Meira en heildartekjur ríkissjóðs Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 17. apríl 2023 11:30 Tryggðar innistæður í fjármálastofnunum á Íslandi námu 1.228 milljörðum króna um síðustu áramót samkvæmt upplýsingum frá Tryggingasjóði vegna fjármálafyrirtækja (TVF) og jukust þær um eitt hundrað milljarða króna á síðasta ári. Í byrjun 2021 voru tryggðar innistæður hins vegar um 1.000 milljarðar. Tryggðar innistæður á Íslandi hafa þannig aukizt um í kringum 100 milljarða króna á ári á undanförnum árum. Komi til þess að ný tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar verði innleidd á Íslandi vegna aðildar landsins að EES-samningnum mun það að öllum líkindum þýða ríkisábyrgð á tryggðum innistæðum. Hérlend stjórnvöld hafa lagt áherzlu á mikilvægi þess að Ísland fái undanþágu frá ákvæðum tilskipunarinnar um ríkisábyrgð en um leið viðurkennt að ólíklegt sé að slík undanþága verði veitt. Til samanburðar voru heildartekjur ríkissjóðs á síðasta ári rúmir 1.142 milljarðar króna eða hátt í 86 milljörðum minni en tryggðar innistæður um síðustu áramót. Tryggðar innistæður miðast við 100 þúsund evra hámark, eða um 15 milljónir króna, samkvæmt gildandi lögum hér á landi en í tilskipun Evrópusambandsins segir að miða skuli við 100 þúsund evrur að lágmarki og hærri upphæðir í ákveðnum tilfellum. Ríkisábyrgð ljóslega fyrir að fara Með hliðsjón af efni tilskipunar Evrópusambandsins um innistæðutryggingar er ljóst að um ríkisábyrgð er að ræða. Það er að auki skilningur sambandsins. Þannig segir í 10. grein hennar að ríki skuli sjá til þess að innistæðutryggingasjóðir séu í stakk búnir til þess að standa við skuldbindingar sínar og tryggja enn fremur aðgengi þeirra að skammtímafjármögnun til þess að mæta kröfum á hendur þeim. Málið varðar þannig kjarna Icesave-málsins sem eins og kunnugt er snerist fyrst og fremst um það hvort íslenzk ríkisábyrgð væri á innistæðum Icesave-netbankans, sem rekinn var í Bretlandi og Hollandi, samkvæmt þágildandi tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar. Svo fór að lokum að EFTA-dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í lok janúar 2013 að henni hefði ekki verið fyrir að fara. Tekið var fram í eldri tilskipuninni að óheimilt væri að veita innistæðutryggingasjóðum opinberan stuðning. Hugsunin var sú að bankar á Evrópska efnahagssvæðinu stæðu jafnfætis í þessum efnum óháð því hvar höfuðstöðvar þeirra væru staðsettar. Með öðrum orðum er þessu algerlega snúið á haus í nýrri tilskipuninni. Þá má geta þess að samkvæmt eldri tilskipuninni var tryggingin 20 þúsund evrur. Viðbrögð ESB við Icesave-deilunni Markmiðið með nýrri tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar er ljóslega ekki sízt að bregðast við Icesave-málinu og dómi EFTA-dómstólsins. Hafa má í huga í því sambandi að Evrópusambandið stefndi sér inn í málið gegn Íslandi fyrir dómstólnum og tók þannig formlega afstöðu gegn landinu. Með tilskipuninni er afstaða sambandsins í málinu, að ríkisábyrgð sé á innistæðum, niður negld lagalega. Tilskipun Evrópusambandsins hefur ekki enn verið tekin upp í EES-samninginn sem fyrr segir en viðbúið er að þess verði krafizt fyrr en síðar. Haustið 2019 sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi utanríkisráðherra, á Alþingi að yrði tilskipunin innleidd með ríkisábyrgð myndi Ísland tapa Icesave-málum framtíðarinnar. Réttara er að slíkt mál muni væntanlega ekki koma upp enda ríkisábyrgð þá staðreynd. Fleiri hafa séð ástæðu til þess að vara við umræddri tilskipun Evrópusambandsins. Þar á meðal Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi fulltrúi í málflutningsteymi Íslands sem rak og flutti Icesave-málið fyrir EFTA-dómstólnum, sem varaði við því fyrr á þessu ári að um væri að ræða hættulega löggjöf fyrir hagsmuni Íslands. Full ástæða er til þess að taka undir þau varnaðarorð hans. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Sjá meira
Tryggðar innistæður í fjármálastofnunum á Íslandi námu 1.228 milljörðum króna um síðustu áramót samkvæmt upplýsingum frá Tryggingasjóði vegna fjármálafyrirtækja (TVF) og jukust þær um eitt hundrað milljarða króna á síðasta ári. Í byrjun 2021 voru tryggðar innistæður hins vegar um 1.000 milljarðar. Tryggðar innistæður á Íslandi hafa þannig aukizt um í kringum 100 milljarða króna á ári á undanförnum árum. Komi til þess að ný tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar verði innleidd á Íslandi vegna aðildar landsins að EES-samningnum mun það að öllum líkindum þýða ríkisábyrgð á tryggðum innistæðum. Hérlend stjórnvöld hafa lagt áherzlu á mikilvægi þess að Ísland fái undanþágu frá ákvæðum tilskipunarinnar um ríkisábyrgð en um leið viðurkennt að ólíklegt sé að slík undanþága verði veitt. Til samanburðar voru heildartekjur ríkissjóðs á síðasta ári rúmir 1.142 milljarðar króna eða hátt í 86 milljörðum minni en tryggðar innistæður um síðustu áramót. Tryggðar innistæður miðast við 100 þúsund evra hámark, eða um 15 milljónir króna, samkvæmt gildandi lögum hér á landi en í tilskipun Evrópusambandsins segir að miða skuli við 100 þúsund evrur að lágmarki og hærri upphæðir í ákveðnum tilfellum. Ríkisábyrgð ljóslega fyrir að fara Með hliðsjón af efni tilskipunar Evrópusambandsins um innistæðutryggingar er ljóst að um ríkisábyrgð er að ræða. Það er að auki skilningur sambandsins. Þannig segir í 10. grein hennar að ríki skuli sjá til þess að innistæðutryggingasjóðir séu í stakk búnir til þess að standa við skuldbindingar sínar og tryggja enn fremur aðgengi þeirra að skammtímafjármögnun til þess að mæta kröfum á hendur þeim. Málið varðar þannig kjarna Icesave-málsins sem eins og kunnugt er snerist fyrst og fremst um það hvort íslenzk ríkisábyrgð væri á innistæðum Icesave-netbankans, sem rekinn var í Bretlandi og Hollandi, samkvæmt þágildandi tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar. Svo fór að lokum að EFTA-dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í lok janúar 2013 að henni hefði ekki verið fyrir að fara. Tekið var fram í eldri tilskipuninni að óheimilt væri að veita innistæðutryggingasjóðum opinberan stuðning. Hugsunin var sú að bankar á Evrópska efnahagssvæðinu stæðu jafnfætis í þessum efnum óháð því hvar höfuðstöðvar þeirra væru staðsettar. Með öðrum orðum er þessu algerlega snúið á haus í nýrri tilskipuninni. Þá má geta þess að samkvæmt eldri tilskipuninni var tryggingin 20 þúsund evrur. Viðbrögð ESB við Icesave-deilunni Markmiðið með nýrri tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar er ljóslega ekki sízt að bregðast við Icesave-málinu og dómi EFTA-dómstólsins. Hafa má í huga í því sambandi að Evrópusambandið stefndi sér inn í málið gegn Íslandi fyrir dómstólnum og tók þannig formlega afstöðu gegn landinu. Með tilskipuninni er afstaða sambandsins í málinu, að ríkisábyrgð sé á innistæðum, niður negld lagalega. Tilskipun Evrópusambandsins hefur ekki enn verið tekin upp í EES-samninginn sem fyrr segir en viðbúið er að þess verði krafizt fyrr en síðar. Haustið 2019 sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi utanríkisráðherra, á Alþingi að yrði tilskipunin innleidd með ríkisábyrgð myndi Ísland tapa Icesave-málum framtíðarinnar. Réttara er að slíkt mál muni væntanlega ekki koma upp enda ríkisábyrgð þá staðreynd. Fleiri hafa séð ástæðu til þess að vara við umræddri tilskipun Evrópusambandsins. Þar á meðal Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi fulltrúi í málflutningsteymi Íslands sem rak og flutti Icesave-málið fyrir EFTA-dómstólnum, sem varaði við því fyrr á þessu ári að um væri að ræða hættulega löggjöf fyrir hagsmuni Íslands. Full ástæða er til þess að taka undir þau varnaðarorð hans. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun