„Það er verið að fara að laga ýmislegt, þetta er náttúrulega allt gert til þess að sjá hvað er hægt að bæta, þannig þetta verður bætt,“ segir Diljá í samtali við fréttastofu en næsta æfing er á föstudaginn. Góð stemning er í hópnum eftir æfinguna. „Mér líður vel, okkur líður mjög vel.“
Diljá hefur áður talað um að hana hafi lengi dreymt að fá að keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision. Nú er draumurinn að verða að veruleika en hún keppir í seinni undankeppninni á fimmtudaginn í næstu viku, þann 11. maí.
„Þetta var bara geðveikt, bara „pure joy“sko,“ segir Diljá um það að stíga á sviðið í Eurovision höllinni í fyrsta skiptið. Þetta hafi verið eins og hún ímyndaði sér. „Þetta var bara jafn awesome og ég bjóst við.“
Myndir af æfingunni má sjá hér fyrir neðan.







