Segir mikilvægt að ráðast í þjóðarátak vegna ópíóðafaraldurs Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2023 11:59 Sýn/ Ívar Fannar Heilbrigðisráðherra segir vísbendingar um að ólögleg framleiðsla á ópíóðalyfjum fari fram hér á landi. Faraldurinn sem nú geisar sé samfélagslega verkefni og nauðsynlegt sé að skera upp herör. Þrjátíu og fimm manns yngri en fimmtugt hafa látist það sem af er ári af völdum fíkniefna. Síðustu daga hafa fréttir borist af fjölmörgum andlátum af völdum ofskömmtunar fíkniefna og hafa óstaðfestar fullyrðingar um fjölda þess efnis verið í dreifingu á samfélagsmiðlum.Ekki liggja fyrir staðfestar tölur hjá Landlæknisembættinu hvað varðar andlát af völdum ofskömmtunar en Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs og framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ greindi frá því í kvöldréttum Rúv í gær að 35 manns undir fimmtugu hafi látist af þeim völdum það sem af er ári. Hún óttast að metfjöldi muni falli frá á árinu úr ofskömmtun. Þjóðarátak mikilvægt Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem þessi mál voru til umræðu. Hann segir faraldur ríkja og að mikilvægt sé að ráðast í þjóðarátak. „Þetta er eins og nefnt er faraldur, ákall. Ég hlusta á fólkið sem er að sinna á sjúklingunum, ég hlusta á aðstandendur, og við heyrum þetta í samfélaginu,“ segir Willum. Hann segir að mikilvægt að umræðan um þessi málefni sé opin. „Það getur leitt okkur á þann stað að eyða fordómum sem mikið hefur verið rætt um í gegnum tíðina. Þetta er svipað og með umræðuna um geðsjúkdóma.“ Mikilvægt að viðbragðið sé hratt Willum segir sitt hlutverk vera að hlusta og bregðast við. Nauðsynlegt sé að bregðast við af krafti. „En þetta er auðvitað flókinn sjúkdómur, hann er auðvitað bráðdrepandi. Lífshættulegur. En hann er flókinn. Honum fylgja félagslegar áskoranir. Þannig að við þurfum fjölbreytt úrræði. Við þurfum að styrkja viðbragðsmeðferð. Þar að segja þegar sjúklingar þurfa stuðning og hjálp á þeim tímapunkti í þeim félagslegu aðstæðum þar sem þeir eru. Að við getum brugðist hratt við, hvort sem fólk kemur inn á heilsugæslu eða bráðamóttöku, að það fái þjónustu, að það taki eitthvað við, viðbragðið sé hratt, hvort heldur afeitrun eða við taki viðhaldsmeðferð.“ Að sögn Willums er þróunin stöðugt upp á við og það megi sjá í gögnum frá Lyfjanefnd og frá Vogi. En nú er mögulega eitthvað að gerast, brotna í samfélaginu okkar. Hann segir ekki vísbendingar um auknar lyfjaávísanir ópíóða sem gefi til kynna að hér fari fram ólögleg framleiðsla, sem sé auðvitað stórhættulegt. „Það þarf hreinlega að skera upp herör" Willum hyggst taka málið til umræðu á ríkisstjórnarfundi á föstudag en hann segir nauðsynlegt að bregðast við þvert á ráðuneyti. Þá sé mikilvægt að horfa til skaðaminnkandi úrræða en hingað til hafi verið gert allt of lítið. „Eru það fordómar eða eitthvað annað, ég ætla ekki að fullyrða um það. Ég veit bara að við þurfum að gera miklu miklu betur þar. Þetta er ákall, lífshættulegt og bráðdrepandi og við þurfum þessvegna að bregðast við því ákalli. Þetta er samfélagslegt verkefni, og það þarf hreinlega að skera upp herör.“ Varðandi Naloxon mótefni gegn ofskömmtun ópíóða segir Willum það til skoðunar að selja lyfið í lausasölu. „Þetta er mjög mikilvæg viðbót þegar fólk er í bráðaaðstæðum, andnauð, hjartastoppi. Fólk er óafvitandi að taka of sterk efni, það er erfitt fyrir sjúklinginn að átta sig á því hversu sterk efnin eru,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Heilbrigðismál Fíkn SÁÁ Tengdar fréttir Ópíóðafaraldur: Í það minnsta tíu undir fertugu látið lífið það sem af er ári Yfirlæknir á Vogi segir tíu skjólstæðinga þeirra undir fertugu látist það sem af er árs. Hún segir fíknisjúkdóminn vera skaðræði og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. Einungis fjórðungur meðferða við ópíóðafíkn er greiddur af ríkinu. 25. apríl 2023 11:28 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðustu daga hafa fréttir borist af fjölmörgum andlátum af völdum ofskömmtunar fíkniefna og hafa óstaðfestar fullyrðingar um fjölda þess efnis verið í dreifingu á samfélagsmiðlum.Ekki liggja fyrir staðfestar tölur hjá Landlæknisembættinu hvað varðar andlát af völdum ofskömmtunar en Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs og framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ greindi frá því í kvöldréttum Rúv í gær að 35 manns undir fimmtugu hafi látist af þeim völdum það sem af er ári. Hún óttast að metfjöldi muni falli frá á árinu úr ofskömmtun. Þjóðarátak mikilvægt Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem þessi mál voru til umræðu. Hann segir faraldur ríkja og að mikilvægt sé að ráðast í þjóðarátak. „Þetta er eins og nefnt er faraldur, ákall. Ég hlusta á fólkið sem er að sinna á sjúklingunum, ég hlusta á aðstandendur, og við heyrum þetta í samfélaginu,“ segir Willum. Hann segir að mikilvægt að umræðan um þessi málefni sé opin. „Það getur leitt okkur á þann stað að eyða fordómum sem mikið hefur verið rætt um í gegnum tíðina. Þetta er svipað og með umræðuna um geðsjúkdóma.“ Mikilvægt að viðbragðið sé hratt Willum segir sitt hlutverk vera að hlusta og bregðast við. Nauðsynlegt sé að bregðast við af krafti. „En þetta er auðvitað flókinn sjúkdómur, hann er auðvitað bráðdrepandi. Lífshættulegur. En hann er flókinn. Honum fylgja félagslegar áskoranir. Þannig að við þurfum fjölbreytt úrræði. Við þurfum að styrkja viðbragðsmeðferð. Þar að segja þegar sjúklingar þurfa stuðning og hjálp á þeim tímapunkti í þeim félagslegu aðstæðum þar sem þeir eru. Að við getum brugðist hratt við, hvort sem fólk kemur inn á heilsugæslu eða bráðamóttöku, að það fái þjónustu, að það taki eitthvað við, viðbragðið sé hratt, hvort heldur afeitrun eða við taki viðhaldsmeðferð.“ Að sögn Willums er þróunin stöðugt upp á við og það megi sjá í gögnum frá Lyfjanefnd og frá Vogi. En nú er mögulega eitthvað að gerast, brotna í samfélaginu okkar. Hann segir ekki vísbendingar um auknar lyfjaávísanir ópíóða sem gefi til kynna að hér fari fram ólögleg framleiðsla, sem sé auðvitað stórhættulegt. „Það þarf hreinlega að skera upp herör" Willum hyggst taka málið til umræðu á ríkisstjórnarfundi á föstudag en hann segir nauðsynlegt að bregðast við þvert á ráðuneyti. Þá sé mikilvægt að horfa til skaðaminnkandi úrræða en hingað til hafi verið gert allt of lítið. „Eru það fordómar eða eitthvað annað, ég ætla ekki að fullyrða um það. Ég veit bara að við þurfum að gera miklu miklu betur þar. Þetta er ákall, lífshættulegt og bráðdrepandi og við þurfum þessvegna að bregðast við því ákalli. Þetta er samfélagslegt verkefni, og það þarf hreinlega að skera upp herör.“ Varðandi Naloxon mótefni gegn ofskömmtun ópíóða segir Willum það til skoðunar að selja lyfið í lausasölu. „Þetta er mjög mikilvæg viðbót þegar fólk er í bráðaaðstæðum, andnauð, hjartastoppi. Fólk er óafvitandi að taka of sterk efni, það er erfitt fyrir sjúklinginn að átta sig á því hversu sterk efnin eru,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra.
Heilbrigðismál Fíkn SÁÁ Tengdar fréttir Ópíóðafaraldur: Í það minnsta tíu undir fertugu látið lífið það sem af er ári Yfirlæknir á Vogi segir tíu skjólstæðinga þeirra undir fertugu látist það sem af er árs. Hún segir fíknisjúkdóminn vera skaðræði og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. Einungis fjórðungur meðferða við ópíóðafíkn er greiddur af ríkinu. 25. apríl 2023 11:28 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Ópíóðafaraldur: Í það minnsta tíu undir fertugu látið lífið það sem af er ári Yfirlæknir á Vogi segir tíu skjólstæðinga þeirra undir fertugu látist það sem af er árs. Hún segir fíknisjúkdóminn vera skaðræði og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. Einungis fjórðungur meðferða við ópíóðafíkn er greiddur af ríkinu. 25. apríl 2023 11:28
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum