Grant segir Sun hafa brotist inn til sín Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. apríl 2023 09:04 Grant segir blaðið hafa brotist inn til sín í von um að finna efni til að koma á blað. Getty/Emma McIntyre Leikarinn Hugh Grant hefur sakað breska slúðurfréttablaðið um að hafa brotist inn í íbúð sína og komið GPS-tæki fyrir á bíl sínum í von um að komast að einhverju til að greina frá í blaðinu. Grant kom fyrir dóm í gær þar sem hann sakaði blaðið einnig um að hafa hlerað heimasímann sinn og hakkað sig inn í símsvarann. Grant sagði fyrir dómi að árið 2011 hafi verið brotist inn á heimili hans í Lundúnum en engu hafi verið stolið. Daginn eftir hafi frétt birst hjá Sun þar sem húskostum var lýst nákvæmlega og greint frá því að ummerki væru um erjur á heimilinu. Grant segir að á þessum tíma hafi hann ekki haft neinn grun um hver braust in. „Ég hafði engar sannanir fyrir því að fréttamiðlar bæru ábyrgð á innbrotinu, hvað þá að The Sun hafi verið ábyrgt,“ sagði Grant. Hann sagðist hafa tekið ákvörðun um að stefna blaðinu eftir að hann fékk í hendur gögn sem sýndu fram á að Sun hafi beint spjótum sínum að honum og vandamönnum hans. Grant sagðist þá einnig vita af því að á fyrsta áratugi aldarinnar hafi Sun ráðið einkaspæjara til að brjótast inn í tvö húsnæði í eigu kvikmyndafyrirtækis hans og fyrrverandi kærustu hans Liz Hurley. Leikarinn segir Rebekah Brooks, þáverandi ritstjóra blaðsins, hafa haft fulla vitneskju um innbrotin. Sun hefur harðneitað öllum ásökunum leikarans. Þá hefur móðurfyrirtæki Sun, News Group Newspapers, í eigu ástralska auðjöfursins Rupert Murdoch, tekið fyrir að nokkuð misjafnt hafi gengið á hjá blaðinu. Harry Bretaprins hefur staðið í svipuðum málaferlum gegn The Sun. Blaðið hefur reynt að koma í veg fyrir að málaferlar fari lengra með því að vísa til þess að bæði Grant og Harry hafi tekið sér of langan tíma til að skila inn gögnum í málunum. Báðir hafa þeir þá borið fyrir sig að ástæða þess sé að Sun hafi ekki viljað afhenda gögn í málinu. Bretland Hollywood Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hugh Grant verður Úmpa-Lúmpa Hugh Grant mun leika Úmpa-Lúmpa í myndinni Wonka sem kemur út í desember. Myndin segir frá ævintýrum sælgætisjöfursins Willy Wonka áður en hann opnaði sælgætisgerðina. Ungstirnið Timothee Chalamet fer með hlutverk Wonka í myndinni. 26. apríl 2023 22:14 Vandræðalegt viðtal við Hugh Grant vekur umtal Vandræðalegt viðtal við breska leikarann Hugh Grant á kampavínslitaða dreglinum á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær hefur vakið töluverða athygli. Netverjar eru ekki á sama máli um hvort sökin sé hjá leikaranum eða konunni sem tekur viðtalið við hann 13. mars 2023 14:43 Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Sjá meira
Grant sagði fyrir dómi að árið 2011 hafi verið brotist inn á heimili hans í Lundúnum en engu hafi verið stolið. Daginn eftir hafi frétt birst hjá Sun þar sem húskostum var lýst nákvæmlega og greint frá því að ummerki væru um erjur á heimilinu. Grant segir að á þessum tíma hafi hann ekki haft neinn grun um hver braust in. „Ég hafði engar sannanir fyrir því að fréttamiðlar bæru ábyrgð á innbrotinu, hvað þá að The Sun hafi verið ábyrgt,“ sagði Grant. Hann sagðist hafa tekið ákvörðun um að stefna blaðinu eftir að hann fékk í hendur gögn sem sýndu fram á að Sun hafi beint spjótum sínum að honum og vandamönnum hans. Grant sagðist þá einnig vita af því að á fyrsta áratugi aldarinnar hafi Sun ráðið einkaspæjara til að brjótast inn í tvö húsnæði í eigu kvikmyndafyrirtækis hans og fyrrverandi kærustu hans Liz Hurley. Leikarinn segir Rebekah Brooks, þáverandi ritstjóra blaðsins, hafa haft fulla vitneskju um innbrotin. Sun hefur harðneitað öllum ásökunum leikarans. Þá hefur móðurfyrirtæki Sun, News Group Newspapers, í eigu ástralska auðjöfursins Rupert Murdoch, tekið fyrir að nokkuð misjafnt hafi gengið á hjá blaðinu. Harry Bretaprins hefur staðið í svipuðum málaferlum gegn The Sun. Blaðið hefur reynt að koma í veg fyrir að málaferlar fari lengra með því að vísa til þess að bæði Grant og Harry hafi tekið sér of langan tíma til að skila inn gögnum í málunum. Báðir hafa þeir þá borið fyrir sig að ástæða þess sé að Sun hafi ekki viljað afhenda gögn í málinu.
Bretland Hollywood Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hugh Grant verður Úmpa-Lúmpa Hugh Grant mun leika Úmpa-Lúmpa í myndinni Wonka sem kemur út í desember. Myndin segir frá ævintýrum sælgætisjöfursins Willy Wonka áður en hann opnaði sælgætisgerðina. Ungstirnið Timothee Chalamet fer með hlutverk Wonka í myndinni. 26. apríl 2023 22:14 Vandræðalegt viðtal við Hugh Grant vekur umtal Vandræðalegt viðtal við breska leikarann Hugh Grant á kampavínslitaða dreglinum á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær hefur vakið töluverða athygli. Netverjar eru ekki á sama máli um hvort sökin sé hjá leikaranum eða konunni sem tekur viðtalið við hann 13. mars 2023 14:43 Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Sjá meira
Hugh Grant verður Úmpa-Lúmpa Hugh Grant mun leika Úmpa-Lúmpa í myndinni Wonka sem kemur út í desember. Myndin segir frá ævintýrum sælgætisjöfursins Willy Wonka áður en hann opnaði sælgætisgerðina. Ungstirnið Timothee Chalamet fer með hlutverk Wonka í myndinni. 26. apríl 2023 22:14
Vandræðalegt viðtal við Hugh Grant vekur umtal Vandræðalegt viðtal við breska leikarann Hugh Grant á kampavínslitaða dreglinum á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær hefur vakið töluverða athygli. Netverjar eru ekki á sama máli um hvort sökin sé hjá leikaranum eða konunni sem tekur viðtalið við hann 13. mars 2023 14:43