Þríhyrndur tangódans Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 27. apríl 2023 07:30 Þegar nýjar upplýsingar birtast um lítinn árangur í loftslagsmálum kallar umhverfisráðherra til þjóðarinnar og hvetur hana til að hlaupa hraðar og beisla vindorkuna í þágu orkuskipta. Fá efast um einlægan vilja ráðherrans. Vandi hans felst ekki í andstöðu þjóðarinnar við markmiðin. Hann liggur heldur ekki í skorti á stuðningi á Alþingi. Allt bendir þó til að þetta verði enn eitt verkefnið sem ný ríkisstjórn fái í arf frá núverandi stjórn. Pólitískur ómöguleiki Ráðherrann snýst í raun um sjálfan sig í málinu vegna þess að ríkisstjórnarflokkarnir geta ekki komið sér saman um leiðir til að ná settum markmiðum um orkuskipti. Það er pólitískur ómöguleiki. Vandi ráðherrans felst í samsetningu ríkisstjórnarinnar sem hefur haft 6 ár til að vinna að lausnum en skortir bæði pólitíska sýn og kjark. Að öllu óbreyttu mun ráðherrann því bara halda áfram að snúast um sjálfan sig með nýjum starfshópum, nefndum og fundaferðum þar til kjörtímabilinu lýkur. Á sama tíma blasir við kapphlaup óteljandi innlendra og erlendra fyrirtækja með áform um vindmyllugarða í hverri sveit landsins. Ríkisstjórnin bregst ekki við, nema skipar auðvitað starfshóp sem fjallar að endingu um það eitt að setja þurfi leikreglur. Engin stefnumörkun og engar tillögur. Það er lítið sem ekkert sem bendir til þess að ríkisstjórnin geti komið sér saman um hversu mikla vindorku þarf til að ná eigin markmiðum og semja viðeigandi leikreglur. Nýrrar ríkisstjórnar að ná settum markmiðum En hvað þarf ný ríkisstjórn að gera? Það er kominn tími til að ræða það. Í fyrsta lagi er alveg ljóst að margra ára ákvarðanaleysi hefur komið okkur í þá stöðu að útilokað er að ná settum markmiðum um losun og orkuskipti innan þeirra tímamarka sem lýst hefur verið. Þetta er hinn bitri kaleikur Vinstri grænna og hinna tveggja ríkisstjórnarflokkanna. Það er hins vegar arfleifð sem ný ríkisstjórn fær í fangið. Þetta þurfum við að horfast í augu við. Í öðru lagi þarf að taka af öll tvímæli um hvort markmiðið um full orkuskipti fyrir 2040 nær til alþjóðaflugs eða ekki. Það er langsamlega stærsta orkuskiptaverkefnið. Mér sýnist allt benda til að þessi hluti verkefnisins kalli á lengri tíma en nokkur í ríkisstjórninni þorir að segja. Meðan óvissa ríkir um þetta markmið geta menn heldur ekki komist að niðurstöðu um nauðsynlegt umfang aðgerða, ekki mælt árangur þeirra og ekki ákveðið hraða innviðauppbyggingar. Snúin samkeppnisstaða Hér þarf einnig að hafa í huga að tæknilegar lausnir eru ekki orðnar að veruleika þótt sumar séu í sjónmáli. Þá munu myndarlegar niðurgreiðslur Bandaríkjanna til framleiðslu rafeldsneytis og sambærilegar mótvægisaðgerðir Evrópusambandsins gera samkeppni erfiða. Þetta getur orðið dálítið snúið fyrir okkur þegar kemur að framleiðslu rafeldsneytis þótt við munum hafa, í gegnum EES-samninginn, aðgang að ýmsum styrkjakerfum ESB sem styðja við rafeldsneytisverkefni. Í öllu falli eru bæði Bandaríkin og Evrópa að hreyfa sig hratt og hafa stjórnmálafólk sem tekur þessi mál föstum tökum. Á meðan sitjum við uppi með ríkisstjórn sem kann að glata samkeppnisforskoti Íslands með aðgerðarleysi og ákvarðanafælni. Þróist mál með þessum hætti getur viðbótarorkuþörfin orðið mun minni en áður hefur verið talið þar sem íslenskt rafeldsneyti gæti átt í erfiðleikum í samkeppni við innflutt rafeldsneyti. Sum munu gleðjast yfir því. Hin hliðin á því er sú að við getum ekki nýtt okkur það forskot sem við höfum til hagkvæmrar orkuöflunar til að skapa verðmætin hér heima. Þetta snýst um pólitískt mat á íslenskum hagsmunum. Að minni hyggju á langtímamarkmiðið að vera það að við framleiðum alla þá endurnýjanlegu orku sem þörf er á til fullra orkuskipta og til að tryggja hóflegan grænan hagvöxt. Hvort sem við tölum um hátækni, landeldi eða aukna grænmetisframleiðslu, svo dæmi séu nefnd. Það er grundvallaratriði að frekari orkuöflun fari í græn verkefni sem stuðla að samdrætti í losun og þau samræmist okkar alþjóðlegu skuldbindingum í loftslagsmálum. Þá forgangsröðun þarf að tryggja. Grundvallarákvarðanir Allar upplýsingar liggja fyrir um hversu mikla orku þarf til þess að ná markmiðum um orkuskipti og grænan hagvöxt. Ný ríkisstjórn þarf að skilgreina markmiðin nánar og ákveða tímarammann. Það er pólitísk ákvörðun og verkefni sem núverandi ríkisstjórn hefur ekki getað leyst í sex ár. Eitt af því sem þvælist fyrir ríkisstjórninni er að ýta út af borðinu hugmyndum um að loka núverandi stóriðju. Þetta þarf að gera strax því í slíku felst engin lausn á loftslagsvanda heimsins heldur einungis útvistun þeirrar framleiðslu til annarra heimshluta og kippir burt einni af stærstu útflutnings- og atvinnugreinum Íslands. Það er svo önnur pólitísk ákvörðun að leysa deiluna um skattgreiðslur til sveitarfélaganna. Sú úrlausn kallar ekki á langan sérfræðilegan undirbúning og er ekki afsökun fyrir frekari töfum. Stöðva vindmyllukapphlaupið Að því er vindorkuna varðar tel ég rétt að ný ríkisstjórn stöðvi kapphlaupið um vindmyllugarða í hverri sveit og komi skikk á málin. Margt bendir til þess að unnt sé að afla nægjanlegrar orku með stórum vindorkugörðum á fáum stöðum. Eðlilegast er að ríkisvaldið ákveði þessa staði fyrirfram út frá hagkvæmni, nálægðar við önnur orkumannvirki, náttúruverndarsjónarmiðum og þjóðaröryggi. Þetta er eina færa leiðin til að ná settum markmiðum í sæmilegri sátt við meirihluta fólksins í landinu. Í kapphlaupinu um vindorkugarða má heldur ekki gleyma þeirri staðreynd að til að geta afhent þá orku inn á flutningskerfið þarf að vera til staðar jöfnunarafl. Erfitt er að ímynda sér það fyrirtæki sem semur um aðgang að vindorku einni, til þess eins að leggja niður starfsemi þegar vindar blása ekki nógu kröftuglega. Þessi staðreynd, sem gjarnan er skautað framhjá í umræðu um vindorku, þýðir auðvitað að stefnumörkum í frekari uppbyggingu vatnsaflsvirkjana þarf að haldast í hendur við vangaveltur um vindorkugarða. Landsvirkjun hefur á liðnum árum sýnt að fyrirtækið sinnir vel viðamiklum og þjóðhagslega mikilvægum verkefnum, samhliða því að skila góðum arði til samfélagsins. Landsvirkjun er þegar komin af stað með undirbúning að vindmyllugörðum á tveimur stöðum og er mikilvægt að þeim verkefnum miði vel áfram. Að því marki sem Landsvirkjun getur ekki sinnt allri orkuöflun með vindmyllum teljum við í Viðreisn að bjóða eigi út einkaréttinn til hæfilega langs tíma á fyrirfram afmörkuðum stöðum. Lög og reglur um eðlileg auðlindagjöld þurfa síðan að liggja skýrt fyrir. Að vita hvað við viljum Öll máttu vita í síðustu kosningum að ríkisstjórnin gæti ekki vegna samsetningar sinnar leyst orkuskiptaverkefnið á eðlilegum hraða. Það er reyndar gömul saga og ný hjá þessari ríkisstjórn þegar kemur að stórum grundvallarmálum. Stjórnarflokkarnir bera eigi að síður sameiginlega ábyrgð á því að láta reka á reiðanum í tvö ár til viðbótar. Áfram munu þeir snúast í kringum sjálfa sig. Það er þeirra mat að hagsmunum þjóðarinnar sé best borgið með því. Metnaðarfullur umhverfisráðherra þarf að vísu ekki að sætta sig við þríhyrndan tangódans hins pólitíska ómöguleika í tvö ár til viðbótar. Það er hans val. Ný ríkisstjórn þarf að koma vel undirbúin. Hún þarf að vinna upp sem mest af þeim tíma sem glatast hefur undanfarin sex ár í kyrrstöðu um ekki neitt og taka nauðsynlegar ákvarðanir. Kjarni málsins er sá að öfugt við núverandi ríkisstjórn þarf næsta stjórn að vita hvað hún vill þegar á fyrsta degi. Og ráðast strax í aðgerðir. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Alþingi Orkumál Umhverfismál Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Þegar nýjar upplýsingar birtast um lítinn árangur í loftslagsmálum kallar umhverfisráðherra til þjóðarinnar og hvetur hana til að hlaupa hraðar og beisla vindorkuna í þágu orkuskipta. Fá efast um einlægan vilja ráðherrans. Vandi hans felst ekki í andstöðu þjóðarinnar við markmiðin. Hann liggur heldur ekki í skorti á stuðningi á Alþingi. Allt bendir þó til að þetta verði enn eitt verkefnið sem ný ríkisstjórn fái í arf frá núverandi stjórn. Pólitískur ómöguleiki Ráðherrann snýst í raun um sjálfan sig í málinu vegna þess að ríkisstjórnarflokkarnir geta ekki komið sér saman um leiðir til að ná settum markmiðum um orkuskipti. Það er pólitískur ómöguleiki. Vandi ráðherrans felst í samsetningu ríkisstjórnarinnar sem hefur haft 6 ár til að vinna að lausnum en skortir bæði pólitíska sýn og kjark. Að öllu óbreyttu mun ráðherrann því bara halda áfram að snúast um sjálfan sig með nýjum starfshópum, nefndum og fundaferðum þar til kjörtímabilinu lýkur. Á sama tíma blasir við kapphlaup óteljandi innlendra og erlendra fyrirtækja með áform um vindmyllugarða í hverri sveit landsins. Ríkisstjórnin bregst ekki við, nema skipar auðvitað starfshóp sem fjallar að endingu um það eitt að setja þurfi leikreglur. Engin stefnumörkun og engar tillögur. Það er lítið sem ekkert sem bendir til þess að ríkisstjórnin geti komið sér saman um hversu mikla vindorku þarf til að ná eigin markmiðum og semja viðeigandi leikreglur. Nýrrar ríkisstjórnar að ná settum markmiðum En hvað þarf ný ríkisstjórn að gera? Það er kominn tími til að ræða það. Í fyrsta lagi er alveg ljóst að margra ára ákvarðanaleysi hefur komið okkur í þá stöðu að útilokað er að ná settum markmiðum um losun og orkuskipti innan þeirra tímamarka sem lýst hefur verið. Þetta er hinn bitri kaleikur Vinstri grænna og hinna tveggja ríkisstjórnarflokkanna. Það er hins vegar arfleifð sem ný ríkisstjórn fær í fangið. Þetta þurfum við að horfast í augu við. Í öðru lagi þarf að taka af öll tvímæli um hvort markmiðið um full orkuskipti fyrir 2040 nær til alþjóðaflugs eða ekki. Það er langsamlega stærsta orkuskiptaverkefnið. Mér sýnist allt benda til að þessi hluti verkefnisins kalli á lengri tíma en nokkur í ríkisstjórninni þorir að segja. Meðan óvissa ríkir um þetta markmið geta menn heldur ekki komist að niðurstöðu um nauðsynlegt umfang aðgerða, ekki mælt árangur þeirra og ekki ákveðið hraða innviðauppbyggingar. Snúin samkeppnisstaða Hér þarf einnig að hafa í huga að tæknilegar lausnir eru ekki orðnar að veruleika þótt sumar séu í sjónmáli. Þá munu myndarlegar niðurgreiðslur Bandaríkjanna til framleiðslu rafeldsneytis og sambærilegar mótvægisaðgerðir Evrópusambandsins gera samkeppni erfiða. Þetta getur orðið dálítið snúið fyrir okkur þegar kemur að framleiðslu rafeldsneytis þótt við munum hafa, í gegnum EES-samninginn, aðgang að ýmsum styrkjakerfum ESB sem styðja við rafeldsneytisverkefni. Í öllu falli eru bæði Bandaríkin og Evrópa að hreyfa sig hratt og hafa stjórnmálafólk sem tekur þessi mál föstum tökum. Á meðan sitjum við uppi með ríkisstjórn sem kann að glata samkeppnisforskoti Íslands með aðgerðarleysi og ákvarðanafælni. Þróist mál með þessum hætti getur viðbótarorkuþörfin orðið mun minni en áður hefur verið talið þar sem íslenskt rafeldsneyti gæti átt í erfiðleikum í samkeppni við innflutt rafeldsneyti. Sum munu gleðjast yfir því. Hin hliðin á því er sú að við getum ekki nýtt okkur það forskot sem við höfum til hagkvæmrar orkuöflunar til að skapa verðmætin hér heima. Þetta snýst um pólitískt mat á íslenskum hagsmunum. Að minni hyggju á langtímamarkmiðið að vera það að við framleiðum alla þá endurnýjanlegu orku sem þörf er á til fullra orkuskipta og til að tryggja hóflegan grænan hagvöxt. Hvort sem við tölum um hátækni, landeldi eða aukna grænmetisframleiðslu, svo dæmi séu nefnd. Það er grundvallaratriði að frekari orkuöflun fari í græn verkefni sem stuðla að samdrætti í losun og þau samræmist okkar alþjóðlegu skuldbindingum í loftslagsmálum. Þá forgangsröðun þarf að tryggja. Grundvallarákvarðanir Allar upplýsingar liggja fyrir um hversu mikla orku þarf til þess að ná markmiðum um orkuskipti og grænan hagvöxt. Ný ríkisstjórn þarf að skilgreina markmiðin nánar og ákveða tímarammann. Það er pólitísk ákvörðun og verkefni sem núverandi ríkisstjórn hefur ekki getað leyst í sex ár. Eitt af því sem þvælist fyrir ríkisstjórninni er að ýta út af borðinu hugmyndum um að loka núverandi stóriðju. Þetta þarf að gera strax því í slíku felst engin lausn á loftslagsvanda heimsins heldur einungis útvistun þeirrar framleiðslu til annarra heimshluta og kippir burt einni af stærstu útflutnings- og atvinnugreinum Íslands. Það er svo önnur pólitísk ákvörðun að leysa deiluna um skattgreiðslur til sveitarfélaganna. Sú úrlausn kallar ekki á langan sérfræðilegan undirbúning og er ekki afsökun fyrir frekari töfum. Stöðva vindmyllukapphlaupið Að því er vindorkuna varðar tel ég rétt að ný ríkisstjórn stöðvi kapphlaupið um vindmyllugarða í hverri sveit og komi skikk á málin. Margt bendir til þess að unnt sé að afla nægjanlegrar orku með stórum vindorkugörðum á fáum stöðum. Eðlilegast er að ríkisvaldið ákveði þessa staði fyrirfram út frá hagkvæmni, nálægðar við önnur orkumannvirki, náttúruverndarsjónarmiðum og þjóðaröryggi. Þetta er eina færa leiðin til að ná settum markmiðum í sæmilegri sátt við meirihluta fólksins í landinu. Í kapphlaupinu um vindorkugarða má heldur ekki gleyma þeirri staðreynd að til að geta afhent þá orku inn á flutningskerfið þarf að vera til staðar jöfnunarafl. Erfitt er að ímynda sér það fyrirtæki sem semur um aðgang að vindorku einni, til þess eins að leggja niður starfsemi þegar vindar blása ekki nógu kröftuglega. Þessi staðreynd, sem gjarnan er skautað framhjá í umræðu um vindorku, þýðir auðvitað að stefnumörkum í frekari uppbyggingu vatnsaflsvirkjana þarf að haldast í hendur við vangaveltur um vindorkugarða. Landsvirkjun hefur á liðnum árum sýnt að fyrirtækið sinnir vel viðamiklum og þjóðhagslega mikilvægum verkefnum, samhliða því að skila góðum arði til samfélagsins. Landsvirkjun er þegar komin af stað með undirbúning að vindmyllugörðum á tveimur stöðum og er mikilvægt að þeim verkefnum miði vel áfram. Að því marki sem Landsvirkjun getur ekki sinnt allri orkuöflun með vindmyllum teljum við í Viðreisn að bjóða eigi út einkaréttinn til hæfilega langs tíma á fyrirfram afmörkuðum stöðum. Lög og reglur um eðlileg auðlindagjöld þurfa síðan að liggja skýrt fyrir. Að vita hvað við viljum Öll máttu vita í síðustu kosningum að ríkisstjórnin gæti ekki vegna samsetningar sinnar leyst orkuskiptaverkefnið á eðlilegum hraða. Það er reyndar gömul saga og ný hjá þessari ríkisstjórn þegar kemur að stórum grundvallarmálum. Stjórnarflokkarnir bera eigi að síður sameiginlega ábyrgð á því að láta reka á reiðanum í tvö ár til viðbótar. Áfram munu þeir snúast í kringum sjálfa sig. Það er þeirra mat að hagsmunum þjóðarinnar sé best borgið með því. Metnaðarfullur umhverfisráðherra þarf að vísu ekki að sætta sig við þríhyrndan tangódans hins pólitíska ómöguleika í tvö ár til viðbótar. Það er hans val. Ný ríkisstjórn þarf að koma vel undirbúin. Hún þarf að vinna upp sem mest af þeim tíma sem glatast hefur undanfarin sex ár í kyrrstöðu um ekki neitt og taka nauðsynlegar ákvarðanir. Kjarni málsins er sá að öfugt við núverandi ríkisstjórn þarf næsta stjórn að vita hvað hún vill þegar á fyrsta degi. Og ráðast strax í aðgerðir. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun