Sextíu prósent fleiri farþegar en á sama tíma í fyrra Bjarki Sigurðsson skrifar 27. apríl 2023 18:32 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Rekstrartekjur Icelandair námu 33,3 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2023. Jukust þær um 47 prósent milli ára. Félagið tapaði sjö milljörðum króna á ársfjórðungnum en veðurtengdar raskanir höfðu neikvæð áhrif á afkomuna. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Icelandair sem var birt í Kauphöllinni í dag. Þar kemur fram að 664 þúsund manns hafi flogið með félaginu fyrstu þrjá mánuði ársins, sem er 57 prósent meira en sama fjórðung á síðasta ári. Lausafjárstaða félagsins er 63 milljarðar króna. EBIT hlutfall félagsins batnaði um 10,3 prósentustig milli ára. Að sögn Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, eru horfur fyrir árið í heild góðar þrátt fyrir verðbólgu og ýmsar aðrar áskoranir. Meðal annars hafi sætanýting félagsins verið sú besta í sjö ár. „Hins vegar hafði eldsneytisverð, veðurtengdar flugraskanir og verðbólga meiri áhrif á afkomu félagsins í fjórðungnum en búist var við. Til viðbótar var afkoman af fraktstarfsemi okkar undir væntingum vegna krefjandi markaðsaðstæðna og tafa í fraktflugáætlun. Horfur í fraktflutningum verða áfram krefjandi og munum við á næstunni leggja alla áherslu á að bæta afkomuna. Leiguflugstarfsemi félagsins gekk vel í fjórðungnum og útlit er fyrir áframhaldandi góða afkomu á árinu,“ er haft eftir Boga í uppgjörinu. Hann segir undirbúning fyrir sumarið vera í fullum gangi og þakkar hann starfsfólki Icelandair fyrir vel unnin störf síðustu mánuði. Bráðum mæta 1.100 sumarstarfsmenn til starfa og er þjálfun í fullum gangi. „Til lengri tíma litið, þá erum við í góðri stöðu til að nýta tækifærin sem framundan eru með öflugt leiðakerfi sem byggt er á einstakri staðsetningu Íslands, yfirgripsmikla innviði sem við höfum byggt upp síðustu áratugi og sterka fjárhagsstöðu. Til að styðja við framtíðarvöxt félagsins höfum við tekið ákvörðun um að fjárfesta í Airbus flugvélum af gerðinni A321XLR. Þessar vélar munu ekki einungis gera okkur kleift að þróa viðskiptalíkan félagsins enn frekar í flugi yfir Atlantshafið heldur einnig sækja á nýja og spennandi markaði í framtíðinni,” segir Bogi. Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Fleiri fréttir Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Sjá meira
Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Icelandair sem var birt í Kauphöllinni í dag. Þar kemur fram að 664 þúsund manns hafi flogið með félaginu fyrstu þrjá mánuði ársins, sem er 57 prósent meira en sama fjórðung á síðasta ári. Lausafjárstaða félagsins er 63 milljarðar króna. EBIT hlutfall félagsins batnaði um 10,3 prósentustig milli ára. Að sögn Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, eru horfur fyrir árið í heild góðar þrátt fyrir verðbólgu og ýmsar aðrar áskoranir. Meðal annars hafi sætanýting félagsins verið sú besta í sjö ár. „Hins vegar hafði eldsneytisverð, veðurtengdar flugraskanir og verðbólga meiri áhrif á afkomu félagsins í fjórðungnum en búist var við. Til viðbótar var afkoman af fraktstarfsemi okkar undir væntingum vegna krefjandi markaðsaðstæðna og tafa í fraktflugáætlun. Horfur í fraktflutningum verða áfram krefjandi og munum við á næstunni leggja alla áherslu á að bæta afkomuna. Leiguflugstarfsemi félagsins gekk vel í fjórðungnum og útlit er fyrir áframhaldandi góða afkomu á árinu,“ er haft eftir Boga í uppgjörinu. Hann segir undirbúning fyrir sumarið vera í fullum gangi og þakkar hann starfsfólki Icelandair fyrir vel unnin störf síðustu mánuði. Bráðum mæta 1.100 sumarstarfsmenn til starfa og er þjálfun í fullum gangi. „Til lengri tíma litið, þá erum við í góðri stöðu til að nýta tækifærin sem framundan eru með öflugt leiðakerfi sem byggt er á einstakri staðsetningu Íslands, yfirgripsmikla innviði sem við höfum byggt upp síðustu áratugi og sterka fjárhagsstöðu. Til að styðja við framtíðarvöxt félagsins höfum við tekið ákvörðun um að fjárfesta í Airbus flugvélum af gerðinni A321XLR. Þessar vélar munu ekki einungis gera okkur kleift að þróa viðskiptalíkan félagsins enn frekar í flugi yfir Atlantshafið heldur einnig sækja á nýja og spennandi markaði í framtíðinni,” segir Bogi.
Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Fleiri fréttir Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Sjá meira