„Þetta er afturför um heilan áratug“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 20. apríl 2023 15:00 Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, segir nauðsynlegt að bregðast við stöðunni. Mikið bakslag hefur orðið í bólusetningum barna víða um heim en 67 milljónir barna hafa misst af einni eða fleiri bólusetningum á síðustu þremur árum. Tortryggni í garð bólusetninga eftir heimsfaraldur spilar þar stórt hlutverk. Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir þetta afturför um heilan áratug en sé ekkert gert gæti tíðni barnadauða aukist. Á síðustu árum hefur verið bent á mikla afturför í bólusetningum barna og ef marka má nýja skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, sem kom út í dag er ekkert lát þar á. 67 miljónir barna höfðu misst af reglubundnum bólusetningum árin 2019 til 2021, þar af 48 milljónir sem höfðu ekki fengið neinar bólusetningar, og bólusetningum hafði fækkað í 112 löndum. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi, segir niðurstöðurnar sláandi. „Vísindin og þekkingin er algjörlega til staðar til þess að bólusetja öll börn og skýrslan er að segja okkur að jafnaði er eitt af hverjum fimm börnum í heiminum að fara á mis við reglubundnar bólusetningar sem bjargar lífi þeirra, og við þetta á ekki að una,“ segir Birna. „Þessi fjöldi sem við erum að sjá núna, um 67 milljónir barna sem er á við alla íbúatölu Bretlands, þetta er afturför um heilan áratug,“ segir hún enn fremur. Mesta bakslagið er í efnaminni ríkjum, þar sem Indland og Nígería standa hvað verst, en sömuleiðis er afturför í öðrum ríkjum. Áhrifin hafa þegar gert vart við sig en til að mynda árið 2022 ríflega tvöfölduðust tilfelli mislinga miðað við árið þar á undan og fjöldi barna sem lömuðust vegna mænusóttar jukust um sextán prósent. „Við erum að sjá hækkandi tíðni sjúkdóma og hreinlega farsótta sem að við höfðum ekki séð. Bæði er aukin tíðni á svæðum sem að voru enn þá með þessa sjúkdóma en svo eru þeir líka að skjóta upp kollinum á svæðum þar sem það var talið að það væri búið að ná stjórn á þeim,“ segir Birna. Stemma þurfi stigu við tortryggni í garð bólusetninga Heimsfaraldur Covid-19 er einn helsti áhrifaþátturinn, þar sem samfélög voru lömuð og heilbrigðisstarfsmenn gátu ekki sinnt sínum störfum sem hægði á reglubundnum bólusetningum, auk þess sem vopnuð átök hafa haft hamlandi áhrif. Einnig eru aðrir þættir. „Það sem að Unicef er sérstaklega að vara við er einfaldlega aukin tortryggni í garð bólusetninga, traust til bólusetninga sé að minnka er að hafa áhrif á tíðni bólusetninga sem setur líf barna í hættu,“ segir Birna en í skýrslunni segir að þegar heimsfaraldurinn var í hámarki hafi traust almennings til bólusetninga minnkað í 52 löndum af þeim 55 sem voru rannsökuð. Að mati UNICEF þarf að afla frekari gagna til að sjá hvort minnkandi traust sé tímabundið ástand eða hvort það sé til marks um langtímaþróun. Er þó tekið fram að þegar litið er til annarra sjúkdóma, til að mynda mænusótt og mislinga, sé stuðningur við bólusetningar barna áfram tiltölulega hár. Helstu úrræðin séu þau að fjárfesta í bólusetningarherferðum, setja aukið fjármagn í bólusetningar, einna helst í samfélögum þar sem bólusetningum er ábótavant, og stemma stigu við tortryggni í garð bólusetninga með aukinni upplýsingagjöf meðal annars. Biðlað er til ríkisstjórna heims til að bregðast við en ljóst sé að áhrifin verði mikil verði ekkert gert. „Ef að börn eru ekki bólusett þá minnka líkur þeirra til tækifæra til heilbrigðs lífs, til þess að fá menntun og til þess að þroskast og dafna eins og þau eiga rétt á. Við gætum einfaldlega farið að sjá bara aukna tíðni barnadauða, það er það sem gerist,“ segir Birna. Bólusetningar Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ákall um aukna fjárfestingu til bólusetninga Liam Neeson, góðgerðarsendiherra UNICEF og stórleikari, fer í ár fyrir alþjóðlegu ákalli UNICEF um aukna fjárfestingu til bólusetninga en einnig er vísindafólki, foreldrum og forráðamönnum, heilbrigðisstarfsfólki og öðrum sem koma að bólusetningum barna færðar þakkir fyrir framlag síðustu tvo áratugina. Tilefnið er Alþjóðleg vika bólusetninga sem nú er hafin. 26. apríl 2022 10:34 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Fleiri fréttir Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Sjá meira
Á síðustu árum hefur verið bent á mikla afturför í bólusetningum barna og ef marka má nýja skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, sem kom út í dag er ekkert lát þar á. 67 miljónir barna höfðu misst af reglubundnum bólusetningum árin 2019 til 2021, þar af 48 milljónir sem höfðu ekki fengið neinar bólusetningar, og bólusetningum hafði fækkað í 112 löndum. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi, segir niðurstöðurnar sláandi. „Vísindin og þekkingin er algjörlega til staðar til þess að bólusetja öll börn og skýrslan er að segja okkur að jafnaði er eitt af hverjum fimm börnum í heiminum að fara á mis við reglubundnar bólusetningar sem bjargar lífi þeirra, og við þetta á ekki að una,“ segir Birna. „Þessi fjöldi sem við erum að sjá núna, um 67 milljónir barna sem er á við alla íbúatölu Bretlands, þetta er afturför um heilan áratug,“ segir hún enn fremur. Mesta bakslagið er í efnaminni ríkjum, þar sem Indland og Nígería standa hvað verst, en sömuleiðis er afturför í öðrum ríkjum. Áhrifin hafa þegar gert vart við sig en til að mynda árið 2022 ríflega tvöfölduðust tilfelli mislinga miðað við árið þar á undan og fjöldi barna sem lömuðust vegna mænusóttar jukust um sextán prósent. „Við erum að sjá hækkandi tíðni sjúkdóma og hreinlega farsótta sem að við höfðum ekki séð. Bæði er aukin tíðni á svæðum sem að voru enn þá með þessa sjúkdóma en svo eru þeir líka að skjóta upp kollinum á svæðum þar sem það var talið að það væri búið að ná stjórn á þeim,“ segir Birna. Stemma þurfi stigu við tortryggni í garð bólusetninga Heimsfaraldur Covid-19 er einn helsti áhrifaþátturinn, þar sem samfélög voru lömuð og heilbrigðisstarfsmenn gátu ekki sinnt sínum störfum sem hægði á reglubundnum bólusetningum, auk þess sem vopnuð átök hafa haft hamlandi áhrif. Einnig eru aðrir þættir. „Það sem að Unicef er sérstaklega að vara við er einfaldlega aukin tortryggni í garð bólusetninga, traust til bólusetninga sé að minnka er að hafa áhrif á tíðni bólusetninga sem setur líf barna í hættu,“ segir Birna en í skýrslunni segir að þegar heimsfaraldurinn var í hámarki hafi traust almennings til bólusetninga minnkað í 52 löndum af þeim 55 sem voru rannsökuð. Að mati UNICEF þarf að afla frekari gagna til að sjá hvort minnkandi traust sé tímabundið ástand eða hvort það sé til marks um langtímaþróun. Er þó tekið fram að þegar litið er til annarra sjúkdóma, til að mynda mænusótt og mislinga, sé stuðningur við bólusetningar barna áfram tiltölulega hár. Helstu úrræðin séu þau að fjárfesta í bólusetningarherferðum, setja aukið fjármagn í bólusetningar, einna helst í samfélögum þar sem bólusetningum er ábótavant, og stemma stigu við tortryggni í garð bólusetninga með aukinni upplýsingagjöf meðal annars. Biðlað er til ríkisstjórna heims til að bregðast við en ljóst sé að áhrifin verði mikil verði ekkert gert. „Ef að börn eru ekki bólusett þá minnka líkur þeirra til tækifæra til heilbrigðs lífs, til þess að fá menntun og til þess að þroskast og dafna eins og þau eiga rétt á. Við gætum einfaldlega farið að sjá bara aukna tíðni barnadauða, það er það sem gerist,“ segir Birna.
Bólusetningar Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ákall um aukna fjárfestingu til bólusetninga Liam Neeson, góðgerðarsendiherra UNICEF og stórleikari, fer í ár fyrir alþjóðlegu ákalli UNICEF um aukna fjárfestingu til bólusetninga en einnig er vísindafólki, foreldrum og forráðamönnum, heilbrigðisstarfsfólki og öðrum sem koma að bólusetningum barna færðar þakkir fyrir framlag síðustu tvo áratugina. Tilefnið er Alþjóðleg vika bólusetninga sem nú er hafin. 26. apríl 2022 10:34 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Fleiri fréttir Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Sjá meira
Ákall um aukna fjárfestingu til bólusetninga Liam Neeson, góðgerðarsendiherra UNICEF og stórleikari, fer í ár fyrir alþjóðlegu ákalli UNICEF um aukna fjárfestingu til bólusetninga en einnig er vísindafólki, foreldrum og forráðamönnum, heilbrigðisstarfsfólki og öðrum sem koma að bólusetningum barna færðar þakkir fyrir framlag síðustu tvo áratugina. Tilefnið er Alþjóðleg vika bólusetninga sem nú er hafin. 26. apríl 2022 10:34