Dönsuðu í sex klukkutíma til að safna fyrir vatnsdælum Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. apríl 2023 23:18 Það var mikið stuð og stemming hjá krökkunum í dansmaraþoninu. Aðsent Nemendur á miðstigi í Fossvogsskóla dönsuðu í sex klukkustundir til að safna fyrir vatnsdælum hjá Unicef. Börnin ætluðu upphaflega að safna fyrir þremur dælum en þau hafa nú safnað þrefalt hærri upphæð en þau ætluðu sér og það bætist enn í. Undanfarin tvö ár hefur Fossvogsskóli tekið þátt í alþjóðlegu Erasmus-verkefni sem er styrkt af Evrópusambandinu og snýr að vatni og ýmsum verkefnum tengdum því. Eftir verkefnavinnu og heimsóknir í samvinnuskóla erlendis komust börnin í Fossvogsskóla að þeirri niðurstöðu að aðgengi Íslendinga að vatni væri mjög gott og vatnið væri jafnframt sérstaklega hreint. Til að setja almennilegan endapunkt í verkefnið ákváðu nemendurnir í samráði við skólastjórnendur að safna fyrir þremur vatnsdælum hjá Unicef. Til að safna fyrir dælunum héldu börnin sex klukkustunda dansmaraþon með korters pásum á klukkutíma fresti og fengu aðstandendur og vini til að heita á sig. Útlitið dökkt í upphafi Fréttastofa hafði samband við Maríu Helen Eiðsdóttur, aðstoðarskólastjóra Fossvogsskóla, sem var nýkomin af dansgólfinu til að spyrja hana út í dansmaraþonið. Hún segir að hugmyndin að kaupum á vatnsdælum hafi sprottið í kjölfar Erasmus-verkefnisins. Hún hafi unnið þá hugmynd áfram með nemendaráði skólans og þau hafi endað með þá hugmynd „að hafa sex klukkutíma maraþon.“ Undir lok kvölds var kominn mikill svefngalsi í börnin.Aðsent „Krakkanir eru ellefu til þrettán ára, í fimmta til sjöunda bekk,“ segir María aðspurð um aldur barnanna sem dönsuðu í maraþoninu. Að sögn Maríu voru börnin orðin „þreytt og lúin en sjúklega glöð og ánægð og stolt af sjálfum sér“ þegar maraþoninu lauk. Þegar blaðamaður spurði hvort einhver hefði helst úr lestinni svaraði María neitandi en segir útlitið hafa verið dökkt í byrjun. „Þau héldu þetta út. Ég var pínulítið hrædd í byrjun af því þau fóru að dansa á fullri orku. Ég var hrædd um að þetta yrði búið klukkan átta og að þau myndu klára sig en þau stóðu sína plikt.“ „Eftir svona einn og hálfan tíma föttuðu þau að þau gætu ekki alveg verið á útopnu allan tímann. Þá fór aðeins að hægja á dansinum,“ segir María. Börnin hafi heldur ekki verið orðin úrvinda í lok kvölds heldur var miklu frekar svefngalsi í þeim. Safnað þrefalt meira en þau ætluðu sér „Við lögðum upp með að safna fyrir þremur dælum, alls 150 þúsund krónur. Vorum ekki viss hvað það myndu margir taka þátt,“ sagði María um upprunalegt markmið barnanna. Rétt fyrir lok dansmaraþonsins, klukkan hálf tíu, var hins vegar búið að safna 450 þúsundum, eða sem nemur níu dælum. Þegar María tilkynnti börnunum síðan um velgengnina ætlaði allt um koll að keyra segir hún. Börnin hafi öskrað af gleði og mörg þeirra fengið tár í augun. „Þetta var tilfinningarþrungin stund. Þau öskruðu af gleði,“ sagði María að lokum. Fólk má hafa samband við Fossvogsskóla og sérstaklega Maríu Helen í gegnum netfangið Maria.Helen.Eidsdottir@rvkskolar.is ef það vill styrkja verkefnið. Dans Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Krakkar Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Undanfarin tvö ár hefur Fossvogsskóli tekið þátt í alþjóðlegu Erasmus-verkefni sem er styrkt af Evrópusambandinu og snýr að vatni og ýmsum verkefnum tengdum því. Eftir verkefnavinnu og heimsóknir í samvinnuskóla erlendis komust börnin í Fossvogsskóla að þeirri niðurstöðu að aðgengi Íslendinga að vatni væri mjög gott og vatnið væri jafnframt sérstaklega hreint. Til að setja almennilegan endapunkt í verkefnið ákváðu nemendurnir í samráði við skólastjórnendur að safna fyrir þremur vatnsdælum hjá Unicef. Til að safna fyrir dælunum héldu börnin sex klukkustunda dansmaraþon með korters pásum á klukkutíma fresti og fengu aðstandendur og vini til að heita á sig. Útlitið dökkt í upphafi Fréttastofa hafði samband við Maríu Helen Eiðsdóttur, aðstoðarskólastjóra Fossvogsskóla, sem var nýkomin af dansgólfinu til að spyrja hana út í dansmaraþonið. Hún segir að hugmyndin að kaupum á vatnsdælum hafi sprottið í kjölfar Erasmus-verkefnisins. Hún hafi unnið þá hugmynd áfram með nemendaráði skólans og þau hafi endað með þá hugmynd „að hafa sex klukkutíma maraþon.“ Undir lok kvölds var kominn mikill svefngalsi í börnin.Aðsent „Krakkanir eru ellefu til þrettán ára, í fimmta til sjöunda bekk,“ segir María aðspurð um aldur barnanna sem dönsuðu í maraþoninu. Að sögn Maríu voru börnin orðin „þreytt og lúin en sjúklega glöð og ánægð og stolt af sjálfum sér“ þegar maraþoninu lauk. Þegar blaðamaður spurði hvort einhver hefði helst úr lestinni svaraði María neitandi en segir útlitið hafa verið dökkt í byrjun. „Þau héldu þetta út. Ég var pínulítið hrædd í byrjun af því þau fóru að dansa á fullri orku. Ég var hrædd um að þetta yrði búið klukkan átta og að þau myndu klára sig en þau stóðu sína plikt.“ „Eftir svona einn og hálfan tíma föttuðu þau að þau gætu ekki alveg verið á útopnu allan tímann. Þá fór aðeins að hægja á dansinum,“ segir María. Börnin hafi heldur ekki verið orðin úrvinda í lok kvölds heldur var miklu frekar svefngalsi í þeim. Safnað þrefalt meira en þau ætluðu sér „Við lögðum upp með að safna fyrir þremur dælum, alls 150 þúsund krónur. Vorum ekki viss hvað það myndu margir taka þátt,“ sagði María um upprunalegt markmið barnanna. Rétt fyrir lok dansmaraþonsins, klukkan hálf tíu, var hins vegar búið að safna 450 þúsundum, eða sem nemur níu dælum. Þegar María tilkynnti börnunum síðan um velgengnina ætlaði allt um koll að keyra segir hún. Börnin hafi öskrað af gleði og mörg þeirra fengið tár í augun. „Þetta var tilfinningarþrungin stund. Þau öskruðu af gleði,“ sagði María að lokum. Fólk má hafa samband við Fossvogsskóla og sérstaklega Maríu Helen í gegnum netfangið Maria.Helen.Eidsdottir@rvkskolar.is ef það vill styrkja verkefnið.
Dans Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Krakkar Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira