Slegið á fingur Hafnarfjarðarbæjar vegna einveruherbergisins Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. apríl 2023 11:54 Ráðuneytið gerir athugasemdir við meðferð Hafnarfjarðarbæjar á máli níu ára barns sem lokað var inni í einveruherbergi. Vísir/Vilhelm Hafnarfjarðarbær braut lög við meðferð á máli barns, sem var gegn vilja sínum flutt í svokallað einveruherbergi í grunnskóla í bænum. Þetta kemur fram í sérstöku áliti mennta- og barnamálaráðuneytisins í málinu, þar sem ráðuneytið gagnrýnir meðal annars samskipti bæjarstarfsmanna við foreldra barnsins eftir atvikið. Barnið var níu ára þegar atvikið varð en það var lokað inni í einveruherberginu eftir að hafa farið inn á stjórnendaskrifstofu og velt til munum. Greint var frá úrskurði ráðuneytisins í málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina; þ.e. að brotið hefði verið gegn barninu með innilokuninni. Samhliða úrskurðinum sendi ráðuneytið Hafnarfjarðarbæ sérstakt álit en foreldrar barnsins gerðu alvarlegar athugasemdir við meðferð bæjarins á málinu og hvernig samskiptum hefði verið háttað eftir atvikið; lýstu skilningsleysi og dónaskap. Foreldrana og starfsfólk greindi til að mynda á um hvernig skólavist barnsins ætti að vera háttað eftir atvikið. Bærinn vildi að barnið færi í sérúrræði en foreldrarnir að það héldi áfram í sínum skóla. Slit hafi orðið á samskiptum, að frumkvæði foreldra, og bærinn meðal annars vísað til þess að foreldrarnir hafi „rekið mál sitt í fjölmiðlum“. Ráðuneytið telur hins vegar að meðferð bæjarins á málinu hafi ekki verið í samræmi við lög; bærinn megi ekki koma sér hjá því að finna lausn á málinu með þeim hætti sem hann gerði. Framvegis verði bærinn að gæta betur að svörum til foreldra og gæta betur að þeim farvegi sem ágreiningur um skólavist barna er lagður í hjá bænum. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri gaf ekki kost á viðtali vegna málsins fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar en fréttastofa fékk senda yfirlýsingu frá bænum. Þar segir að Hafnarfjarðarbær tjái sig ekki um einstök mál nemenda. Almennt teljist líkamleg inngrip til undantekninga í skólastarfi. Skólayfirvöld leggi áherslu á að hafa farsæld og öryggi barna og starfsmanna í fyrirrúmi. Yfirlýsing Hafnarfjarðarbæjar í heild: Hafnarfjarðarbær tjáir sig ekki um einstök mál er varða nemendur í skólum bæjarins. Markmið sveitarfélagsins er ávallt að tryggja úrræði sem setja heildarhagsmuni nemenda og skólastarfs í forgang. Í því skyni er leitað sérlausna sem sniðin eru að einstökum tilvikum, byggðum á ytri greiningum og ráðgjöf. Líkamleg inngrip teljast til undantekninga í skólastarfi og er ein vandasamasta og þungbærasta ákvörðun sem starfsmaður getur staðið frammi fyrir. Skólayfirvöld í Hafnarfirði leggja áherslu á að tryggja öruggar og uppbyggilegar aðstæður og úrræði í skólaumhverfi þar sem farsæld og öryggi allra barna og starfsmanna er í fyrirrúmi. Hafnarfjörður Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Stjórnvöld gefast upp á farsæld barna Stjórnvöld hafa gefist upp á farsæld barna. Þau leggja fram einhver frumvörp, setja göfug markmið, senda út fallegar yfirlýsingar til fjölmiðla, halda ráðstefnur og hrósa sjalfum sér daglega. En hvað skilja þau eftir? 24. apríl 2023 11:00 Hafa beint því til grunnskóla að loka börn ekki inni í „gulum herbergjum" Umboðsmaður Alþingis telur ljóst að mál sem tengjast frelsissviptingu barna í grunnskólum séu flóknari og víðtækari en almennt hafi verið talið. Menntamálaráðherra segir að afstaða ráðuneytisins sé skýr; það sé ólöglegt að vera með sérstök herbergi í grunnskólum þar sem nemendur séu læstir inni. 11. nóvember 2021 07:00 Kennari og starfsmenn skóla kærðir fyrir innilokun barns Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest að embættið sé að rannsaka mál er varðar ofbeldi gegn barni í skóla á höfuðborgarsvæðinu. 2. nóvember 2021 07:06 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Barnið var níu ára þegar atvikið varð en það var lokað inni í einveruherberginu eftir að hafa farið inn á stjórnendaskrifstofu og velt til munum. Greint var frá úrskurði ráðuneytisins í málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina; þ.e. að brotið hefði verið gegn barninu með innilokuninni. Samhliða úrskurðinum sendi ráðuneytið Hafnarfjarðarbæ sérstakt álit en foreldrar barnsins gerðu alvarlegar athugasemdir við meðferð bæjarins á málinu og hvernig samskiptum hefði verið háttað eftir atvikið; lýstu skilningsleysi og dónaskap. Foreldrana og starfsfólk greindi til að mynda á um hvernig skólavist barnsins ætti að vera háttað eftir atvikið. Bærinn vildi að barnið færi í sérúrræði en foreldrarnir að það héldi áfram í sínum skóla. Slit hafi orðið á samskiptum, að frumkvæði foreldra, og bærinn meðal annars vísað til þess að foreldrarnir hafi „rekið mál sitt í fjölmiðlum“. Ráðuneytið telur hins vegar að meðferð bæjarins á málinu hafi ekki verið í samræmi við lög; bærinn megi ekki koma sér hjá því að finna lausn á málinu með þeim hætti sem hann gerði. Framvegis verði bærinn að gæta betur að svörum til foreldra og gæta betur að þeim farvegi sem ágreiningur um skólavist barna er lagður í hjá bænum. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri gaf ekki kost á viðtali vegna málsins fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar en fréttastofa fékk senda yfirlýsingu frá bænum. Þar segir að Hafnarfjarðarbær tjái sig ekki um einstök mál nemenda. Almennt teljist líkamleg inngrip til undantekninga í skólastarfi. Skólayfirvöld leggi áherslu á að hafa farsæld og öryggi barna og starfsmanna í fyrirrúmi. Yfirlýsing Hafnarfjarðarbæjar í heild: Hafnarfjarðarbær tjáir sig ekki um einstök mál er varða nemendur í skólum bæjarins. Markmið sveitarfélagsins er ávallt að tryggja úrræði sem setja heildarhagsmuni nemenda og skólastarfs í forgang. Í því skyni er leitað sérlausna sem sniðin eru að einstökum tilvikum, byggðum á ytri greiningum og ráðgjöf. Líkamleg inngrip teljast til undantekninga í skólastarfi og er ein vandasamasta og þungbærasta ákvörðun sem starfsmaður getur staðið frammi fyrir. Skólayfirvöld í Hafnarfirði leggja áherslu á að tryggja öruggar og uppbyggilegar aðstæður og úrræði í skólaumhverfi þar sem farsæld og öryggi allra barna og starfsmanna er í fyrirrúmi.
Hafnarfjarðarbær tjáir sig ekki um einstök mál er varða nemendur í skólum bæjarins. Markmið sveitarfélagsins er ávallt að tryggja úrræði sem setja heildarhagsmuni nemenda og skólastarfs í forgang. Í því skyni er leitað sérlausna sem sniðin eru að einstökum tilvikum, byggðum á ytri greiningum og ráðgjöf. Líkamleg inngrip teljast til undantekninga í skólastarfi og er ein vandasamasta og þungbærasta ákvörðun sem starfsmaður getur staðið frammi fyrir. Skólayfirvöld í Hafnarfirði leggja áherslu á að tryggja öruggar og uppbyggilegar aðstæður og úrræði í skólaumhverfi þar sem farsæld og öryggi allra barna og starfsmanna er í fyrirrúmi.
Hafnarfjörður Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Stjórnvöld gefast upp á farsæld barna Stjórnvöld hafa gefist upp á farsæld barna. Þau leggja fram einhver frumvörp, setja göfug markmið, senda út fallegar yfirlýsingar til fjölmiðla, halda ráðstefnur og hrósa sjalfum sér daglega. En hvað skilja þau eftir? 24. apríl 2023 11:00 Hafa beint því til grunnskóla að loka börn ekki inni í „gulum herbergjum" Umboðsmaður Alþingis telur ljóst að mál sem tengjast frelsissviptingu barna í grunnskólum séu flóknari og víðtækari en almennt hafi verið talið. Menntamálaráðherra segir að afstaða ráðuneytisins sé skýr; það sé ólöglegt að vera með sérstök herbergi í grunnskólum þar sem nemendur séu læstir inni. 11. nóvember 2021 07:00 Kennari og starfsmenn skóla kærðir fyrir innilokun barns Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest að embættið sé að rannsaka mál er varðar ofbeldi gegn barni í skóla á höfuðborgarsvæðinu. 2. nóvember 2021 07:06 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Stjórnvöld gefast upp á farsæld barna Stjórnvöld hafa gefist upp á farsæld barna. Þau leggja fram einhver frumvörp, setja göfug markmið, senda út fallegar yfirlýsingar til fjölmiðla, halda ráðstefnur og hrósa sjalfum sér daglega. En hvað skilja þau eftir? 24. apríl 2023 11:00
Hafa beint því til grunnskóla að loka börn ekki inni í „gulum herbergjum" Umboðsmaður Alþingis telur ljóst að mál sem tengjast frelsissviptingu barna í grunnskólum séu flóknari og víðtækari en almennt hafi verið talið. Menntamálaráðherra segir að afstaða ráðuneytisins sé skýr; það sé ólöglegt að vera með sérstök herbergi í grunnskólum þar sem nemendur séu læstir inni. 11. nóvember 2021 07:00
Kennari og starfsmenn skóla kærðir fyrir innilokun barns Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest að embættið sé að rannsaka mál er varðar ofbeldi gegn barni í skóla á höfuðborgarsvæðinu. 2. nóvember 2021 07:06