„Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. nóvember 2024 21:01 Grindvíkingarnir Einar Dagbjartsson og Gunnar Sigurðsson munu seint gleyma atburðunum þann 10. nóvember. 2023. Vísir/Sigurjón Tíundi nóvember verður aldrei gleðidagur í augum Grindvíkinga sem þurftu að yfirgefa heimili sín á þessum degi fyrir ári. Þetta segir bæjarstjórinn í Grindavík en bæjarbúar minntust tímamótanna í dag. Bæjarbúar voru þó glaðir að geta komið saman í kaffi í bænum í dag í tilefni af tímamótunum. Það var kvöldið 10. nóvember 2023 sem ákveðið var að rýma Grindavík vegna jarðhræringa þegar kvikugangur myndaðist undir bænum. Rýmingin þótti ganga vel fyrir sig en flestir yfirgáfu bæinn með það í huga að snúa fljótt heim aftur. Það varð ekki raunin. Miklir óvissutímar tóku við hjá Grindvíkingum en síðan hefur gosið nokkrum sinnum á Reykjanesi. Í dag var smekkfullt hús í Kvikunni, menningarmiðstöðinni í Grindavík, þegar fréttastofu bar að garði síðdegis í dag en þangað voru bæjarbúar saman komnir í kaffi og minntust þess að fyrir ári síðan þurftu þau að yfirgefa heimili sín. „Ég var ekki heima, ég var úti á Kanarí þannig að við sluppum. En við fengum ekkert að fara aftur heim, það var bara þannig,“ segir Grindvíkingurinn Sigríður S. Gunnarsdóttir sem var þangað mætt ásamt öðrum. Einar Dagbjartsson var sjálfur úti á sjó þegar mestu lætin dundu yfir fyrir ári. „Ég var úti á Stuttagrunni 40 mílur suðvestur af Grindavík. Kom svo hér og landaði um sjöleitið aðeins á eftir áætlun. Ég hef bara aldrei lent í öðru eins. Bryggjan var eins og harmonikka það voru rosaleg læti og við mamma flúðum svo bara tíu um kvöldið,“ segir Einar. Félagi hans Gunnar Sigurðsson var sjálfur heima í Grindavík þegar ósköpin dundu yfir. Fyrst var hann staddur í Víðihlíð, hjúkrunarheimilinu í Grindavík, en dreif sig síðan heim til konunnar svo hún væri ekki ein. „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum. Svo ég fór úr Grindavík um sex leytið, áður en var farið að rýma,“ segir Gunnar. Geithafurinn, einkennismerki Grindavíkur, er um fjögurra metra hár og verður tendraður í kvöld og mun veita bæjarbúum vonarljós.Vísir/Sigurjón Fannar Jónasson bæjarstjóri var einnig mættur í Kvikuna en þar var honum afhentur gripur með skjaldamerki Grindavíkur, en í kvöld tendra bæjarbúar einmitt „ljós vonar“, nýtt kennileiti í bænum fyrir utan Kvikuna sem sækir innblástur í skjaldamerki bæjarins og er af geithafri. „Þessi dagur mun aldrei vera neinn gleðidagur í huga okkar, 10. nóvember, en þegar að Grindvíkingar koma saman, þá getum við gleðst, við getum grátið og við getum fagnað ýmsum áföngum,“ segir Fannar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Það var kvöldið 10. nóvember 2023 sem ákveðið var að rýma Grindavík vegna jarðhræringa þegar kvikugangur myndaðist undir bænum. Rýmingin þótti ganga vel fyrir sig en flestir yfirgáfu bæinn með það í huga að snúa fljótt heim aftur. Það varð ekki raunin. Miklir óvissutímar tóku við hjá Grindvíkingum en síðan hefur gosið nokkrum sinnum á Reykjanesi. Í dag var smekkfullt hús í Kvikunni, menningarmiðstöðinni í Grindavík, þegar fréttastofu bar að garði síðdegis í dag en þangað voru bæjarbúar saman komnir í kaffi og minntust þess að fyrir ári síðan þurftu þau að yfirgefa heimili sín. „Ég var ekki heima, ég var úti á Kanarí þannig að við sluppum. En við fengum ekkert að fara aftur heim, það var bara þannig,“ segir Grindvíkingurinn Sigríður S. Gunnarsdóttir sem var þangað mætt ásamt öðrum. Einar Dagbjartsson var sjálfur úti á sjó þegar mestu lætin dundu yfir fyrir ári. „Ég var úti á Stuttagrunni 40 mílur suðvestur af Grindavík. Kom svo hér og landaði um sjöleitið aðeins á eftir áætlun. Ég hef bara aldrei lent í öðru eins. Bryggjan var eins og harmonikka það voru rosaleg læti og við mamma flúðum svo bara tíu um kvöldið,“ segir Einar. Félagi hans Gunnar Sigurðsson var sjálfur heima í Grindavík þegar ósköpin dundu yfir. Fyrst var hann staddur í Víðihlíð, hjúkrunarheimilinu í Grindavík, en dreif sig síðan heim til konunnar svo hún væri ekki ein. „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum. Svo ég fór úr Grindavík um sex leytið, áður en var farið að rýma,“ segir Gunnar. Geithafurinn, einkennismerki Grindavíkur, er um fjögurra metra hár og verður tendraður í kvöld og mun veita bæjarbúum vonarljós.Vísir/Sigurjón Fannar Jónasson bæjarstjóri var einnig mættur í Kvikuna en þar var honum afhentur gripur með skjaldamerki Grindavíkur, en í kvöld tendra bæjarbúar einmitt „ljós vonar“, nýtt kennileiti í bænum fyrir utan Kvikuna sem sækir innblástur í skjaldamerki bæjarins og er af geithafri. „Þessi dagur mun aldrei vera neinn gleðidagur í huga okkar, 10. nóvember, en þegar að Grindvíkingar koma saman, þá getum við gleðst, við getum grátið og við getum fagnað ýmsum áföngum,“ segir Fannar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira