Lesblinda er algengari er áður hefur verið talið Snævar Ívarsson skrifar 24. apríl 2023 14:30 Kynntar hafa verið niðurstöður þriggja ára rannsóknar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir Félag lesblindra á Íslandi. Þær eru aðgengileg er á samfélagsmiðlum félagsins. Þær staðfesta að fimmti hver glímir við lesblindu. Hún er því mun algengari en áður hefur verið talið. Hvað er lesblinda? Lesblinda er algeng námsröskun sem hefur áhrif á getu einstaklings til að lesa, skrifa og stafa. Þetta tengist alls ekki greind einstaklinga. Lesblinda hefur áhrif á það hvernig heilinn vinnur úr rituðu og töluðu máli. Þetta geta verið erfiðleikar með hljóðvitund, erfiðleikar við að afkóða orð, hægur eða ónákvæmur lestur, erfiðleikar við stafsetningu og ritun og erfiðleikar við munnlega tungumálakunnáttu. Það er engin lækning til við lesblindu, en það er hægt að stjórna henni með inngripum, aðbúnaði og stuðningi. Það getur falið í sér sérhæfða lestrarkennslu, hjálpartæki eða skilning eins og lengri tíma til próftöku. Með stuðningi geta lesblindir einstaklingar náð góðum námsárangri og lifað ánægjulegu lífi. Mikilvægi greininga og stuðnings Áðurnefnd rannsókn staðfestir að allt að 20 prósent ungmenna á aldrinum 18-24 ára eru með lesblindu. Niðurstöður sýna að börn sem greind eru eftir 10 ára aldur glími frekar við kvíða en þeir sem fá greiningu undir 10 ára aldri og fá bjargir í framhaldinu. Þá eru þeir sem eru lesblindir og fá greiningu seint, líklegri til þess að vera hvorki á vinnumarkaði né í námi, en aðrir í aldurshópnum. Að auki kemur fram að lesblindir eru síður líklegir til þess að klára háskólanám en þeir sem eru ekki lesblindir. Hvað gerir félag lesblindra? Félag lesblindra á Íslandi vinnur að hagsmunamálum lesblindra til að jafna stöðu þeirra, í leik, starfi og menntun. Frá stofnun þess, árið 2003, hefur verið unnið markvisst að því að auka vitund og þekkingu á lesblindu. Við erum frjáls félagasamtök sem telja í dag um 2.400 félagsmenn. Við erum eingöngu rekin með sjálfsaflafé án beinna opinberra framlaga. Félagið aðstoðar lesblinda og vinnur með aðstandendum og þeim sem vinna í þeirra þágu, kennurum, skólastarfsfólki, yfirmönnum og samstarfsfélögum. Það felst í margvíslegum stuðningi og fræðslu sem félagið veitir félagsmönnum endurgjaldslaust. Einnig er veitt ráðgjöf varðandi réttindi lesblindra, greiningu og aðstoð innan skólakerfis og á vinnumarkaði. Sértæk ráðgjöf um hjálpartæki hefur aukist. Þá hafa kennarar og námsráðgjafar í auknum mæli leitað leiðsagnar og samstarfs við félagið enda sama markmið. Það er jafnframt full ástæða til að hvetja alla lesblinda til þátttöku í félaginu. Það er hægt að gera með skráningu á vef félagsins. www.lesblindir.is Hvatning til góðra verka Í gegnum árin hefur félagið unnið að ýmsum athugunum og könnunum um lesblindu á Íslandi en þessi rannsókn Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands er langítarlegasta rannsókn sem við höfum gert og sú fyrsta sinnar tegundar hérlendis. Ég fullyrði af reynslu minni af samstarfi við Evrópsk félög lesblindra að þessi viðamikla rannsókn hér á landi er einstök. Ég treysti því að niðurstöðurnar sanni að það góða verk sem Félag lesblindra hefur unnið, og þeim sem láta sig lesblindu varða, ættu að verða öllum hvatning til góðra verka. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags lesblindra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Kynntar hafa verið niðurstöður þriggja ára rannsóknar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir Félag lesblindra á Íslandi. Þær eru aðgengileg er á samfélagsmiðlum félagsins. Þær staðfesta að fimmti hver glímir við lesblindu. Hún er því mun algengari en áður hefur verið talið. Hvað er lesblinda? Lesblinda er algeng námsröskun sem hefur áhrif á getu einstaklings til að lesa, skrifa og stafa. Þetta tengist alls ekki greind einstaklinga. Lesblinda hefur áhrif á það hvernig heilinn vinnur úr rituðu og töluðu máli. Þetta geta verið erfiðleikar með hljóðvitund, erfiðleikar við að afkóða orð, hægur eða ónákvæmur lestur, erfiðleikar við stafsetningu og ritun og erfiðleikar við munnlega tungumálakunnáttu. Það er engin lækning til við lesblindu, en það er hægt að stjórna henni með inngripum, aðbúnaði og stuðningi. Það getur falið í sér sérhæfða lestrarkennslu, hjálpartæki eða skilning eins og lengri tíma til próftöku. Með stuðningi geta lesblindir einstaklingar náð góðum námsárangri og lifað ánægjulegu lífi. Mikilvægi greininga og stuðnings Áðurnefnd rannsókn staðfestir að allt að 20 prósent ungmenna á aldrinum 18-24 ára eru með lesblindu. Niðurstöður sýna að börn sem greind eru eftir 10 ára aldur glími frekar við kvíða en þeir sem fá greiningu undir 10 ára aldri og fá bjargir í framhaldinu. Þá eru þeir sem eru lesblindir og fá greiningu seint, líklegri til þess að vera hvorki á vinnumarkaði né í námi, en aðrir í aldurshópnum. Að auki kemur fram að lesblindir eru síður líklegir til þess að klára háskólanám en þeir sem eru ekki lesblindir. Hvað gerir félag lesblindra? Félag lesblindra á Íslandi vinnur að hagsmunamálum lesblindra til að jafna stöðu þeirra, í leik, starfi og menntun. Frá stofnun þess, árið 2003, hefur verið unnið markvisst að því að auka vitund og þekkingu á lesblindu. Við erum frjáls félagasamtök sem telja í dag um 2.400 félagsmenn. Við erum eingöngu rekin með sjálfsaflafé án beinna opinberra framlaga. Félagið aðstoðar lesblinda og vinnur með aðstandendum og þeim sem vinna í þeirra þágu, kennurum, skólastarfsfólki, yfirmönnum og samstarfsfélögum. Það felst í margvíslegum stuðningi og fræðslu sem félagið veitir félagsmönnum endurgjaldslaust. Einnig er veitt ráðgjöf varðandi réttindi lesblindra, greiningu og aðstoð innan skólakerfis og á vinnumarkaði. Sértæk ráðgjöf um hjálpartæki hefur aukist. Þá hafa kennarar og námsráðgjafar í auknum mæli leitað leiðsagnar og samstarfs við félagið enda sama markmið. Það er jafnframt full ástæða til að hvetja alla lesblinda til þátttöku í félaginu. Það er hægt að gera með skráningu á vef félagsins. www.lesblindir.is Hvatning til góðra verka Í gegnum árin hefur félagið unnið að ýmsum athugunum og könnunum um lesblindu á Íslandi en þessi rannsókn Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands er langítarlegasta rannsókn sem við höfum gert og sú fyrsta sinnar tegundar hérlendis. Ég fullyrði af reynslu minni af samstarfi við Evrópsk félög lesblindra að þessi viðamikla rannsókn hér á landi er einstök. Ég treysti því að niðurstöðurnar sanni að það góða verk sem Félag lesblindra hefur unnið, og þeim sem láta sig lesblindu varða, ættu að verða öllum hvatning til góðra verka. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags lesblindra.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun