„Þetta er svipað því að vera lokaður inni í íbúð“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. apríl 2023 11:58 Páll Winkel fangelsismálastjóri. Vísir/Vilhelm Tveir hinna handteknu í manndrápsmálinu í Hafnarfirði eru í einangrunarúrræði á vegum barnaverndaryfirvalda, þar sem þeir eru undir átján ára. Þriðji sakborningurinn, sem einnig er undir lögaldri, er á Hólmsheiði. Fangelsismálastjóri segir kappkostað við að draga úr neikvæðum áhrifum einangrunar á börn þegar svo ber undir. Aðeins einn sakborninganna fjögurra hefur náð átján ára aldri, en sá er vistaður í hefðbundið einangrunargæsluvarðhald á Hólmsheiði. Barnið sem er á Hólmsheiði er þar vegna plássleysis á Stuðlum. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir meginregluna að börn vistist ekki í fangelsi. „Það hefur ekki áður komið upp að svo mörg börn sæti einangrun samkvæmt úrskurði dómara og þá er það aftur meginreglan að þau séu vistuð hjá barnaverndaryfirvöldum á Stuðlum. En við grípum inn í og aðstoðum þegar plássleysi háir þeim,“ segir Páll. Mikil áhersla sé lögð á að einangrun sé eins lítið íþyngjandi fyrir barn eins og mögulegt er. „Við gátum í þessu tilfelli tekið heila deild undir þennan einstakling. Þannig að hann er ekki lokaður inni á klefa sínum allan sólarhringinn, heldur hefur nokkuð gott aðgengi um stórt svæði.“ Viðkomandi hafi gott svæði til útivistar og að mörgu leyti gildi sömu reglur um hann og hefðbundna fanga, en hann hitti þó ekki aðra. Þar með sé rannsóknarhagsmunum ekki ógnað. „Engu að síður er rúmt um hann. Þetta er svipað því að vera lokaður inni í íbúð,“ segir Páll. Gerir ráð fyrir að lögregla leysi málið hratt Fjórmenningarnir hafa verið úrskurðaðir í einangrun til fimmtudagsins 27. apríl. „Ég geri ráð fyrir því að lögregla losi viðkomandi úr einangruninni eins fljótt og mögulegt er, eins og hún gerir jafnan í þessum tilfellum. Þau eru meðvituð um hversu alvarlegt inngrip svona einangrun er,“ segir Páll. Lögreglumál Fangelsismál Barnavernd Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Hafnarfjörður Tengdar fréttir Tenging við uppruna fyrsta sem margir Pólverjar óttuðust Pólsk kona segir að þó ekki sé talið að manndráp á pólskum manni á fimmtudagskvöld hafi tengst uppruna hans, hafi það verið það fyrsta sem margir Pólverjar á Íslandi óttuðust. Hún segir mál sem þetta setja gjá á milli fólks af mismunandi uppruna. 22. apríl 2023 21:15 Fjölmenni sótti bænastund til stuðnings fjölskyldu hins látna Haldin var bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar stunguárásar fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði á fimmtudag. 22. apríl 2023 16:46 Myndefni og tilkynning vitnis skipti miklu fyrir rannsóknina Lögregla skoðar nú gögn úr eftirlitsmyndavélum í nágrenni Fjarðarkaupa í Hafnarfirði til að varpa ljósi á árásina sem leiddi til dauða pólsks manns á þrítugsaldri á fimmtudagskvöld. Fjórir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 22. apríl 2023 11:48 Mest lesið Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Mest seldu bílar í Evrópu í nóvember Bílar „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Aðeins einn sakborninganna fjögurra hefur náð átján ára aldri, en sá er vistaður í hefðbundið einangrunargæsluvarðhald á Hólmsheiði. Barnið sem er á Hólmsheiði er þar vegna plássleysis á Stuðlum. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir meginregluna að börn vistist ekki í fangelsi. „Það hefur ekki áður komið upp að svo mörg börn sæti einangrun samkvæmt úrskurði dómara og þá er það aftur meginreglan að þau séu vistuð hjá barnaverndaryfirvöldum á Stuðlum. En við grípum inn í og aðstoðum þegar plássleysi háir þeim,“ segir Páll. Mikil áhersla sé lögð á að einangrun sé eins lítið íþyngjandi fyrir barn eins og mögulegt er. „Við gátum í þessu tilfelli tekið heila deild undir þennan einstakling. Þannig að hann er ekki lokaður inni á klefa sínum allan sólarhringinn, heldur hefur nokkuð gott aðgengi um stórt svæði.“ Viðkomandi hafi gott svæði til útivistar og að mörgu leyti gildi sömu reglur um hann og hefðbundna fanga, en hann hitti þó ekki aðra. Þar með sé rannsóknarhagsmunum ekki ógnað. „Engu að síður er rúmt um hann. Þetta er svipað því að vera lokaður inni í íbúð,“ segir Páll. Gerir ráð fyrir að lögregla leysi málið hratt Fjórmenningarnir hafa verið úrskurðaðir í einangrun til fimmtudagsins 27. apríl. „Ég geri ráð fyrir því að lögregla losi viðkomandi úr einangruninni eins fljótt og mögulegt er, eins og hún gerir jafnan í þessum tilfellum. Þau eru meðvituð um hversu alvarlegt inngrip svona einangrun er,“ segir Páll.
Lögreglumál Fangelsismál Barnavernd Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Hafnarfjörður Tengdar fréttir Tenging við uppruna fyrsta sem margir Pólverjar óttuðust Pólsk kona segir að þó ekki sé talið að manndráp á pólskum manni á fimmtudagskvöld hafi tengst uppruna hans, hafi það verið það fyrsta sem margir Pólverjar á Íslandi óttuðust. Hún segir mál sem þetta setja gjá á milli fólks af mismunandi uppruna. 22. apríl 2023 21:15 Fjölmenni sótti bænastund til stuðnings fjölskyldu hins látna Haldin var bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar stunguárásar fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði á fimmtudag. 22. apríl 2023 16:46 Myndefni og tilkynning vitnis skipti miklu fyrir rannsóknina Lögregla skoðar nú gögn úr eftirlitsmyndavélum í nágrenni Fjarðarkaupa í Hafnarfirði til að varpa ljósi á árásina sem leiddi til dauða pólsks manns á þrítugsaldri á fimmtudagskvöld. Fjórir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 22. apríl 2023 11:48 Mest lesið Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Mest seldu bílar í Evrópu í nóvember Bílar „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Tenging við uppruna fyrsta sem margir Pólverjar óttuðust Pólsk kona segir að þó ekki sé talið að manndráp á pólskum manni á fimmtudagskvöld hafi tengst uppruna hans, hafi það verið það fyrsta sem margir Pólverjar á Íslandi óttuðust. Hún segir mál sem þetta setja gjá á milli fólks af mismunandi uppruna. 22. apríl 2023 21:15
Fjölmenni sótti bænastund til stuðnings fjölskyldu hins látna Haldin var bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar stunguárásar fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði á fimmtudag. 22. apríl 2023 16:46
Myndefni og tilkynning vitnis skipti miklu fyrir rannsóknina Lögregla skoðar nú gögn úr eftirlitsmyndavélum í nágrenni Fjarðarkaupa í Hafnarfirði til að varpa ljósi á árásina sem leiddi til dauða pólsks manns á þrítugsaldri á fimmtudagskvöld. Fjórir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 22. apríl 2023 11:48