Lykilinn að lyfjum við blóðtappa að finna í blóði skógarbjarna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 18. apríl 2023 07:01 Blóðsýni eru tekin tvisvar á ári úr björnunum, þegar þeir eru í dvala og þegar þeir eru virkir. Högskolen in innlandet Samkvæmt nýrri rannsókn getur blóð skógarbjarna gegnt lykilhlutverki við lyfjaþróun við blóðtappa. Birnirnir dvelja mánuðum saman í hýði án mikillar hreyfingar en hreyfingarleysi eykur á hættuna á blóðtappa hjá fólki. Rannsóknin, sem hófst árið 2010 og er enn yfirstandandi, er unnin af vísindamönnum við norska, sænska, danska og þýska háskóla. Hefur rannsóknin fengið heitið Skandinavíska bjarnarverkefnið. Helstu niðurstöðurnar sem liggja fyrir núna eru birtar í tímaritinu Science. Hefur það reynst vísindamönnum ráðgáta hvers vegna skógarbirnir geta legið mánuðum saman í hýði, án þess að fá blóðtappa. Lykilinn var að finna í blóðinu. Birnirnir svæfðir og tekið blóð Fylgst hefur verið náið með sjötíu skógarbjörnum í Noregi og Svíþjóð og ferðir þeirra raktar með GPS merkjum. Á haustin, í október eða nóvember, fara birnirnir í vetrardvala og vakna ekki aftur fyrr en í apríl eða maí. Tekið er úr þeim blóð bæði í vetrardvalanum og á sumrin þegar þeir eru vakandi. Nauðsynlegt er að nota svæfilyf áður en sýnin eru tekin. Birnirnir vita þó ekki af þessu og rannsóknin hefur verið samþykkt af dýraverndunarsamtökum. Helsti munurinn á vetrar og sumarblóði bjarndýranna er magn próteins sem kallast HSP47. Nóg er af því í blóðinu á sumrin en það nánast hverfur á veturna. Próteinið hjálpar til við storknun blóðsins. Sjálfboðaliðar rúmfastir í mánuð Þetta prótein finnst ekki aðeins í bjarndýrum, heldur ýmsum öðrum spendýrategundum, þar á meðal í mönnum. Vísindamennirnir hjá Skandinavíska bjarnarverkefninu hafa rannsakað próteinið í mönnum og meðal annars komist að því að mun minna er af því í blóði fólks sem hefur lamast vegna mænuskaða. Ætla megi því að líkaminn minnki framleiðslu próteinsins samfara minnkun hreyfingar og það reyndist rétt. Tíu heilbrigðir sjálfboðaliðar voru samfleytt rúmliggjandi í 27 daga. Á þessum tíma minnkaði magn HSP47 í blóði þeirra. Á því það sama við um HSP47 í blóði manna og skógarbjarna. Samkvæmt norska ríkisútvarpinu NRK, er talið er að rannsóknin geti skipt miklu máli varðandi lyfjaþróun á lyfjum gegn blóðtappa á komandi árum. Frekari rannsókna og fjármögnunar sé þó þörf. Noregur Svíþjóð Vísindi Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Rannsóknin, sem hófst árið 2010 og er enn yfirstandandi, er unnin af vísindamönnum við norska, sænska, danska og þýska háskóla. Hefur rannsóknin fengið heitið Skandinavíska bjarnarverkefnið. Helstu niðurstöðurnar sem liggja fyrir núna eru birtar í tímaritinu Science. Hefur það reynst vísindamönnum ráðgáta hvers vegna skógarbirnir geta legið mánuðum saman í hýði, án þess að fá blóðtappa. Lykilinn var að finna í blóðinu. Birnirnir svæfðir og tekið blóð Fylgst hefur verið náið með sjötíu skógarbjörnum í Noregi og Svíþjóð og ferðir þeirra raktar með GPS merkjum. Á haustin, í október eða nóvember, fara birnirnir í vetrardvala og vakna ekki aftur fyrr en í apríl eða maí. Tekið er úr þeim blóð bæði í vetrardvalanum og á sumrin þegar þeir eru vakandi. Nauðsynlegt er að nota svæfilyf áður en sýnin eru tekin. Birnirnir vita þó ekki af þessu og rannsóknin hefur verið samþykkt af dýraverndunarsamtökum. Helsti munurinn á vetrar og sumarblóði bjarndýranna er magn próteins sem kallast HSP47. Nóg er af því í blóðinu á sumrin en það nánast hverfur á veturna. Próteinið hjálpar til við storknun blóðsins. Sjálfboðaliðar rúmfastir í mánuð Þetta prótein finnst ekki aðeins í bjarndýrum, heldur ýmsum öðrum spendýrategundum, þar á meðal í mönnum. Vísindamennirnir hjá Skandinavíska bjarnarverkefninu hafa rannsakað próteinið í mönnum og meðal annars komist að því að mun minna er af því í blóði fólks sem hefur lamast vegna mænuskaða. Ætla megi því að líkaminn minnki framleiðslu próteinsins samfara minnkun hreyfingar og það reyndist rétt. Tíu heilbrigðir sjálfboðaliðar voru samfleytt rúmliggjandi í 27 daga. Á þessum tíma minnkaði magn HSP47 í blóði þeirra. Á því það sama við um HSP47 í blóði manna og skógarbjarna. Samkvæmt norska ríkisútvarpinu NRK, er talið er að rannsóknin geti skipt miklu máli varðandi lyfjaþróun á lyfjum gegn blóðtappa á komandi árum. Frekari rannsókna og fjármögnunar sé þó þörf.
Noregur Svíþjóð Vísindi Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira