Óskar Hrafn tók málin í sínar hendur og birti næsta byrjunarlið Blika á Twitter Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. apríl 2023 17:31 Íslandsmeistarinn Óskar Hrafn. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur farið heldur óvenjulega leið til að koma í veg fyrir að hægt verði að leka byrjunarliði Breiðabliks í Fjölni fyrir bikarleik liðanna. Hann birti það einfaldlega á Twitter-síðu sinni. Íslandsmeistarar Breiðabliks og Fjölnir, sem leika í Lengjudeildinni, mætast í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á miðvikudaginn kemur. Svo virðist sem byrjunarliði Breiðabliks hafi verið lekið í HK og Val, fyrstu tvo mótherja liðsins í Bestu deildinni. Óskar Hrafn var spurður út í þetta eftir sigur gegn Val á sunnudagskvöld. Hann hafði þetta að segja í viðtali við Gunnlaug Jónsson eftir leik: „Ert að segja mér fréttir en það ætti ekkert að koma á óvart þar sem því var líka lekið í fyrsta leiknum. Færð mig ekkert til að tala um að einhver sé að kjafta frá. Svona er fótboltinn orðinn. Við höfum oft fengið byrjunarlið andstæðinga okkar. Menn tala, hittast, eru alls staðar og hvergi. Þetta skiptir engu máli.“ „Við getum sent Úlfi, þjálfara Fjölnis, byrjunarliðið á þriðjudaginn. Það skiptir engu máli hvort þessi eða hinn séu með. Það sem skiptir máli er að þeir sem byrja séu klárir, ef menn vilja segja frá byrjunarliðinu þá gera þeir það, en það væri betra ef það væri haldið innanhúss en fyrst að svo er þá er það bara þannig.“ Óskar Hrafn hefur nú einfaldlega tekið málin í sínar hendur og birti fyrir skemmstu byrjunarlið Blika í komandi leik á Twitter-síðu sinni. Liðið má sjá hér að neðan en svo virðist sem planið sé að stilla upp í hefðbundið 4-3-3 leikkerfi. Byrjunarlið Breiðabliks gegn Fjölni í Mjólkurbikarnum 19. aprílBrynjar Atli, Höskuldur, Viktor Örn, Oliver St., Alex Freyr, Oliver Si., Alexander Helgi, Ágúst Orri, Eyþór Aron, Klæmint, Stefán Ingi.— OskarHrafn (@oskar_hrafn) April 17, 2023 Markvörður verður Brynjar Atli Bragason á meðan Höskuldur Gunnlaugsson, Viktor Örn Margeirsson, Oliver Stefánsson og Alex Freyr Elísson mynda fjögurra manna varnarlínu. Á miðjunni verða Oliver Sigurjónsson, Alexander Helgi Sigurðarson og Ágúst Orri Þorsteinsson. Fremstu þrír verða svo Eyþór Aron Wöhler, Klæmint Olsen og Stefán Ingi Sigurðarson. Leikur Fjölnis og Breiðabliks fer fram í Egilshöll á miðvikudag kemur kl. 18.00. Fótbolti Breiðablik Besta deild karla Mjólkurbikar karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Patrik varar við því að nú gæti olnbogaskotum fjölgað Patrik Johannesen, sóknarmaður Breiðabliks, segir að það verði mikið um olnbogaskot í Bestu deildinni í fótbolta í sumar fari dómarar sömu leið og gert var í leik Breiðabliks og Vals í gær. 17. apríl 2023 15:29 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Sjá meira
Íslandsmeistarar Breiðabliks og Fjölnir, sem leika í Lengjudeildinni, mætast í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á miðvikudaginn kemur. Svo virðist sem byrjunarliði Breiðabliks hafi verið lekið í HK og Val, fyrstu tvo mótherja liðsins í Bestu deildinni. Óskar Hrafn var spurður út í þetta eftir sigur gegn Val á sunnudagskvöld. Hann hafði þetta að segja í viðtali við Gunnlaug Jónsson eftir leik: „Ert að segja mér fréttir en það ætti ekkert að koma á óvart þar sem því var líka lekið í fyrsta leiknum. Færð mig ekkert til að tala um að einhver sé að kjafta frá. Svona er fótboltinn orðinn. Við höfum oft fengið byrjunarlið andstæðinga okkar. Menn tala, hittast, eru alls staðar og hvergi. Þetta skiptir engu máli.“ „Við getum sent Úlfi, þjálfara Fjölnis, byrjunarliðið á þriðjudaginn. Það skiptir engu máli hvort þessi eða hinn séu með. Það sem skiptir máli er að þeir sem byrja séu klárir, ef menn vilja segja frá byrjunarliðinu þá gera þeir það, en það væri betra ef það væri haldið innanhúss en fyrst að svo er þá er það bara þannig.“ Óskar Hrafn hefur nú einfaldlega tekið málin í sínar hendur og birti fyrir skemmstu byrjunarlið Blika í komandi leik á Twitter-síðu sinni. Liðið má sjá hér að neðan en svo virðist sem planið sé að stilla upp í hefðbundið 4-3-3 leikkerfi. Byrjunarlið Breiðabliks gegn Fjölni í Mjólkurbikarnum 19. aprílBrynjar Atli, Höskuldur, Viktor Örn, Oliver St., Alex Freyr, Oliver Si., Alexander Helgi, Ágúst Orri, Eyþór Aron, Klæmint, Stefán Ingi.— OskarHrafn (@oskar_hrafn) April 17, 2023 Markvörður verður Brynjar Atli Bragason á meðan Höskuldur Gunnlaugsson, Viktor Örn Margeirsson, Oliver Stefánsson og Alex Freyr Elísson mynda fjögurra manna varnarlínu. Á miðjunni verða Oliver Sigurjónsson, Alexander Helgi Sigurðarson og Ágúst Orri Þorsteinsson. Fremstu þrír verða svo Eyþór Aron Wöhler, Klæmint Olsen og Stefán Ingi Sigurðarson. Leikur Fjölnis og Breiðabliks fer fram í Egilshöll á miðvikudag kemur kl. 18.00.
Fótbolti Breiðablik Besta deild karla Mjólkurbikar karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Patrik varar við því að nú gæti olnbogaskotum fjölgað Patrik Johannesen, sóknarmaður Breiðabliks, segir að það verði mikið um olnbogaskot í Bestu deildinni í fótbolta í sumar fari dómarar sömu leið og gert var í leik Breiðabliks og Vals í gær. 17. apríl 2023 15:29 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Sjá meira
Patrik varar við því að nú gæti olnbogaskotum fjölgað Patrik Johannesen, sóknarmaður Breiðabliks, segir að það verði mikið um olnbogaskot í Bestu deildinni í fótbolta í sumar fari dómarar sömu leið og gert var í leik Breiðabliks og Vals í gær. 17. apríl 2023 15:29