Taka undir áhyggjur foreldra í Laugardal Atli Ísleifsson skrifar 4. maí 2023 14:00 Ljóst má vera að fjölmargir gera sér ekki grein fyrir því að bannað sé að keyra yfir göngustíginn við World Class Laugar í Laugardal eða hreinlega hundsa merkingarnar. Vísir/Egill Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir allan óleyfisakstur yfir göngustíg við líkamsræktarstöð World Class Laugum í Laugardal í Reykjavík. Borgarfulltrúar taka undir áhyggjur foreldra í hverfinu. Þetta kemur fram í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar þar sem erindi íbúaráðs Laugardals um umferðaröryggi á umræddum göngustíg var tekið fyrir. Mikil umræða hefur verið í íbúagrúppum í Laugardal um óleyfilegan akstur ökumanna yfir umræddan göngustíg en um hann fara börn oft á dag til að komast í skólann og á æfingar hjá Þrótti. Að neðan má sjá frétt frá í febrúar síðastliðinn þar sem mátti nokkra bíla vera keyrða yfir göngustíginn á meðan fréttamaður fréttastofu og tökumaður voru á staðnum, þrátt fyrir merkingar um að slíkt væri óheimilt. Sömuleiðis er rætt við móður í hverfinu sem hefur barist fyrir úrbótum. Í bókun fulltrúa umhverfis- og skipulagsráðs segir að tekið sé undur áhyggjur foreldra í hverfinu. „Akstur vélknúinna ökutækja er bannaður um þennan veg, annar en sorphirða, birgðaflutningar og neyðarakstur. Nauðsynlegt er að koma í veg fyrir óleyfisakstur um þennan veg,“ segir í bókuninni. Vilja fjarstýrða vegatálma Í erindi íbúaráð Laugardals segir að ráðið sem og aðrir íbúar telji að kominn sé tími til að setja upp vegatálma sem hindri innakstur á svæðið. „Taka þurfi mið af því að um svæðið þurfa sjúkrabílar og vöruflutningar að komast og því leggur ráðið til að um fjarstýrða vegatálma verði að ræða, slíkt er vel þekkt og á að geta tryggt aðgengi þessara farartækja að svæðinu. Ráðið setur sig ekki upp á móti því að byrjað verði á að kalla til hlutaðeigandi aðila á svæðinu sem um ræðir, forsvarsfólk World Class í Laugum og KSÍ, en einnig er til staðar, á vegum foreldrafélags Laugarnesskóla, umferðarhópur sem gæti nýst vel í þá vinnu við að tryggja umferðaröryggi fyrir öll á umræddu svæði,“ segir í erindi sínu. Niðurgrafnir staurar einn möguleiki Helga Þórðardóttir, áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins í umhverfis- og skipulagsráði, hvetur skipulagsyfirvöld í borginni að taka ábendingar íbúaráðsins alvarlega. Íbúar í Laugardal óttist um öryggi barna og annarra vegna fjölmargra tilfella þar sem gestir World Class hafi ekið gáleysislega yfir göngustíginn þrátt fyrir merkingar um að slíkt sé óheimilt. „Ekki allir bílstjórar virða merkingar. Keyrt hefur verið utan í fólk og árið 2018 var keyrt á barn á þessum stíg. Fara þarf í frekari aðgerðir. Erindi íbúaráðs Laugardals er ákall um aðgerðir strax. Öryggismál eiga að hafa forgang og taka ber athugasemdir íbúa alvarlega. Að ekið sé á gangandi fólk á göngustíg er ekki boðlegt. Nú þarf að láta hendur standa fram úr ermum. Það þarf að aðgangsstýra þessari leið. Ein hugmynd að setja niðurgrafna staura sem hægt er að stýra upp/niður með fjarstýringu. Það þarf einhverja slíka lausn því að óbreyttu verður þarna alvarlegt slys,“ segir í bókun Helgu. Reykjavík Umferðaröryggi Þróttur Reykjavík Ármann Samgöngur Borgarstjórn Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Ítrekað keyrt yfir göngustíg þrátt fyrir merkingar og spyr hvort beðið sé eftir dauðsfalli Móðir í Laugarneshverfi segir ökumenn ítrekað aka yfir göngustíg sem fjölfarin er af börnum til þess að komast að World Class í Laugum þrátt fyrir að merkingar sýni að það sé óheimilt. Hún kallar eftir því að Reykjavíkurborg setji upp hindranir fyrir almenna bílaumferð áður en stórslys verður. 15. febrúar 2023 20:10 „Ömurlegt að fólk virði ekki umferðarreglur“ „Það er náttúrulega ömurlegt að fólk virði ekki umferðarreglur og mjög alvarlegt að fólk sé að keyra þarna þar sem akstur er bannaður.“ 16. febrúar 2023 14:02 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar þar sem erindi íbúaráðs Laugardals um umferðaröryggi á umræddum göngustíg var tekið fyrir. Mikil umræða hefur verið í íbúagrúppum í Laugardal um óleyfilegan akstur ökumanna yfir umræddan göngustíg en um hann fara börn oft á dag til að komast í skólann og á æfingar hjá Þrótti. Að neðan má sjá frétt frá í febrúar síðastliðinn þar sem mátti nokkra bíla vera keyrða yfir göngustíginn á meðan fréttamaður fréttastofu og tökumaður voru á staðnum, þrátt fyrir merkingar um að slíkt væri óheimilt. Sömuleiðis er rætt við móður í hverfinu sem hefur barist fyrir úrbótum. Í bókun fulltrúa umhverfis- og skipulagsráðs segir að tekið sé undur áhyggjur foreldra í hverfinu. „Akstur vélknúinna ökutækja er bannaður um þennan veg, annar en sorphirða, birgðaflutningar og neyðarakstur. Nauðsynlegt er að koma í veg fyrir óleyfisakstur um þennan veg,“ segir í bókuninni. Vilja fjarstýrða vegatálma Í erindi íbúaráð Laugardals segir að ráðið sem og aðrir íbúar telji að kominn sé tími til að setja upp vegatálma sem hindri innakstur á svæðið. „Taka þurfi mið af því að um svæðið þurfa sjúkrabílar og vöruflutningar að komast og því leggur ráðið til að um fjarstýrða vegatálma verði að ræða, slíkt er vel þekkt og á að geta tryggt aðgengi þessara farartækja að svæðinu. Ráðið setur sig ekki upp á móti því að byrjað verði á að kalla til hlutaðeigandi aðila á svæðinu sem um ræðir, forsvarsfólk World Class í Laugum og KSÍ, en einnig er til staðar, á vegum foreldrafélags Laugarnesskóla, umferðarhópur sem gæti nýst vel í þá vinnu við að tryggja umferðaröryggi fyrir öll á umræddu svæði,“ segir í erindi sínu. Niðurgrafnir staurar einn möguleiki Helga Þórðardóttir, áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins í umhverfis- og skipulagsráði, hvetur skipulagsyfirvöld í borginni að taka ábendingar íbúaráðsins alvarlega. Íbúar í Laugardal óttist um öryggi barna og annarra vegna fjölmargra tilfella þar sem gestir World Class hafi ekið gáleysislega yfir göngustíginn þrátt fyrir merkingar um að slíkt sé óheimilt. „Ekki allir bílstjórar virða merkingar. Keyrt hefur verið utan í fólk og árið 2018 var keyrt á barn á þessum stíg. Fara þarf í frekari aðgerðir. Erindi íbúaráðs Laugardals er ákall um aðgerðir strax. Öryggismál eiga að hafa forgang og taka ber athugasemdir íbúa alvarlega. Að ekið sé á gangandi fólk á göngustíg er ekki boðlegt. Nú þarf að láta hendur standa fram úr ermum. Það þarf að aðgangsstýra þessari leið. Ein hugmynd að setja niðurgrafna staura sem hægt er að stýra upp/niður með fjarstýringu. Það þarf einhverja slíka lausn því að óbreyttu verður þarna alvarlegt slys,“ segir í bókun Helgu.
Reykjavík Umferðaröryggi Þróttur Reykjavík Ármann Samgöngur Borgarstjórn Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Ítrekað keyrt yfir göngustíg þrátt fyrir merkingar og spyr hvort beðið sé eftir dauðsfalli Móðir í Laugarneshverfi segir ökumenn ítrekað aka yfir göngustíg sem fjölfarin er af börnum til þess að komast að World Class í Laugum þrátt fyrir að merkingar sýni að það sé óheimilt. Hún kallar eftir því að Reykjavíkurborg setji upp hindranir fyrir almenna bílaumferð áður en stórslys verður. 15. febrúar 2023 20:10 „Ömurlegt að fólk virði ekki umferðarreglur“ „Það er náttúrulega ömurlegt að fólk virði ekki umferðarreglur og mjög alvarlegt að fólk sé að keyra þarna þar sem akstur er bannaður.“ 16. febrúar 2023 14:02 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Ítrekað keyrt yfir göngustíg þrátt fyrir merkingar og spyr hvort beðið sé eftir dauðsfalli Móðir í Laugarneshverfi segir ökumenn ítrekað aka yfir göngustíg sem fjölfarin er af börnum til þess að komast að World Class í Laugum þrátt fyrir að merkingar sýni að það sé óheimilt. Hún kallar eftir því að Reykjavíkurborg setji upp hindranir fyrir almenna bílaumferð áður en stórslys verður. 15. febrúar 2023 20:10
„Ömurlegt að fólk virði ekki umferðarreglur“ „Það er náttúrulega ömurlegt að fólk virði ekki umferðarreglur og mjög alvarlegt að fólk sé að keyra þarna þar sem akstur er bannaður.“ 16. febrúar 2023 14:02
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent