Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur - KR 3-0 | Víkingar með fullt hús stiga eftir stórsigur Stefán Snær Ágústsson skrifar 24. apríl 2023 21:10 Arnar Gunnlaugsson gat leyft sér að brosa í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Víkingur vann sannfærandi sigur á KR í stórleik 3. umferðar Bestu deildar karla í Víkinni í kvöld. Heimamenn áttu aldrei í vandræðum með óspennandi KR lið sem náði ekki að finna taktinn en munurinn á gæðunum í spilamennsku liðanna var augljós. Sterkur sigur Víkings var því óumflýjanlegur og liðið endar umferðina á toppi deildarinnar með fullt hús stiga, lokatölur 3-0. Leikurinn hófst rólega á meðan liðin mældu út andstæðinginn sinn en fljótlega fóru heimamenn að taka yfir gang leiksins. Pablo Punyed var ekki lengi að láta til sín taka inn á miðju Víkings en þessi snjalli leiðtogi skapaði fjölmörg færi úr föstum leikatriðum ásamt því að sjá um að boltinn flæddi vel á milli sinna manna. Kennie Chopart lenti í vandræðum með Danijel Dejan Djuric.Vísir/Hulda Margrét Var hann duglegur að finna Danijel Djuric sem keyrði ítrekað upp vinstri kantinn og átti vörn KR erfitt með að stöðva hann. Þessi efnilegi leikmaður náði að koma sér í fjölmörg hættuleg færi og skapaði gríðarlegu hættu í teig KR en það vantaði upp á lokasendinguna hjá þessum unga leikmanni, sem hann mun eflaust vinna í að bæta í sumar. Eftir fjölmargar vörslur frá markmanni KR, Simen Kjellevold, lág mark í loftinu og kom það á 31. mínútu þegar Logi Tómasson fann pláss fyrir utan teig gestanna og lét vaða með vinstri. Boltinn skaust beinustu leið upp í markhornið og var algjörlega óverjandi. Logi skoraði glæsilegt mark í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Víkingsmenn voru með verðskuldaða forystu en KR svaraði fyrir sig með því að sýna lífsmörk á lokamínútum fyrri hálfleiks, þótt ekkert hafi orðið úr því. Liðin fóru inn í klefa í hálfleik með eitt mark á milli sín. Heimaliðið þá með meiðslavandræði í vörn eftir að Oliver Ekroth þurfti að fara útaf eftir hálftíma og gestirnir að byrja að vakna aðeins til lífsins, staðan 1-0 fyrir Víking. Rúnar Kristinsson hefur ekki verið verið sáttur með fyrri hálfleikinn og henti strax í tvær skiptingar í hálfleik, Jóhannes Kristinn og Sigurður Bjartur teknir útaf fyrir Benoný Breka og Kristján Flóka til að reyna snúa við gengi leiksins. Rúnar Kristinsson hefur verið sáttari en í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Seinni hálfleikur fór hratt af stað og bæði liðin fengu færi. Pablo Punyed tók aftur við stjórn vallarins og dró að sér athygli, sem gerði pláss fyrir Danijel Djuric sem átti fjölmörg góð færi. Þung sóknarhrina heimamanna skilaði þó ekki marki og KR byrjaði að þefa af tækifærum. Vesturbæjarliðið pressaði hátt og byrjaði að taka áhættu með því að senda vinstri bakvörðinn Kristinn Jónssón hátt upp völlinn. Þetta olli því að pláss myndaðist fyrir aftan hann og nýtti Víkingur þetta varnarleysi með tveimur snöggum hraðaupphlaupsmörkum upp hægri kantinn. Fyrst var það frábær sending frá Nikolaj Hansen á 68. mínútu sem sleppti Birni Snæ einum í gegn til að skora sitt annað mark á tímabilinu. Aðeins fimm mínútum seinna var skyndisókn upp hægri kant gestanna eftir horn hjá KR. Arnór Borg komast einn á móti marki og lyfti boltanum snyrtilega yfir Simen Kjellevold, staðan orðin afgerandi og úrslitin klár, Víkingur með fullt hús stiga í deildinni og ekki búinn að fá á sig mark, lokatölur 3-0. Nikolaj Hansen var frábær í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Víkingur? Víkingsliðið var með yfirhöndina allan leikinn og náði KR liðið aldrei að sjá til sólar þrátt fyrir gott veður í Fossvoginum. Víkingsmenn spiluðu fullir sjálfstrausts, héldu ágætlega í boltann og voru yfirvegaðir. KR reyndi að spila á skyndisóknum upp vinstri kant með Theodór Elmari og Kristni Jónssyni en þrátt fyrir hættu náðu þeir ekki að uppskera mörk. Hverjir stóðu upp úr? Pablo Punyed réði ríkjum á vellinum en þessi snjalli leikmaður stjórnaði tempói leiksins. Boltinn virtist límdur við fót hans en KR náði ekki að taka hann þrátt fyrir að tvöfalda vörnina, sem bjó til pláss fyrir aðra leikmenn. Pablo tengdi vel með Danijel Djuric en þessi spennandi ungi leikmaður var hættulegasti maðurinn á vellinum og bjó til fjölmörg færi, þó vantaði bara upp á lokasendinguna. Spennandi verður að sjá samband þessara leikmanna þróast í sumar en þeir virðast ná vel saman inn á vellinum. Hvað gekk illa? Frammistaða KR var frekar látlaus og gekk hápressu skyndisóknar leikplan Rúnars Kristinssonar ekki upp. Allt virtist eiga fara í gegnum Theodór Elmar og Kristinn Jónsson á vinstri kantinum en gestirnir náðu ekki að virkja miðjuna sína og því varð ekkert mikið spil í þeirra leik heldur einkenndist hann meira af löngum sendingum og ósvöruðum fyrirgjöfum. Hvað gerist næst? KR fer heim í Vesturbæinn með margt að huga að enda munurinn á liðunum skýr en liðið mætir FH í Kaplakrika næstkomandi föstudag. Víkingur syndr um í sigurvímu en liðið er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga og á eftir að fá á sig mark. Heimaleikjahrinan heldur áfram en Fossvogsliðið fær KA frá Akureyri í heimsókn næsta laugardag. Vitum að við erum í geggjuðu formi Pablo Punyed var að vonum sáttur eftir leik.Vísir/Hulda Margrét „Geggjaður leikur. Víkingur á móti KR er alltaf stór leikur. Þeir voru mjög sprækir í fyrri hálfleik og fengu ágætis færi en Ingvar stóð sig vel og við vorum að verjast eins og her. Ég er þvílíkt ánægður með frammistöðuna hjá öllum.“ Víkingsmenn voru sannfærandi í leiknum en sterk liðsframmistaða skilaði þeim stigunum þremur. „Við vitum að við erum í geggjuðu formi og allir að hlaupa fyrir alla. Þeir sem komu inn á lyftu levelinu, við eigum hóp þar sem allir sem koma inn á geta hjálpað okkur.“ Pablo og hin ungi Danijel Djuric voru bestu leikmenn vallarins en Pablo var duglegur að finna liðsfélaga sinn í leiknum. „Danni fyrir mig er geggjaður leikmaður. Hann býr til færi úr engu og markmið mitt er að gefa honum boltann, eins og það var hjá Kristal Mána þegar hann var hjá okkur hér. Við reynum að finna þessa leikmenn eins og Binna og Danna sem eru að búa til eitthvað úr engu.“ Sigur Víkings er fyrsti sigur liðsins gegn KR á heimavelli í deildinni síðan 2016, en stjörnuleikmaðurinn en er afar sáttur að hafa snúið þeirri tölfræði við. „Það er geggjað, KR er alltaf KR og þeir eru búnir að vera sterkir. Við vissum að þeir væru að fara mæta til leiks, og þeir gerðu það. Sem betur fer skoraði Logi geggjað mark sem opnaði leikinn og hann fór eins og hann fór.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Víkingur Reykjavík
Víkingur vann sannfærandi sigur á KR í stórleik 3. umferðar Bestu deildar karla í Víkinni í kvöld. Heimamenn áttu aldrei í vandræðum með óspennandi KR lið sem náði ekki að finna taktinn en munurinn á gæðunum í spilamennsku liðanna var augljós. Sterkur sigur Víkings var því óumflýjanlegur og liðið endar umferðina á toppi deildarinnar með fullt hús stiga, lokatölur 3-0. Leikurinn hófst rólega á meðan liðin mældu út andstæðinginn sinn en fljótlega fóru heimamenn að taka yfir gang leiksins. Pablo Punyed var ekki lengi að láta til sín taka inn á miðju Víkings en þessi snjalli leiðtogi skapaði fjölmörg færi úr föstum leikatriðum ásamt því að sjá um að boltinn flæddi vel á milli sinna manna. Kennie Chopart lenti í vandræðum með Danijel Dejan Djuric.Vísir/Hulda Margrét Var hann duglegur að finna Danijel Djuric sem keyrði ítrekað upp vinstri kantinn og átti vörn KR erfitt með að stöðva hann. Þessi efnilegi leikmaður náði að koma sér í fjölmörg hættuleg færi og skapaði gríðarlegu hættu í teig KR en það vantaði upp á lokasendinguna hjá þessum unga leikmanni, sem hann mun eflaust vinna í að bæta í sumar. Eftir fjölmargar vörslur frá markmanni KR, Simen Kjellevold, lág mark í loftinu og kom það á 31. mínútu þegar Logi Tómasson fann pláss fyrir utan teig gestanna og lét vaða með vinstri. Boltinn skaust beinustu leið upp í markhornið og var algjörlega óverjandi. Logi skoraði glæsilegt mark í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Víkingsmenn voru með verðskuldaða forystu en KR svaraði fyrir sig með því að sýna lífsmörk á lokamínútum fyrri hálfleiks, þótt ekkert hafi orðið úr því. Liðin fóru inn í klefa í hálfleik með eitt mark á milli sín. Heimaliðið þá með meiðslavandræði í vörn eftir að Oliver Ekroth þurfti að fara útaf eftir hálftíma og gestirnir að byrja að vakna aðeins til lífsins, staðan 1-0 fyrir Víking. Rúnar Kristinsson hefur ekki verið verið sáttur með fyrri hálfleikinn og henti strax í tvær skiptingar í hálfleik, Jóhannes Kristinn og Sigurður Bjartur teknir útaf fyrir Benoný Breka og Kristján Flóka til að reyna snúa við gengi leiksins. Rúnar Kristinsson hefur verið sáttari en í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Seinni hálfleikur fór hratt af stað og bæði liðin fengu færi. Pablo Punyed tók aftur við stjórn vallarins og dró að sér athygli, sem gerði pláss fyrir Danijel Djuric sem átti fjölmörg góð færi. Þung sóknarhrina heimamanna skilaði þó ekki marki og KR byrjaði að þefa af tækifærum. Vesturbæjarliðið pressaði hátt og byrjaði að taka áhættu með því að senda vinstri bakvörðinn Kristinn Jónssón hátt upp völlinn. Þetta olli því að pláss myndaðist fyrir aftan hann og nýtti Víkingur þetta varnarleysi með tveimur snöggum hraðaupphlaupsmörkum upp hægri kantinn. Fyrst var það frábær sending frá Nikolaj Hansen á 68. mínútu sem sleppti Birni Snæ einum í gegn til að skora sitt annað mark á tímabilinu. Aðeins fimm mínútum seinna var skyndisókn upp hægri kant gestanna eftir horn hjá KR. Arnór Borg komast einn á móti marki og lyfti boltanum snyrtilega yfir Simen Kjellevold, staðan orðin afgerandi og úrslitin klár, Víkingur með fullt hús stiga í deildinni og ekki búinn að fá á sig mark, lokatölur 3-0. Nikolaj Hansen var frábær í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Víkingur? Víkingsliðið var með yfirhöndina allan leikinn og náði KR liðið aldrei að sjá til sólar þrátt fyrir gott veður í Fossvoginum. Víkingsmenn spiluðu fullir sjálfstrausts, héldu ágætlega í boltann og voru yfirvegaðir. KR reyndi að spila á skyndisóknum upp vinstri kant með Theodór Elmari og Kristni Jónssyni en þrátt fyrir hættu náðu þeir ekki að uppskera mörk. Hverjir stóðu upp úr? Pablo Punyed réði ríkjum á vellinum en þessi snjalli leikmaður stjórnaði tempói leiksins. Boltinn virtist límdur við fót hans en KR náði ekki að taka hann þrátt fyrir að tvöfalda vörnina, sem bjó til pláss fyrir aðra leikmenn. Pablo tengdi vel með Danijel Djuric en þessi spennandi ungi leikmaður var hættulegasti maðurinn á vellinum og bjó til fjölmörg færi, þó vantaði bara upp á lokasendinguna. Spennandi verður að sjá samband þessara leikmanna þróast í sumar en þeir virðast ná vel saman inn á vellinum. Hvað gekk illa? Frammistaða KR var frekar látlaus og gekk hápressu skyndisóknar leikplan Rúnars Kristinssonar ekki upp. Allt virtist eiga fara í gegnum Theodór Elmar og Kristinn Jónsson á vinstri kantinum en gestirnir náðu ekki að virkja miðjuna sína og því varð ekkert mikið spil í þeirra leik heldur einkenndist hann meira af löngum sendingum og ósvöruðum fyrirgjöfum. Hvað gerist næst? KR fer heim í Vesturbæinn með margt að huga að enda munurinn á liðunum skýr en liðið mætir FH í Kaplakrika næstkomandi föstudag. Víkingur syndr um í sigurvímu en liðið er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga og á eftir að fá á sig mark. Heimaleikjahrinan heldur áfram en Fossvogsliðið fær KA frá Akureyri í heimsókn næsta laugardag. Vitum að við erum í geggjuðu formi Pablo Punyed var að vonum sáttur eftir leik.Vísir/Hulda Margrét „Geggjaður leikur. Víkingur á móti KR er alltaf stór leikur. Þeir voru mjög sprækir í fyrri hálfleik og fengu ágætis færi en Ingvar stóð sig vel og við vorum að verjast eins og her. Ég er þvílíkt ánægður með frammistöðuna hjá öllum.“ Víkingsmenn voru sannfærandi í leiknum en sterk liðsframmistaða skilaði þeim stigunum þremur. „Við vitum að við erum í geggjuðu formi og allir að hlaupa fyrir alla. Þeir sem komu inn á lyftu levelinu, við eigum hóp þar sem allir sem koma inn á geta hjálpað okkur.“ Pablo og hin ungi Danijel Djuric voru bestu leikmenn vallarins en Pablo var duglegur að finna liðsfélaga sinn í leiknum. „Danni fyrir mig er geggjaður leikmaður. Hann býr til færi úr engu og markmið mitt er að gefa honum boltann, eins og það var hjá Kristal Mána þegar hann var hjá okkur hér. Við reynum að finna þessa leikmenn eins og Binna og Danna sem eru að búa til eitthvað úr engu.“ Sigur Víkings er fyrsti sigur liðsins gegn KR á heimavelli í deildinni síðan 2016, en stjörnuleikmaðurinn en er afar sáttur að hafa snúið þeirri tölfræði við. „Það er geggjað, KR er alltaf KR og þeir eru búnir að vera sterkir. Við vissum að þeir væru að fara mæta til leiks, og þeir gerðu það. Sem betur fer skoraði Logi geggjað mark sem opnaði leikinn og hann fór eins og hann fór.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti