Foreldrar – treystum ekki skilyrðislaust Guðrún Helga Bjarnadóttir skrifar 27. apríl 2023 11:01 Ágætu foreldrar og forsjáraðilar. Sumarið er framundan og getur það verið spennandi tími fyrir börnin ykkar. Tími þar sem tækifæri gefast til að verja tíma að heiman, hitta nýja vini og prófa eitthvað nýtt og skemmtilegt. Margt áhugavert er í boði fyrir börn og ungmenni yfir sumartímann; vinnuskólinn, sumarbúðir, leikja-, reið- og sundnámskeið, myndlistar- og siglinganámskeið og svo mætti lengi telja. Það getur verið flókið að velja hvaða sumarnámskeið hentar fyrir barnið þitt. Margt ólíkt er í boði, tímarammi sem hentar, kostnaður og síðast en ekki síst áhugasvið barnsins. Allt þetta spilar inn í ákvörðun hvers foreldris. Það þarf líka að huga að því hvort þau sem bjóða upp á þjónustuna hafi stefnur og verkferla varðandi eineltismál sem gætu komið upp, grun um kynferðisofbeldi og allt annað ofbeldi sem getur því miður átt sér stað. Fyrir utan viðbragðsáætlanir ef slys verða. Flest þau sem bjóða upp á hin ýmsu námskeið, verkefni og leiki eru með metnaðarfullt starf og vel þjálfað starfsfólk og við verðum að treysta því að allir séu alltaf að gera sitt besta. En traust þarf ekki að vera skilyrðislaust. Því viljum við hjá Barnaheillum hvetja ykkur til að spyrja spurninga áður en þið skráið börnin ykkar í hvers kyns sumarævintýri. Með því að vita hvaða spurninga á að spyrja, hvernig gott getur verið að tala við barn eða ungling um öryggi þeirra og hvað ber að varast, geta foreldrar og forsjáraðilar fundið meira sjálfstraust í ákvörðunum sínum um hvað þau velja fyrir börnin sín að gera í sumar. Hér koma tillögur að spurningum sem þú sem foreldri, getur velt fyrir þér og spyrja að áður en þú leyfir viðkomandi félagi, fyrirtæki eða stofnun að annast barnið þitt. Hver er stefnan hjá ykkur varðandi forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum? Hvernig er ráðningarferli háttað? Er almennt sakavottorð nóg? Eru meðmæli athuguð? Hver er stefna eða siðareglur varðandi samskipti milli starfsmanna og ungmenna? Hvernig er fylgst með samskiptum milli fullorðinna og barna? En milli barna? Er hugað að öruggu umhverfi? Hvernig er tekið á óviðeigandi hegðun (bæði barna og fullorðinna) eða ásökunum um kynferðislegt ofbeldi eða áreiti? Hvaða þjálfun og fræðslu stendur starfsfólki til boða? Það er mikilvægt að öllu starfsfólki og sjálfboðaliðum, ef þeir eru fyrir hendi, sé gerð grein fyrir stefnu viðkomandi stofnunar/félags og hvernig fyrirkomulagi sé háttað varðandi tilkynningar um allt er veldur áhyggjum eða jafnvel ásökunum. Sum félög/samtök bjóða foreldrum og öðrum umönnunaraðilum upp á fræðslu af þessu tagi, því vitað er að upplýstir foreldrar og forsjáraðilar eru mikilvægir hlekkir í að veita börnum öryggi. Barnaheill bjóða upp á öfluga fræðslu í forvörnum gegn ofbeldi. Kynntu þér málið á barnaheill.is Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ágætu foreldrar og forsjáraðilar. Sumarið er framundan og getur það verið spennandi tími fyrir börnin ykkar. Tími þar sem tækifæri gefast til að verja tíma að heiman, hitta nýja vini og prófa eitthvað nýtt og skemmtilegt. Margt áhugavert er í boði fyrir börn og ungmenni yfir sumartímann; vinnuskólinn, sumarbúðir, leikja-, reið- og sundnámskeið, myndlistar- og siglinganámskeið og svo mætti lengi telja. Það getur verið flókið að velja hvaða sumarnámskeið hentar fyrir barnið þitt. Margt ólíkt er í boði, tímarammi sem hentar, kostnaður og síðast en ekki síst áhugasvið barnsins. Allt þetta spilar inn í ákvörðun hvers foreldris. Það þarf líka að huga að því hvort þau sem bjóða upp á þjónustuna hafi stefnur og verkferla varðandi eineltismál sem gætu komið upp, grun um kynferðisofbeldi og allt annað ofbeldi sem getur því miður átt sér stað. Fyrir utan viðbragðsáætlanir ef slys verða. Flest þau sem bjóða upp á hin ýmsu námskeið, verkefni og leiki eru með metnaðarfullt starf og vel þjálfað starfsfólk og við verðum að treysta því að allir séu alltaf að gera sitt besta. En traust þarf ekki að vera skilyrðislaust. Því viljum við hjá Barnaheillum hvetja ykkur til að spyrja spurninga áður en þið skráið börnin ykkar í hvers kyns sumarævintýri. Með því að vita hvaða spurninga á að spyrja, hvernig gott getur verið að tala við barn eða ungling um öryggi þeirra og hvað ber að varast, geta foreldrar og forsjáraðilar fundið meira sjálfstraust í ákvörðunum sínum um hvað þau velja fyrir börnin sín að gera í sumar. Hér koma tillögur að spurningum sem þú sem foreldri, getur velt fyrir þér og spyrja að áður en þú leyfir viðkomandi félagi, fyrirtæki eða stofnun að annast barnið þitt. Hver er stefnan hjá ykkur varðandi forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum? Hvernig er ráðningarferli háttað? Er almennt sakavottorð nóg? Eru meðmæli athuguð? Hver er stefna eða siðareglur varðandi samskipti milli starfsmanna og ungmenna? Hvernig er fylgst með samskiptum milli fullorðinna og barna? En milli barna? Er hugað að öruggu umhverfi? Hvernig er tekið á óviðeigandi hegðun (bæði barna og fullorðinna) eða ásökunum um kynferðislegt ofbeldi eða áreiti? Hvaða þjálfun og fræðslu stendur starfsfólki til boða? Það er mikilvægt að öllu starfsfólki og sjálfboðaliðum, ef þeir eru fyrir hendi, sé gerð grein fyrir stefnu viðkomandi stofnunar/félags og hvernig fyrirkomulagi sé háttað varðandi tilkynningar um allt er veldur áhyggjum eða jafnvel ásökunum. Sum félög/samtök bjóða foreldrum og öðrum umönnunaraðilum upp á fræðslu af þessu tagi, því vitað er að upplýstir foreldrar og forsjáraðilar eru mikilvægir hlekkir í að veita börnum öryggi. Barnaheill bjóða upp á öfluga fræðslu í forvörnum gegn ofbeldi. Kynntu þér málið á barnaheill.is Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar