Teflir Landsnet orkuöryggi á Suðurnesjum í tvísýnu? Stefán Georgsson skrifar 21. apríl 2023 11:01 Nýkomin er út skýrsla á vegum Landsnets sem hefur titilinn Suðurnesjalína 2 - greining á tjónnæmi vegna jarðvár. Skýrslan er kynnt með mjög afgerandi fyrirsögn á heimasíðu Landsnets: “Loftlína betri kostur en jarðstrengur”. Forsaga málsins er sú að lengi hafa verið deilur um hvort leggja skuli Suðurnesjalínu 2 sem loftlínu samhliða Suðurnesjalínu 1 eða sem jarðstreng í öxl Reykjanesbrautar. Skipulagsstofnun og Sveitarfélagið Vogar vilja jarðstreng, en Landsnet loftlínu, meðal annars vegna kostnaðar. Gostímabil á Reykjanesi Eftir eldgosin á Reykjanesi 2021 og 2022 telja jarðvísindamenn sennilegt að hafið sé gostímabil á Reykjanesi. Í framhaldi af því hafa fyrirætlanir um raflínur á Suðvesturlandi verið endurskoðaðar, til dæmis hefur verið hætt við Lyklafellslínu frá Sandskeiði til Hafnarfjarðar vegan hættu á eldgosum. Jarðvísindastofnun Háskólans (Ármann Höskuldsson, William M. Moreland, Muhammad Aufaristama, Þorvaldur Þórðarson, Ingibjörg Jónsdóttir, og Þóra Björg Andrésardóttir) vann skýrslu um náttúru- og eldgosavá í sveitarfélaginu Vogum sem út kom í apríl 2022. Þorvaldur Þórðarson fjallaði um efni skýrslunnar og staðsetningu Suðurnesjalínu 2 í Kastljósviðtali 6. mars 2023 og þar segir hann meðal annars: “..Við myndum ráðleggja þeim að vera eins langt frá virkasta svæðinu á Reykjanesskaganum, því fjær sem þú ert því betra. Og þegar þú ert kominn út í jaðrana skipta stuttar vegalengdir miklu máli. Til dæmis ef við erum sunnan við Reykjanesbrautina, þar er mikið af sprungum … ef þú ferð norður fyrir veginn þá ertu með örfáar sprungur og þær hafa ekki verið virkar í langan tíma”. Þegar Þorvaldur er spurður hvernig honum hugnist að leggjast Suðurnesjalínu 2 á sama stað og Suðurnesjalínu 1 svarar hann: “Minn hugsunarháttur er alltaf að vera með sem fæst egg í sömu körfunni og reyna að dreifa áhættunni”. Sviðsmyndagreiningar Landsnets Landsnet vann á vormánuðum 2023 ofangreinda skýrslu um tjónnæmi loftlína annars vegar og jarðstrengja hins vegar. Vitað er að vegna hita munu jarðstrengir sennilega eyðileggjast ef hraun rennur yfir þá í einhverju magni. Auðveldara getur verið að vernda loftlínur fyrir hraunflæði með háum möstrum og öðrum aðgerðum. Landsnet velur að gera sviðsmyndagreiningu þar sem hraun er látið renna yfir jarðstrengina í öllum tilvikum. Niðurstaðan kemur ekki á óvart, loftlínur eru taldar betri kostur en jarðstrengir. Þessi niðurstaða er viðbúin með aðferðafræðinni sem Landsnet valdi. Sviðsmyndagreining eins og Landsnet gerði tekur ekki tillit til mismunandi áhættu / líkum á tjóni eftir því hvort öll eggin eru í sömu körfunni eða ekki. Væntanlega hefði verið hægt að meta áhættu (líkur á tjóni) fyrir bæði tilvikin, en það gerir Landsnet ekki. Landsnet lagði í sviðsmyndagreiningu upp með 300 m3/s hraunrennsli í 11,5 sólarhringa sem gefur 0,3 rúmkílómetra hrauns. Í þeirri sviðsmynd rennur hraun ekki yfir Reykjanesbraut og jarðstrengur norðan brautarinnar væri sennilega í lagi. Til að að breyta því var búin til ný útgáfa sviðsmyndar með 0,34 rúmkílómetra hrauns (13% aukning) og þá rennur hraun yfir Reykjanesbrautina og jarðstrengur væri sennilega óvirkur. Ekki er útskýrt af hverju þessi breyting á sviðsmynd er gerð, en breytingin hefur veruleg áhrif á niðurstöður skýrslunnar. Orkuöryggi teflt í tvísýnu? Landsnet virðist ekki hafa metið áhættuna af því að hafa öll eggin í sömu körfunni annars vegar og áhættudreifingu með einni loftlínu sunnan Reykjanesbrautar og jarðstreng norðan hennar hins vegar. Einungis er gerð sviðsmyndagreining án líkinda / áhættugreiningar. Ég veit ekki hvor lausnin væri áhættuminni, en verra er að Landsnet virðist ekki vita það heldur. Að mínu mati tekur Landsnet hérna óþarfa áhættu með orkuöryggi á Suðurnesjum. Nýtt eldgosatímabil virðist hafið og mér finnst sjálfsögð krafa að gerð sé líkinda / áhættugreining á þessum tveimur valkostum. Sviðsmyndagreining er hentug þegar undirbúa á viðbrögð við hugsanlegum atburðum, en hér er verið að bera saman tvo ólíka valkosti. Heilindi Landsnets Landsnet velur að gera ekki líkinda / áhættugreiningu fyrir þessi tvo valkosti. Þess í stað er notuð sviðmyndagreining sem hefur nokkuð fyrirsjáanlega niðurstöðu þar sem mjög líklegt er að jarðstrengur eyðileggist renni hraun yfir hann á annað borð. Niðurstaðan er svo kynnt sem heilagur sannleikur “Loftlína betri kostur en jarðstrengur”. Þá er sviðsmynd breytt í miðju kafi og hraunmagn aukið um 13% frá upphaflegri sviðmynd sem verður til þess að hraun rennur yfir Reykjanesbraut og jarðstrengur eyðileggst sennilega. Ekki er útskýrt af hverju þessi breyting er gerð. Landsnet er einokunarfyrirtæki í eigu þjóðarinnar með sterka stöðu og mikið fjármagn milli handanna. Landsnet þarf að ávinna sér traust og til þess þarf að sýna auðmýkt, hreinskilni og heilindi. Mér finnst svona vinnubrögð ekki til þess fallin. Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Suðurnesjalína 2 Stefán Georgsson Mest lesið Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nýkomin er út skýrsla á vegum Landsnets sem hefur titilinn Suðurnesjalína 2 - greining á tjónnæmi vegna jarðvár. Skýrslan er kynnt með mjög afgerandi fyrirsögn á heimasíðu Landsnets: “Loftlína betri kostur en jarðstrengur”. Forsaga málsins er sú að lengi hafa verið deilur um hvort leggja skuli Suðurnesjalínu 2 sem loftlínu samhliða Suðurnesjalínu 1 eða sem jarðstreng í öxl Reykjanesbrautar. Skipulagsstofnun og Sveitarfélagið Vogar vilja jarðstreng, en Landsnet loftlínu, meðal annars vegna kostnaðar. Gostímabil á Reykjanesi Eftir eldgosin á Reykjanesi 2021 og 2022 telja jarðvísindamenn sennilegt að hafið sé gostímabil á Reykjanesi. Í framhaldi af því hafa fyrirætlanir um raflínur á Suðvesturlandi verið endurskoðaðar, til dæmis hefur verið hætt við Lyklafellslínu frá Sandskeiði til Hafnarfjarðar vegan hættu á eldgosum. Jarðvísindastofnun Háskólans (Ármann Höskuldsson, William M. Moreland, Muhammad Aufaristama, Þorvaldur Þórðarson, Ingibjörg Jónsdóttir, og Þóra Björg Andrésardóttir) vann skýrslu um náttúru- og eldgosavá í sveitarfélaginu Vogum sem út kom í apríl 2022. Þorvaldur Þórðarson fjallaði um efni skýrslunnar og staðsetningu Suðurnesjalínu 2 í Kastljósviðtali 6. mars 2023 og þar segir hann meðal annars: “..Við myndum ráðleggja þeim að vera eins langt frá virkasta svæðinu á Reykjanesskaganum, því fjær sem þú ert því betra. Og þegar þú ert kominn út í jaðrana skipta stuttar vegalengdir miklu máli. Til dæmis ef við erum sunnan við Reykjanesbrautina, þar er mikið af sprungum … ef þú ferð norður fyrir veginn þá ertu með örfáar sprungur og þær hafa ekki verið virkar í langan tíma”. Þegar Þorvaldur er spurður hvernig honum hugnist að leggjast Suðurnesjalínu 2 á sama stað og Suðurnesjalínu 1 svarar hann: “Minn hugsunarháttur er alltaf að vera með sem fæst egg í sömu körfunni og reyna að dreifa áhættunni”. Sviðsmyndagreiningar Landsnets Landsnet vann á vormánuðum 2023 ofangreinda skýrslu um tjónnæmi loftlína annars vegar og jarðstrengja hins vegar. Vitað er að vegna hita munu jarðstrengir sennilega eyðileggjast ef hraun rennur yfir þá í einhverju magni. Auðveldara getur verið að vernda loftlínur fyrir hraunflæði með háum möstrum og öðrum aðgerðum. Landsnet velur að gera sviðsmyndagreiningu þar sem hraun er látið renna yfir jarðstrengina í öllum tilvikum. Niðurstaðan kemur ekki á óvart, loftlínur eru taldar betri kostur en jarðstrengir. Þessi niðurstaða er viðbúin með aðferðafræðinni sem Landsnet valdi. Sviðsmyndagreining eins og Landsnet gerði tekur ekki tillit til mismunandi áhættu / líkum á tjóni eftir því hvort öll eggin eru í sömu körfunni eða ekki. Væntanlega hefði verið hægt að meta áhættu (líkur á tjóni) fyrir bæði tilvikin, en það gerir Landsnet ekki. Landsnet lagði í sviðsmyndagreiningu upp með 300 m3/s hraunrennsli í 11,5 sólarhringa sem gefur 0,3 rúmkílómetra hrauns. Í þeirri sviðsmynd rennur hraun ekki yfir Reykjanesbraut og jarðstrengur norðan brautarinnar væri sennilega í lagi. Til að að breyta því var búin til ný útgáfa sviðsmyndar með 0,34 rúmkílómetra hrauns (13% aukning) og þá rennur hraun yfir Reykjanesbrautina og jarðstrengur væri sennilega óvirkur. Ekki er útskýrt af hverju þessi breyting á sviðsmynd er gerð, en breytingin hefur veruleg áhrif á niðurstöður skýrslunnar. Orkuöryggi teflt í tvísýnu? Landsnet virðist ekki hafa metið áhættuna af því að hafa öll eggin í sömu körfunni annars vegar og áhættudreifingu með einni loftlínu sunnan Reykjanesbrautar og jarðstreng norðan hennar hins vegar. Einungis er gerð sviðsmyndagreining án líkinda / áhættugreiningar. Ég veit ekki hvor lausnin væri áhættuminni, en verra er að Landsnet virðist ekki vita það heldur. Að mínu mati tekur Landsnet hérna óþarfa áhættu með orkuöryggi á Suðurnesjum. Nýtt eldgosatímabil virðist hafið og mér finnst sjálfsögð krafa að gerð sé líkinda / áhættugreining á þessum tveimur valkostum. Sviðsmyndagreining er hentug þegar undirbúa á viðbrögð við hugsanlegum atburðum, en hér er verið að bera saman tvo ólíka valkosti. Heilindi Landsnets Landsnet velur að gera ekki líkinda / áhættugreiningu fyrir þessi tvo valkosti. Þess í stað er notuð sviðmyndagreining sem hefur nokkuð fyrirsjáanlega niðurstöðu þar sem mjög líklegt er að jarðstrengur eyðileggist renni hraun yfir hann á annað borð. Niðurstaðan er svo kynnt sem heilagur sannleikur “Loftlína betri kostur en jarðstrengur”. Þá er sviðsmynd breytt í miðju kafi og hraunmagn aukið um 13% frá upphaflegri sviðmynd sem verður til þess að hraun rennur yfir Reykjanesbraut og jarðstrengur eyðileggst sennilega. Ekki er útskýrt af hverju þessi breyting er gerð. Landsnet er einokunarfyrirtæki í eigu þjóðarinnar með sterka stöðu og mikið fjármagn milli handanna. Landsnet þarf að ávinna sér traust og til þess þarf að sýna auðmýkt, hreinskilni og heilindi. Mér finnst svona vinnubrögð ekki til þess fallin. Höfundur er verkfræðingur.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun