Íslenska leiðin og arður orkulinda Valur Ægisson skrifar 18. apríl 2023 10:00 Stórnotendur raforku greiddu á síðasta ári $43 fyrir hverja MWst, sem er það hæsta í sögu Landsvirkjunar. Sú tala jafngildir 5,8 kr. á kWst. Heildsölumarkaðurinn greiddi á sama tíma að meðaltali 4,6 kr. á kWst, eða 1,20 krónum minna, fyrir grunnorku sem er sambærileg vara og stórnotendur kaupa. Þegar fullyrt er að fjárhagslegur ábati af íslensku raforkunni sé afar slakur og það rakið til þess að stórnotendur greiði allt of lágt verð fyrir orkuna þá er það beinlínis rangt. Meðalverð Landsvirkjunar til stórnotenda og heildsölumarkaðarins er nú sambærilegt, eftir góðan árangur í endursamningum við stærstu viðskiptavini okkar. Undanfarin misseri hefur heildsölumarkaðurinn greitt lægra verð en stóriðjan fyrir sambærilega vöru. Nú er svo komið að hætta á leka á milli markaða eykst, þ.e. að orka sem ætluð er almenningi endi hjá stórnotendum og ógni mögulega orkuöryggi almennings í leiðinni. Við verðum að búa svo um hnútana að almenningur þurfi ekki að keppa við stórnotendur um örugga orku. Villandi útúrsnúningar Framkvæmdastjóra Landverndar á að vera vel kunnugt um hver verðþróun til stóriðju hefur verið en fer þó mikinn í grein sem ber fyrirsögnina Íslenska leiðin – nær heimsmet í lélegri frammistöðu. Tölurnar sem vísað er til í greininni eru í besta falli villandi, til dæmis kýs framkvæmdastjórinn að styðjast við ársreikning Landvirkjunar fyrir árið 2020 og var þó ársreikningur síðasta árs og allra ára þar á milli löngu kominn út þegar greinin birtist. Umfjöllun um margra ára gamlar úreltar tölur er undarlegur grunnur gagnrýni. En ef réttra upplýsinga hefði verið aflað hefðu fullyrðingar um tugmilljarða króna meðgjöf til stóriðjunnar auðvitað fallið dauðar. Það verð, sem hér er rætt um þegar talað er um stórnotendur og heildsölumarkað, er að sjálfsögðu verðið sem Landsvirkjun selur orkuna á. Stórnotendur fá orkuna afhenta beint en á heildsölumarkaði taka sölufyrirtæki við og þjónusta almennan markað. Ofan á raforkuverðið á heildsölumarkaði leggst álagning sölufyrirtækja, kostnaður við flutning og dreifingu. Þegar rafmagnið sem Landsvirkjun selur er komið í innstungur heimila rennur um fjórðungur verðsins til Landsvirkjunar, þrír fjórðu er annar kostnaður. Tugmilljarða arðgreiðslur Við lýstum því yfir á sínum tíma að þörf væri á að endurskoða samninga við stórnotendur enda væri afsláttur vegna magnkaupa of mikill og tímabært að stórfyrirtækin borguðu hér sambærilegt raforkuverð og önnur slík fyrirtæki gera í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Nú hefur þetta gengið eftir. Landsvirkjun hefur endursamið við alla stærstu viðskiptavini sína, að Alcoa undanskildu, en þar styttist í endurskoðun samninga. Eins og lesa má úr ársreikningum, sem aðgengilegir eru hverjum sem er á heimasíðu Landsvirkjunar, hafa tekjur fyrirtækisins aukist um tugi milljarða með endursamningum við stóriðjuna, sem hefur svo leitt til stórhækkaðra arðgreiðslna til eigenda fyrirtækisins, íslensku þjóðarinnar. Afkoma fyrirtækisins hefur aldrei verið betri og vænta má að aðalfundur þess samþykki síðar í þessum mánuði tillögu stjórnar um 20 milljarða kr. arð til ríkissjóðs. Hvergi í heiminum myndi slíkt teljast met í lélegri frammistöðu. Við hjá Landsvirkjun tökum allri umræðu um starfsemi fyrirtækisins fagnandi, enda erum við vel meðvituð um þá skyldu orkufyrirtækis þjóðarinnar að veita góðar og skýrar upplýsingar um hvaðeina sem snertir reksturinn. Hlutverk okkar er sem fyrr að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkulinda sem okkur er trúað fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Fullyrðingar um að þjóðin beri skarðan hlut frá borði vegna orkusölu Landsvirkjunar eiga sér engan stuðning í raunveruleikanum. Höfundur er forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Valur Ægisson Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Stórnotendur raforku greiddu á síðasta ári $43 fyrir hverja MWst, sem er það hæsta í sögu Landsvirkjunar. Sú tala jafngildir 5,8 kr. á kWst. Heildsölumarkaðurinn greiddi á sama tíma að meðaltali 4,6 kr. á kWst, eða 1,20 krónum minna, fyrir grunnorku sem er sambærileg vara og stórnotendur kaupa. Þegar fullyrt er að fjárhagslegur ábati af íslensku raforkunni sé afar slakur og það rakið til þess að stórnotendur greiði allt of lágt verð fyrir orkuna þá er það beinlínis rangt. Meðalverð Landsvirkjunar til stórnotenda og heildsölumarkaðarins er nú sambærilegt, eftir góðan árangur í endursamningum við stærstu viðskiptavini okkar. Undanfarin misseri hefur heildsölumarkaðurinn greitt lægra verð en stóriðjan fyrir sambærilega vöru. Nú er svo komið að hætta á leka á milli markaða eykst, þ.e. að orka sem ætluð er almenningi endi hjá stórnotendum og ógni mögulega orkuöryggi almennings í leiðinni. Við verðum að búa svo um hnútana að almenningur þurfi ekki að keppa við stórnotendur um örugga orku. Villandi útúrsnúningar Framkvæmdastjóra Landverndar á að vera vel kunnugt um hver verðþróun til stóriðju hefur verið en fer þó mikinn í grein sem ber fyrirsögnina Íslenska leiðin – nær heimsmet í lélegri frammistöðu. Tölurnar sem vísað er til í greininni eru í besta falli villandi, til dæmis kýs framkvæmdastjórinn að styðjast við ársreikning Landvirkjunar fyrir árið 2020 og var þó ársreikningur síðasta árs og allra ára þar á milli löngu kominn út þegar greinin birtist. Umfjöllun um margra ára gamlar úreltar tölur er undarlegur grunnur gagnrýni. En ef réttra upplýsinga hefði verið aflað hefðu fullyrðingar um tugmilljarða króna meðgjöf til stóriðjunnar auðvitað fallið dauðar. Það verð, sem hér er rætt um þegar talað er um stórnotendur og heildsölumarkað, er að sjálfsögðu verðið sem Landsvirkjun selur orkuna á. Stórnotendur fá orkuna afhenta beint en á heildsölumarkaði taka sölufyrirtæki við og þjónusta almennan markað. Ofan á raforkuverðið á heildsölumarkaði leggst álagning sölufyrirtækja, kostnaður við flutning og dreifingu. Þegar rafmagnið sem Landsvirkjun selur er komið í innstungur heimila rennur um fjórðungur verðsins til Landsvirkjunar, þrír fjórðu er annar kostnaður. Tugmilljarða arðgreiðslur Við lýstum því yfir á sínum tíma að þörf væri á að endurskoða samninga við stórnotendur enda væri afsláttur vegna magnkaupa of mikill og tímabært að stórfyrirtækin borguðu hér sambærilegt raforkuverð og önnur slík fyrirtæki gera í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Nú hefur þetta gengið eftir. Landsvirkjun hefur endursamið við alla stærstu viðskiptavini sína, að Alcoa undanskildu, en þar styttist í endurskoðun samninga. Eins og lesa má úr ársreikningum, sem aðgengilegir eru hverjum sem er á heimasíðu Landsvirkjunar, hafa tekjur fyrirtækisins aukist um tugi milljarða með endursamningum við stóriðjuna, sem hefur svo leitt til stórhækkaðra arðgreiðslna til eigenda fyrirtækisins, íslensku þjóðarinnar. Afkoma fyrirtækisins hefur aldrei verið betri og vænta má að aðalfundur þess samþykki síðar í þessum mánuði tillögu stjórnar um 20 milljarða kr. arð til ríkissjóðs. Hvergi í heiminum myndi slíkt teljast met í lélegri frammistöðu. Við hjá Landsvirkjun tökum allri umræðu um starfsemi fyrirtækisins fagnandi, enda erum við vel meðvituð um þá skyldu orkufyrirtækis þjóðarinnar að veita góðar og skýrar upplýsingar um hvaðeina sem snertir reksturinn. Hlutverk okkar er sem fyrr að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkulinda sem okkur er trúað fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Fullyrðingar um að þjóðin beri skarðan hlut frá borði vegna orkusölu Landsvirkjunar eiga sér engan stuðning í raunveruleikanum. Höfundur er forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Landsvirkjun.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun