„Þetta er svipað því að vera lokaður inni í íbúð“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. apríl 2023 11:58 Páll Winkel fangelsismálastjóri. Vísir/Vilhelm Tveir hinna handteknu í manndrápsmálinu í Hafnarfirði eru í einangrunarúrræði á vegum barnaverndaryfirvalda, þar sem þeir eru undir átján ára. Þriðji sakborningurinn, sem einnig er undir lögaldri, er á Hólmsheiði. Fangelsismálastjóri segir kappkostað við að draga úr neikvæðum áhrifum einangrunar á börn þegar svo ber undir. Aðeins einn sakborninganna fjögurra hefur náð átján ára aldri, en sá er vistaður í hefðbundið einangrunargæsluvarðhald á Hólmsheiði. Barnið sem er á Hólmsheiði er þar vegna plássleysis á Stuðlum. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir meginregluna að börn vistist ekki í fangelsi. „Það hefur ekki áður komið upp að svo mörg börn sæti einangrun samkvæmt úrskurði dómara og þá er það aftur meginreglan að þau séu vistuð hjá barnaverndaryfirvöldum á Stuðlum. En við grípum inn í og aðstoðum þegar plássleysi háir þeim,“ segir Páll. Mikil áhersla sé lögð á að einangrun sé eins lítið íþyngjandi fyrir barn eins og mögulegt er. „Við gátum í þessu tilfelli tekið heila deild undir þennan einstakling. Þannig að hann er ekki lokaður inni á klefa sínum allan sólarhringinn, heldur hefur nokkuð gott aðgengi um stórt svæði.“ Viðkomandi hafi gott svæði til útivistar og að mörgu leyti gildi sömu reglur um hann og hefðbundna fanga, en hann hitti þó ekki aðra. Þar með sé rannsóknarhagsmunum ekki ógnað. „Engu að síður er rúmt um hann. Þetta er svipað því að vera lokaður inni í íbúð,“ segir Páll. Gerir ráð fyrir að lögregla leysi málið hratt Fjórmenningarnir hafa verið úrskurðaðir í einangrun til fimmtudagsins 27. apríl. „Ég geri ráð fyrir því að lögregla losi viðkomandi úr einangruninni eins fljótt og mögulegt er, eins og hún gerir jafnan í þessum tilfellum. Þau eru meðvituð um hversu alvarlegt inngrip svona einangrun er,“ segir Páll. Lögreglumál Fangelsismál Barnavernd Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Hafnarfjörður Tengdar fréttir Tenging við uppruna fyrsta sem margir Pólverjar óttuðust Pólsk kona segir að þó ekki sé talið að manndráp á pólskum manni á fimmtudagskvöld hafi tengst uppruna hans, hafi það verið það fyrsta sem margir Pólverjar á Íslandi óttuðust. Hún segir mál sem þetta setja gjá á milli fólks af mismunandi uppruna. 22. apríl 2023 21:15 Fjölmenni sótti bænastund til stuðnings fjölskyldu hins látna Haldin var bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar stunguárásar fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði á fimmtudag. 22. apríl 2023 16:46 Myndefni og tilkynning vitnis skipti miklu fyrir rannsóknina Lögregla skoðar nú gögn úr eftirlitsmyndavélum í nágrenni Fjarðarkaupa í Hafnarfirði til að varpa ljósi á árásina sem leiddi til dauða pólsks manns á þrítugsaldri á fimmtudagskvöld. Fjórir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 22. apríl 2023 11:48 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Aðeins einn sakborninganna fjögurra hefur náð átján ára aldri, en sá er vistaður í hefðbundið einangrunargæsluvarðhald á Hólmsheiði. Barnið sem er á Hólmsheiði er þar vegna plássleysis á Stuðlum. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir meginregluna að börn vistist ekki í fangelsi. „Það hefur ekki áður komið upp að svo mörg börn sæti einangrun samkvæmt úrskurði dómara og þá er það aftur meginreglan að þau séu vistuð hjá barnaverndaryfirvöldum á Stuðlum. En við grípum inn í og aðstoðum þegar plássleysi háir þeim,“ segir Páll. Mikil áhersla sé lögð á að einangrun sé eins lítið íþyngjandi fyrir barn eins og mögulegt er. „Við gátum í þessu tilfelli tekið heila deild undir þennan einstakling. Þannig að hann er ekki lokaður inni á klefa sínum allan sólarhringinn, heldur hefur nokkuð gott aðgengi um stórt svæði.“ Viðkomandi hafi gott svæði til útivistar og að mörgu leyti gildi sömu reglur um hann og hefðbundna fanga, en hann hitti þó ekki aðra. Þar með sé rannsóknarhagsmunum ekki ógnað. „Engu að síður er rúmt um hann. Þetta er svipað því að vera lokaður inni í íbúð,“ segir Páll. Gerir ráð fyrir að lögregla leysi málið hratt Fjórmenningarnir hafa verið úrskurðaðir í einangrun til fimmtudagsins 27. apríl. „Ég geri ráð fyrir því að lögregla losi viðkomandi úr einangruninni eins fljótt og mögulegt er, eins og hún gerir jafnan í þessum tilfellum. Þau eru meðvituð um hversu alvarlegt inngrip svona einangrun er,“ segir Páll.
Lögreglumál Fangelsismál Barnavernd Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Hafnarfjörður Tengdar fréttir Tenging við uppruna fyrsta sem margir Pólverjar óttuðust Pólsk kona segir að þó ekki sé talið að manndráp á pólskum manni á fimmtudagskvöld hafi tengst uppruna hans, hafi það verið það fyrsta sem margir Pólverjar á Íslandi óttuðust. Hún segir mál sem þetta setja gjá á milli fólks af mismunandi uppruna. 22. apríl 2023 21:15 Fjölmenni sótti bænastund til stuðnings fjölskyldu hins látna Haldin var bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar stunguárásar fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði á fimmtudag. 22. apríl 2023 16:46 Myndefni og tilkynning vitnis skipti miklu fyrir rannsóknina Lögregla skoðar nú gögn úr eftirlitsmyndavélum í nágrenni Fjarðarkaupa í Hafnarfirði til að varpa ljósi á árásina sem leiddi til dauða pólsks manns á þrítugsaldri á fimmtudagskvöld. Fjórir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 22. apríl 2023 11:48 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Tenging við uppruna fyrsta sem margir Pólverjar óttuðust Pólsk kona segir að þó ekki sé talið að manndráp á pólskum manni á fimmtudagskvöld hafi tengst uppruna hans, hafi það verið það fyrsta sem margir Pólverjar á Íslandi óttuðust. Hún segir mál sem þetta setja gjá á milli fólks af mismunandi uppruna. 22. apríl 2023 21:15
Fjölmenni sótti bænastund til stuðnings fjölskyldu hins látna Haldin var bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar stunguárásar fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði á fimmtudag. 22. apríl 2023 16:46
Myndefni og tilkynning vitnis skipti miklu fyrir rannsóknina Lögregla skoðar nú gögn úr eftirlitsmyndavélum í nágrenni Fjarðarkaupa í Hafnarfirði til að varpa ljósi á árásina sem leiddi til dauða pólsks manns á þrítugsaldri á fimmtudagskvöld. Fjórir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 22. apríl 2023 11:48