaburð erlendra lögreglumanna segir ríkislögreglustjóraembættið að þeir verði undir stjórn íslenskrar lögreglu. Reglur um meðferð lögreglu á vopnum leyfa ríkislögreglustjóra að heimila erlendum lögreglumönnum og öryggisvörðum að bera vopn við störf hér á landi svo lengi sem þeir starfa undir stjórn lögreglunnar og fylgi reglum hennar um vopnaburð og vopn. Vopnaðir öryggisverðir fylgja einnig sendinefndum sumra ríkjanna á fundinum. Sömu reglur og skilyrði gilda um þá og erlendu lögreglumennina. Ríkislögreglustjóri segir að fyrirkomulagið með þá verði sambærilegt við stakar heimsóknir þjóðarleiðtoga með vopnaða verði á liðnum árum. Verðirnir verði undir stjórn og í fylgd vopnaðra íslenskra lögreglumanna. Lögreglumenn á mótorhjólum í tengslum við heimsókn Mikes Pence, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna árið 2019. Íslenskir lögreglumenn fylgja sendinefndum á ferðum þeirra í borginni. Búast má við umferðarröskunum vegna þeirra ferða í kringum leiðtogafundinn.Vísir/Vilhelm Búast ekki við truflunum vegna öryggisgæslu á hótelum Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins er búist við um níu hundruð fulltrúum á leiðtogafundinn. Langflestir leiðtoganna gisti á hótelum í borginni. Almennir borgarar ættu ekki að verða fyrir miklum truflunum ef einhverjum vegna öryggisgæslu á hótelum utan lokunarsvæðisins, að því er segir í svari embættis ríkislögreglustjóra. Þó megi gera ráð fyrir vopnaðri öryggisgæslu lögreglu í tengslum við fundinn. Möguleg öryggisógn í kringum leiðtogafundinn er ekki aðeins áþreifanleg heldur einnig stafræn. Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda varaði við því í gær að ógnahópar og mótmælendur nýttu sér fundinn til þess að vekja athygli á sjálfum sér með netárásum á íslensk fyrirtæki og stofnanir, jafnvel þau sem væru alls ótengd fundarhöldunum. Skotvopn Lögreglumál Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Tengdar fréttir Reikna með netárásum ógnahópa og mótmælenda Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda reiknar með að ógnahópar og mótmælendur nýti sér leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík til þess að vekja á sér athygli með netárásum. Þær árásir gætu ekki aðeins beinst að fundinum sjálfum heldur íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast honum ekki. 3. maí 2023 14:10 Lokað fyrir bíla og strætó í nágrenni leiðtogafundarins Stórum hluta miðborgarinnar verður lokað fyrir umferð ökutækja, þar á meðal strætisvagna, á meðan á leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur í Hörpu eftir tvær vikur. Reikna má með umferðartöfum á öllu höfuðborgarsvæðinu vegna fundarins. 2. maí 2023 14:29 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
Um fjörutíu leiðtogar hafa staðfest komu sína á leiðtogafundinn sem fer fram í Hörpu dagana 16. og 17. maí. Viðburðurinn er sá stærsti af þessu tagi sem haldinn hefur verið á Íslandi. Gríðarleg öryggisgæsla verður vegna fundarins. Götum á stóru svæði í miðborginni verður lokað fyrir bílaumferð og svæðinu næst Hörpu fyrir allri umferð almennings. Íslenska lögreglan nýtur aðstoðar norræns lögregluliðs. Ríkisútvarpið sagði frá því í síðasta mánuði að um þrjú hundruð íslenskir lögreglumenn hefðu fengið þjálfun í meðferð skotvopna vegna leiðtogafundarins. Íslensk stjórnvöld standa straum af kostnaði við öryggisgæsluna sem er talinn nema á annan milljarð króna. Embætti ríkislögreglustjóra staðfestir í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis að fest hafi verið kaup á skotvopnum og öðrum búnaði fyrir fundinn. Að öðru leyti veitir embættið ekki upplýsingar um búnað lögreglu vegna fundarins fyrr en að honum loknum og vísað það til öryggisástæðna. Íslenskir lögreglumenn fylgja vopnuðum erlendum kollegum og lífvörðum Varðandi vopnaburð erlendra lögreglumanna segir ríkislögreglustjóraembættið að þeir verði undir stjórn íslenskrar lögreglu. Reglur um meðferð lögreglu á vopnum leyfa ríkislögreglustjóra að heimila erlendum lögreglumönnum og öryggisvörðum að bera vopn við störf hér á landi svo lengi sem þeir starfa undir stjórn lögreglunnar og fylgi reglum hennar um vopnaburð og vopn. Vopnaðir öryggisverðir fylgja einnig sendinefndum sumra ríkjanna á fundinum. Sömu reglur og skilyrði gilda um þá og erlendu lögreglumennina. Ríkislögreglustjóri segir að fyrirkomulagið með þá verði sambærilegt við stakar heimsóknir þjóðarleiðtoga með vopnaða verði á liðnum árum. Verðirnir verði undir stjórn og í fylgd vopnaðra íslenskra lögreglumanna. Lögreglumenn á mótorhjólum í tengslum við heimsókn Mikes Pence, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna árið 2019. Íslenskir lögreglumenn fylgja sendinefndum á ferðum þeirra í borginni. Búast má við umferðarröskunum vegna þeirra ferða í kringum leiðtogafundinn.Vísir/Vilhelm Búast ekki við truflunum vegna öryggisgæslu á hótelum Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins er búist við um níu hundruð fulltrúum á leiðtogafundinn. Langflestir leiðtoganna gisti á hótelum í borginni. Almennir borgarar ættu ekki að verða fyrir miklum truflunum ef einhverjum vegna öryggisgæslu á hótelum utan lokunarsvæðisins, að því er segir í svari embættis ríkislögreglustjóra. Þó megi gera ráð fyrir vopnaðri öryggisgæslu lögreglu í tengslum við fundinn. Möguleg öryggisógn í kringum leiðtogafundinn er ekki aðeins áþreifanleg heldur einnig stafræn. Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda varaði við því í gær að ógnahópar og mótmælendur nýttu sér fundinn til þess að vekja athygli á sjálfum sér með netárásum á íslensk fyrirtæki og stofnanir, jafnvel þau sem væru alls ótengd fundarhöldunum.
Skotvopn Lögreglumál Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Tengdar fréttir Reikna með netárásum ógnahópa og mótmælenda Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda reiknar með að ógnahópar og mótmælendur nýti sér leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík til þess að vekja á sér athygli með netárásum. Þær árásir gætu ekki aðeins beinst að fundinum sjálfum heldur íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast honum ekki. 3. maí 2023 14:10 Lokað fyrir bíla og strætó í nágrenni leiðtogafundarins Stórum hluta miðborgarinnar verður lokað fyrir umferð ökutækja, þar á meðal strætisvagna, á meðan á leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur í Hörpu eftir tvær vikur. Reikna má með umferðartöfum á öllu höfuðborgarsvæðinu vegna fundarins. 2. maí 2023 14:29 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
Reikna með netárásum ógnahópa og mótmælenda Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda reiknar með að ógnahópar og mótmælendur nýti sér leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík til þess að vekja á sér athygli með netárásum. Þær árásir gætu ekki aðeins beinst að fundinum sjálfum heldur íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast honum ekki. 3. maí 2023 14:10
Lokað fyrir bíla og strætó í nágrenni leiðtogafundarins Stórum hluta miðborgarinnar verður lokað fyrir umferð ökutækja, þar á meðal strætisvagna, á meðan á leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur í Hörpu eftir tvær vikur. Reikna má með umferðartöfum á öllu höfuðborgarsvæðinu vegna fundarins. 2. maí 2023 14:29
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent