Lára Ómars í hrókasamræðum við talgervil Jakob Bjarnar skrifar 28. apríl 2023 11:28 Á ýmsu hefur gengið í spurningaþættinum Nei hættu nú alveg en sennilega aldrei sem nú þegar Villi naglbítur gleymdi að kveikja á hljóðnema Önnu Svövu. Tæknimaðurinn Baldur bjargaði málunum með því að skrifa niður það sem hún hafði sagt og láta talgervil flytja orðræðuna. Útkoman er athyglisverð. aðsend Síðasti þáttur hinna vinsælu hlaðvarpsþátta Nei hættu nú alveg, sem Vilhelm Anton Jónsson heldur úti af miklum myndarskap, reyndist með þeim skrautlegri í langri sögu þáttanna. Vilhelm, sem gegnir nafninu Villi naglbítur allt síðan hann var rokkstjarna í 200.000 naglbítar, segir að hann sé til þess að gera nýbyrjaður á því að taka upp þættina sjálfa en það hafði Baldur í Skálmöld gert fram þessa. Og ekki vildi betur til en Villi gleymdi að kveikja á hljóðnema Önnu Svövu. „Ég gleymdi að kveikja á míkrafóninum hennar Önnu Svövu og það var slökkt á honum fyrst fimm mínúturnar,“ segir Villi. Meistarataktar tæknimannsins Voru nú góð ráð dýr. En Baldur tæknimaður, sem gengur frá þáttunum, dó ekki ráðalaus. „Hann skrifaði allt sem hún sagði og lét talgerfil leysa hana af. Útloman er alveg geggjuð,“ segir Villi. Fyrir þá fáu sem ekki þekkja þættina Nei hættu nú alveg þá er uppleggið spurningaþáttur. Fastir gestir þáttanna, liðstjórar, eru Anna Svava Knútsdóttir leikkona með meiru og Vignir Rafn Valþórsson leikstjóri. Með þeim í liði eru svo tilfallandi gestir. Í þessum þætti voru það þau Lára Ómarsdóttir blaðamaður og Sigtryggur Baldursson tónlistarmaður. „Þessi þáttur einkennist af tækniklúðri. Því sem næst 10 mínútur komu ekki inn á bandið. En þetta er mjög gott spjall milli Láru og talgervils Önnu Svövu,“ segir Villi. Þegar Dóri Gylfa ruglaðist á lyfjaglösum Um er að ræða þátt númer 352. Nei hættu nú alveg hóf göngu sína á Rás 2 fyrir 13 árum en fyrir 3 árum varð hann að sjálfstæðu hlaðvarpi. Eins og áður sagði er þetta spurningaþáttur en fyrirkomulagið er að ætíð eru gefnir upp fjórir möguleikar við misundarlegum spurningum sem byggjast gjarnan á því sem flokkast sem einskis nýtur fróðleikur. Og keppendur reyna að klóra sig í átt að réttu svari. Villi segir spurður það vissulega athyglisvert hversu óendanlega gaman Íslendingar hafi að spurningaþáttum. „Magnað. Sennilega því það er svo gaman að heyra einhvern vita svaka mikið og um leið heyra einhvern klikka á því sem maður veit sjálfur. Einhvers konar blanda af þessu tvennu. Ætli það sé ekki heróínið í þessu?“ segir Villi. Hann segir margt furðulegt hafa gerst í fyrri þáttum sem taki þessu þó ekki fram. „Halldór Gylfason leikari ruglaðist á lyfjaglösum og tók svefnlyf áður en hann mætti um daginn.“ Samfélagsmiðlar Grín og gaman Mest lesið Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Lífið Udo Kier er látinn Bíó og sjónvarp Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Fleiri fréttir Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Sjá meira
Vilhelm, sem gegnir nafninu Villi naglbítur allt síðan hann var rokkstjarna í 200.000 naglbítar, segir að hann sé til þess að gera nýbyrjaður á því að taka upp þættina sjálfa en það hafði Baldur í Skálmöld gert fram þessa. Og ekki vildi betur til en Villi gleymdi að kveikja á hljóðnema Önnu Svövu. „Ég gleymdi að kveikja á míkrafóninum hennar Önnu Svövu og það var slökkt á honum fyrst fimm mínúturnar,“ segir Villi. Meistarataktar tæknimannsins Voru nú góð ráð dýr. En Baldur tæknimaður, sem gengur frá þáttunum, dó ekki ráðalaus. „Hann skrifaði allt sem hún sagði og lét talgerfil leysa hana af. Útloman er alveg geggjuð,“ segir Villi. Fyrir þá fáu sem ekki þekkja þættina Nei hættu nú alveg þá er uppleggið spurningaþáttur. Fastir gestir þáttanna, liðstjórar, eru Anna Svava Knútsdóttir leikkona með meiru og Vignir Rafn Valþórsson leikstjóri. Með þeim í liði eru svo tilfallandi gestir. Í þessum þætti voru það þau Lára Ómarsdóttir blaðamaður og Sigtryggur Baldursson tónlistarmaður. „Þessi þáttur einkennist af tækniklúðri. Því sem næst 10 mínútur komu ekki inn á bandið. En þetta er mjög gott spjall milli Láru og talgervils Önnu Svövu,“ segir Villi. Þegar Dóri Gylfa ruglaðist á lyfjaglösum Um er að ræða þátt númer 352. Nei hættu nú alveg hóf göngu sína á Rás 2 fyrir 13 árum en fyrir 3 árum varð hann að sjálfstæðu hlaðvarpi. Eins og áður sagði er þetta spurningaþáttur en fyrirkomulagið er að ætíð eru gefnir upp fjórir möguleikar við misundarlegum spurningum sem byggjast gjarnan á því sem flokkast sem einskis nýtur fróðleikur. Og keppendur reyna að klóra sig í átt að réttu svari. Villi segir spurður það vissulega athyglisvert hversu óendanlega gaman Íslendingar hafi að spurningaþáttum. „Magnað. Sennilega því það er svo gaman að heyra einhvern vita svaka mikið og um leið heyra einhvern klikka á því sem maður veit sjálfur. Einhvers konar blanda af þessu tvennu. Ætli það sé ekki heróínið í þessu?“ segir Villi. Hann segir margt furðulegt hafa gerst í fyrri þáttum sem taki þessu þó ekki fram. „Halldór Gylfason leikari ruglaðist á lyfjaglösum og tók svefnlyf áður en hann mætti um daginn.“
Samfélagsmiðlar Grín og gaman Mest lesið Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Lífið Udo Kier er látinn Bíó og sjónvarp Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Fleiri fréttir Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Sjá meira