Innlent

Búið að tala við ungmennin

Samúel Karl Ólason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa
Frá brunanum í gamla slippnum í Hafnarfirði á mánudaginn.
Frá brunanum í gamla slippnum í Hafnarfirði á mánudaginn. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur náð tali af ungmennunum fjórum sem lýst var eftir í gær í tengslum við brunann í Drafnarslippnum. Samtalið varpaði ekki frekara ljósi á hvernig eldurinn kviknaði.

Þá er enn verið að skoða eldsupptök en beðið er staðfestingar á því frá Mannvirkjastofnun hvort að rafmagn hafi verið tengt við húsið.

Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að ef ekkert rafmagn hafi verið tengt hafi líklega verið um opinn eld að ræða en það geti meðal annars átt við um íkveikju.

Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út á mánudagskvöld enda var strax ljóst að eldurinn væri gríðarlega umfangsmikill.


Tengdar fréttir

Hafa ekki náð tali af ung­mennunum í tengslum við brunann

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki náð tali af fjórum ungmennum í tengslum við bruna í Drafnarslippnum í Hafnarfirði á mánudagskvöld. Frumniðurstöðu úr rannsókn tæknideildar á tildrögum eldsins er að vænta síðar í dag.

Kviknaði í húsi sama eig­anda í höfninni fyrir fjórum árum

Slökkvistörfum við Hafnarfjarðarhöfn lauk klukkan þrjú í nótt, eftir að eldur kom upp í húsnæði sem til stóð að rífa. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök en tæknirannsókn lögreglu fer fram í dag. Annað húsnæði við höfnina í eigu sama aðila brann fyrir fjórum árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×