Dönsuðu í sex klukkutíma til að safna fyrir vatnsdælum Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. apríl 2023 23:18 Það var mikið stuð og stemming hjá krökkunum í dansmaraþoninu. Aðsent Nemendur á miðstigi í Fossvogsskóla dönsuðu í sex klukkustundir til að safna fyrir vatnsdælum hjá Unicef. Börnin ætluðu upphaflega að safna fyrir þremur dælum en þau hafa nú safnað þrefalt hærri upphæð en þau ætluðu sér og það bætist enn í. Undanfarin tvö ár hefur Fossvogsskóli tekið þátt í alþjóðlegu Erasmus-verkefni sem er styrkt af Evrópusambandinu og snýr að vatni og ýmsum verkefnum tengdum því. Eftir verkefnavinnu og heimsóknir í samvinnuskóla erlendis komust börnin í Fossvogsskóla að þeirri niðurstöðu að aðgengi Íslendinga að vatni væri mjög gott og vatnið væri jafnframt sérstaklega hreint. Til að setja almennilegan endapunkt í verkefnið ákváðu nemendurnir í samráði við skólastjórnendur að safna fyrir þremur vatnsdælum hjá Unicef. Til að safna fyrir dælunum héldu börnin sex klukkustunda dansmaraþon með korters pásum á klukkutíma fresti og fengu aðstandendur og vini til að heita á sig. Útlitið dökkt í upphafi Fréttastofa hafði samband við Maríu Helen Eiðsdóttur, aðstoðarskólastjóra Fossvogsskóla, sem var nýkomin af dansgólfinu til að spyrja hana út í dansmaraþonið. Hún segir að hugmyndin að kaupum á vatnsdælum hafi sprottið í kjölfar Erasmus-verkefnisins. Hún hafi unnið þá hugmynd áfram með nemendaráði skólans og þau hafi endað með þá hugmynd „að hafa sex klukkutíma maraþon.“ Undir lok kvölds var kominn mikill svefngalsi í börnin.Aðsent „Krakkanir eru ellefu til þrettán ára, í fimmta til sjöunda bekk,“ segir María aðspurð um aldur barnanna sem dönsuðu í maraþoninu. Að sögn Maríu voru börnin orðin „þreytt og lúin en sjúklega glöð og ánægð og stolt af sjálfum sér“ þegar maraþoninu lauk. Þegar blaðamaður spurði hvort einhver hefði helst úr lestinni svaraði María neitandi en segir útlitið hafa verið dökkt í byrjun. „Þau héldu þetta út. Ég var pínulítið hrædd í byrjun af því þau fóru að dansa á fullri orku. Ég var hrædd um að þetta yrði búið klukkan átta og að þau myndu klára sig en þau stóðu sína plikt.“ „Eftir svona einn og hálfan tíma föttuðu þau að þau gætu ekki alveg verið á útopnu allan tímann. Þá fór aðeins að hægja á dansinum,“ segir María. Börnin hafi heldur ekki verið orðin úrvinda í lok kvölds heldur var miklu frekar svefngalsi í þeim. Safnað þrefalt meira en þau ætluðu sér „Við lögðum upp með að safna fyrir þremur dælum, alls 150 þúsund krónur. Vorum ekki viss hvað það myndu margir taka þátt,“ sagði María um upprunalegt markmið barnanna. Rétt fyrir lok dansmaraþonsins, klukkan hálf tíu, var hins vegar búið að safna 450 þúsundum, eða sem nemur níu dælum. Þegar María tilkynnti börnunum síðan um velgengnina ætlaði allt um koll að keyra segir hún. Börnin hafi öskrað af gleði og mörg þeirra fengið tár í augun. „Þetta var tilfinningarþrungin stund. Þau öskruðu af gleði,“ sagði María að lokum. Fólk má hafa samband við Fossvogsskóla og sérstaklega Maríu Helen í gegnum netfangið Maria.Helen.Eidsdottir@rvkskolar.is ef það vill styrkja verkefnið. Dans Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Krakkar Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Undanfarin tvö ár hefur Fossvogsskóli tekið þátt í alþjóðlegu Erasmus-verkefni sem er styrkt af Evrópusambandinu og snýr að vatni og ýmsum verkefnum tengdum því. Eftir verkefnavinnu og heimsóknir í samvinnuskóla erlendis komust börnin í Fossvogsskóla að þeirri niðurstöðu að aðgengi Íslendinga að vatni væri mjög gott og vatnið væri jafnframt sérstaklega hreint. Til að setja almennilegan endapunkt í verkefnið ákváðu nemendurnir í samráði við skólastjórnendur að safna fyrir þremur vatnsdælum hjá Unicef. Til að safna fyrir dælunum héldu börnin sex klukkustunda dansmaraþon með korters pásum á klukkutíma fresti og fengu aðstandendur og vini til að heita á sig. Útlitið dökkt í upphafi Fréttastofa hafði samband við Maríu Helen Eiðsdóttur, aðstoðarskólastjóra Fossvogsskóla, sem var nýkomin af dansgólfinu til að spyrja hana út í dansmaraþonið. Hún segir að hugmyndin að kaupum á vatnsdælum hafi sprottið í kjölfar Erasmus-verkefnisins. Hún hafi unnið þá hugmynd áfram með nemendaráði skólans og þau hafi endað með þá hugmynd „að hafa sex klukkutíma maraþon.“ Undir lok kvölds var kominn mikill svefngalsi í börnin.Aðsent „Krakkanir eru ellefu til þrettán ára, í fimmta til sjöunda bekk,“ segir María aðspurð um aldur barnanna sem dönsuðu í maraþoninu. Að sögn Maríu voru börnin orðin „þreytt og lúin en sjúklega glöð og ánægð og stolt af sjálfum sér“ þegar maraþoninu lauk. Þegar blaðamaður spurði hvort einhver hefði helst úr lestinni svaraði María neitandi en segir útlitið hafa verið dökkt í byrjun. „Þau héldu þetta út. Ég var pínulítið hrædd í byrjun af því þau fóru að dansa á fullri orku. Ég var hrædd um að þetta yrði búið klukkan átta og að þau myndu klára sig en þau stóðu sína plikt.“ „Eftir svona einn og hálfan tíma föttuðu þau að þau gætu ekki alveg verið á útopnu allan tímann. Þá fór aðeins að hægja á dansinum,“ segir María. Börnin hafi heldur ekki verið orðin úrvinda í lok kvölds heldur var miklu frekar svefngalsi í þeim. Safnað þrefalt meira en þau ætluðu sér „Við lögðum upp með að safna fyrir þremur dælum, alls 150 þúsund krónur. Vorum ekki viss hvað það myndu margir taka þátt,“ sagði María um upprunalegt markmið barnanna. Rétt fyrir lok dansmaraþonsins, klukkan hálf tíu, var hins vegar búið að safna 450 þúsundum, eða sem nemur níu dælum. Þegar María tilkynnti börnunum síðan um velgengnina ætlaði allt um koll að keyra segir hún. Börnin hafi öskrað af gleði og mörg þeirra fengið tár í augun. „Þetta var tilfinningarþrungin stund. Þau öskruðu af gleði,“ sagði María að lokum. Fólk má hafa samband við Fossvogsskóla og sérstaklega Maríu Helen í gegnum netfangið Maria.Helen.Eidsdottir@rvkskolar.is ef það vill styrkja verkefnið.
Dans Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Krakkar Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira