Lesblinda er algengari er áður hefur verið talið Snævar Ívarsson skrifar 24. apríl 2023 14:30 Kynntar hafa verið niðurstöður þriggja ára rannsóknar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir Félag lesblindra á Íslandi. Þær eru aðgengileg er á samfélagsmiðlum félagsins. Þær staðfesta að fimmti hver glímir við lesblindu. Hún er því mun algengari en áður hefur verið talið. Hvað er lesblinda? Lesblinda er algeng námsröskun sem hefur áhrif á getu einstaklings til að lesa, skrifa og stafa. Þetta tengist alls ekki greind einstaklinga. Lesblinda hefur áhrif á það hvernig heilinn vinnur úr rituðu og töluðu máli. Þetta geta verið erfiðleikar með hljóðvitund, erfiðleikar við að afkóða orð, hægur eða ónákvæmur lestur, erfiðleikar við stafsetningu og ritun og erfiðleikar við munnlega tungumálakunnáttu. Það er engin lækning til við lesblindu, en það er hægt að stjórna henni með inngripum, aðbúnaði og stuðningi. Það getur falið í sér sérhæfða lestrarkennslu, hjálpartæki eða skilning eins og lengri tíma til próftöku. Með stuðningi geta lesblindir einstaklingar náð góðum námsárangri og lifað ánægjulegu lífi. Mikilvægi greininga og stuðnings Áðurnefnd rannsókn staðfestir að allt að 20 prósent ungmenna á aldrinum 18-24 ára eru með lesblindu. Niðurstöður sýna að börn sem greind eru eftir 10 ára aldur glími frekar við kvíða en þeir sem fá greiningu undir 10 ára aldri og fá bjargir í framhaldinu. Þá eru þeir sem eru lesblindir og fá greiningu seint, líklegri til þess að vera hvorki á vinnumarkaði né í námi, en aðrir í aldurshópnum. Að auki kemur fram að lesblindir eru síður líklegir til þess að klára háskólanám en þeir sem eru ekki lesblindir. Hvað gerir félag lesblindra? Félag lesblindra á Íslandi vinnur að hagsmunamálum lesblindra til að jafna stöðu þeirra, í leik, starfi og menntun. Frá stofnun þess, árið 2003, hefur verið unnið markvisst að því að auka vitund og þekkingu á lesblindu. Við erum frjáls félagasamtök sem telja í dag um 2.400 félagsmenn. Við erum eingöngu rekin með sjálfsaflafé án beinna opinberra framlaga. Félagið aðstoðar lesblinda og vinnur með aðstandendum og þeim sem vinna í þeirra þágu, kennurum, skólastarfsfólki, yfirmönnum og samstarfsfélögum. Það felst í margvíslegum stuðningi og fræðslu sem félagið veitir félagsmönnum endurgjaldslaust. Einnig er veitt ráðgjöf varðandi réttindi lesblindra, greiningu og aðstoð innan skólakerfis og á vinnumarkaði. Sértæk ráðgjöf um hjálpartæki hefur aukist. Þá hafa kennarar og námsráðgjafar í auknum mæli leitað leiðsagnar og samstarfs við félagið enda sama markmið. Það er jafnframt full ástæða til að hvetja alla lesblinda til þátttöku í félaginu. Það er hægt að gera með skráningu á vef félagsins. www.lesblindir.is Hvatning til góðra verka Í gegnum árin hefur félagið unnið að ýmsum athugunum og könnunum um lesblindu á Íslandi en þessi rannsókn Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands er langítarlegasta rannsókn sem við höfum gert og sú fyrsta sinnar tegundar hérlendis. Ég fullyrði af reynslu minni af samstarfi við Evrópsk félög lesblindra að þessi viðamikla rannsókn hér á landi er einstök. Ég treysti því að niðurstöðurnar sanni að það góða verk sem Félag lesblindra hefur unnið, og þeim sem láta sig lesblindu varða, ættu að verða öllum hvatning til góðra verka. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags lesblindra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Kynntar hafa verið niðurstöður þriggja ára rannsóknar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir Félag lesblindra á Íslandi. Þær eru aðgengileg er á samfélagsmiðlum félagsins. Þær staðfesta að fimmti hver glímir við lesblindu. Hún er því mun algengari en áður hefur verið talið. Hvað er lesblinda? Lesblinda er algeng námsröskun sem hefur áhrif á getu einstaklings til að lesa, skrifa og stafa. Þetta tengist alls ekki greind einstaklinga. Lesblinda hefur áhrif á það hvernig heilinn vinnur úr rituðu og töluðu máli. Þetta geta verið erfiðleikar með hljóðvitund, erfiðleikar við að afkóða orð, hægur eða ónákvæmur lestur, erfiðleikar við stafsetningu og ritun og erfiðleikar við munnlega tungumálakunnáttu. Það er engin lækning til við lesblindu, en það er hægt að stjórna henni með inngripum, aðbúnaði og stuðningi. Það getur falið í sér sérhæfða lestrarkennslu, hjálpartæki eða skilning eins og lengri tíma til próftöku. Með stuðningi geta lesblindir einstaklingar náð góðum námsárangri og lifað ánægjulegu lífi. Mikilvægi greininga og stuðnings Áðurnefnd rannsókn staðfestir að allt að 20 prósent ungmenna á aldrinum 18-24 ára eru með lesblindu. Niðurstöður sýna að börn sem greind eru eftir 10 ára aldur glími frekar við kvíða en þeir sem fá greiningu undir 10 ára aldri og fá bjargir í framhaldinu. Þá eru þeir sem eru lesblindir og fá greiningu seint, líklegri til þess að vera hvorki á vinnumarkaði né í námi, en aðrir í aldurshópnum. Að auki kemur fram að lesblindir eru síður líklegir til þess að klára háskólanám en þeir sem eru ekki lesblindir. Hvað gerir félag lesblindra? Félag lesblindra á Íslandi vinnur að hagsmunamálum lesblindra til að jafna stöðu þeirra, í leik, starfi og menntun. Frá stofnun þess, árið 2003, hefur verið unnið markvisst að því að auka vitund og þekkingu á lesblindu. Við erum frjáls félagasamtök sem telja í dag um 2.400 félagsmenn. Við erum eingöngu rekin með sjálfsaflafé án beinna opinberra framlaga. Félagið aðstoðar lesblinda og vinnur með aðstandendum og þeim sem vinna í þeirra þágu, kennurum, skólastarfsfólki, yfirmönnum og samstarfsfélögum. Það felst í margvíslegum stuðningi og fræðslu sem félagið veitir félagsmönnum endurgjaldslaust. Einnig er veitt ráðgjöf varðandi réttindi lesblindra, greiningu og aðstoð innan skólakerfis og á vinnumarkaði. Sértæk ráðgjöf um hjálpartæki hefur aukist. Þá hafa kennarar og námsráðgjafar í auknum mæli leitað leiðsagnar og samstarfs við félagið enda sama markmið. Það er jafnframt full ástæða til að hvetja alla lesblinda til þátttöku í félaginu. Það er hægt að gera með skráningu á vef félagsins. www.lesblindir.is Hvatning til góðra verka Í gegnum árin hefur félagið unnið að ýmsum athugunum og könnunum um lesblindu á Íslandi en þessi rannsókn Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands er langítarlegasta rannsókn sem við höfum gert og sú fyrsta sinnar tegundar hérlendis. Ég fullyrði af reynslu minni af samstarfi við Evrópsk félög lesblindra að þessi viðamikla rannsókn hér á landi er einstök. Ég treysti því að niðurstöðurnar sanni að það góða verk sem Félag lesblindra hefur unnið, og þeim sem láta sig lesblindu varða, ættu að verða öllum hvatning til góðra verka. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags lesblindra.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun