Arnar Grétarsson: Það var ekki það sem varð okkur að falli í dag Sverrir Mar Smárason skrifar 16. apríl 2023 22:18 Arnar Grétarsson tók við Val í vetur. Vísir/Pawel Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var ósáttur með niðurstöðu leiksins og fannst hans lið eiga meira skilið en 0-2 tap gegn Breiðablik á heimavelli. „Þetta eru náttúrlega bara vonbrigði. Maður er ósáttur með að tapa leiknum. Ég er mjög sáttur við frammistöðuna. Erfiðar aðstæður og fáum mark á okkur stuttu eftir að við erum að sleppa í gegn þar sem Tryggvi er kannski smá klaufi og hefði getað gert betur en Anton Ari náði að gera vel. Svo í kjölfarið fáum við á okkur frekar ódýrt mark. Mér fannst við eiga skilið allavega að fara með jafna stöðu í hálfleik ef ekki einu marki yfir. Mér fannst við heilt yfir í fyrri hálfleik en erfitt að spila við þessar aðstæður. Þetta var jafn leikur og tvö lið sem ætluðu að sækja þessi stig. Svo féll þetta þeirra megin í dag,“ sagði Arnar. Liðunum gekk báðum illa að skapa sér álitleg marktækifæri í leiknum í kvöld og þá sérstaklega Valsmönnum sem ógnuðu nánast ekkert að marki Blika í leiknum. „Það er bara í svona leikjum þegar aðstæðurnar gera erfitt fyrir. Mikið að sendingum sem drífa ekki. Ég held að flest færi Blika í seinni hafi verið að menn voru að senda eitthvað út til hliða og við fáum keyrslu á okkur því sendingarnar eru ekki nógu fastar eða slíkt. Tryggvi vippar rétt yfir, skotið frá Guðmundi Andra og nokkrum sinnum komumst við upp. Það er í svona leikjum ekkert mikið um dauðafæri. Við vorum að kíkja á tölfræðina og það er allt mjög svipað. Munurinn er sá að þeir skora mark í fyrri hálfleik og við þurftum að elta leikinn. Það gekk illa að skapa færi í seinni hálfleik og mér fannst að þegar við vorum komnir upp á síðasta þriðjung þá voru smá erfiðleikar. Heilt yfir er ég ánægður með frammistöðuna en ósáttur við úrslitin,“ sagði Arnar. Ákjósanlegt hafsentapar Vals er á meiðslalistanum. Hólmar Örn hefur verið að glíma við nárameiðsli undanfarnar vikur og Elfar Freyr meiddist einnig í nára í gær. „Elli var að meiðast fyrir stuttu en ég held að það sé stutt í Hólmar. Mér fannst báðir strákarnir sem voru þarna í dag (Haukur Páll og Hlynur Freyr) leysa þetta mjög vel. Leiðinlegt fyrir Hlyn að sendingin hans út gerir það að verkum að þeir skora þetta annað mark. Það var ekki það sem varð okkur að falli í dag. Það er oft þunn lína á milli og þetta féll Blikamegin í dag en það er nóg eftir í þessu,“ sagði Arnar að lokum. Íslenski boltinn Valur Breiðablik Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, myndir og viðtöl: Valur - Breiðablik 0-2 | Íslandsmeistararnir komnir á blað Íslandsmeistarar Breiðabliks eru komnir á blað í Bestu deild karla í knattspyrnu eftir súrt tap gegn HK í 1. umferð. Meistararnir unnu góðan 2-0 útisigur á Val í kvöld og eru komnir á blað. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. apríl 2023 21:54 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
„Þetta eru náttúrlega bara vonbrigði. Maður er ósáttur með að tapa leiknum. Ég er mjög sáttur við frammistöðuna. Erfiðar aðstæður og fáum mark á okkur stuttu eftir að við erum að sleppa í gegn þar sem Tryggvi er kannski smá klaufi og hefði getað gert betur en Anton Ari náði að gera vel. Svo í kjölfarið fáum við á okkur frekar ódýrt mark. Mér fannst við eiga skilið allavega að fara með jafna stöðu í hálfleik ef ekki einu marki yfir. Mér fannst við heilt yfir í fyrri hálfleik en erfitt að spila við þessar aðstæður. Þetta var jafn leikur og tvö lið sem ætluðu að sækja þessi stig. Svo féll þetta þeirra megin í dag,“ sagði Arnar. Liðunum gekk báðum illa að skapa sér álitleg marktækifæri í leiknum í kvöld og þá sérstaklega Valsmönnum sem ógnuðu nánast ekkert að marki Blika í leiknum. „Það er bara í svona leikjum þegar aðstæðurnar gera erfitt fyrir. Mikið að sendingum sem drífa ekki. Ég held að flest færi Blika í seinni hafi verið að menn voru að senda eitthvað út til hliða og við fáum keyrslu á okkur því sendingarnar eru ekki nógu fastar eða slíkt. Tryggvi vippar rétt yfir, skotið frá Guðmundi Andra og nokkrum sinnum komumst við upp. Það er í svona leikjum ekkert mikið um dauðafæri. Við vorum að kíkja á tölfræðina og það er allt mjög svipað. Munurinn er sá að þeir skora mark í fyrri hálfleik og við þurftum að elta leikinn. Það gekk illa að skapa færi í seinni hálfleik og mér fannst að þegar við vorum komnir upp á síðasta þriðjung þá voru smá erfiðleikar. Heilt yfir er ég ánægður með frammistöðuna en ósáttur við úrslitin,“ sagði Arnar. Ákjósanlegt hafsentapar Vals er á meiðslalistanum. Hólmar Örn hefur verið að glíma við nárameiðsli undanfarnar vikur og Elfar Freyr meiddist einnig í nára í gær. „Elli var að meiðast fyrir stuttu en ég held að það sé stutt í Hólmar. Mér fannst báðir strákarnir sem voru þarna í dag (Haukur Páll og Hlynur Freyr) leysa þetta mjög vel. Leiðinlegt fyrir Hlyn að sendingin hans út gerir það að verkum að þeir skora þetta annað mark. Það var ekki það sem varð okkur að falli í dag. Það er oft þunn lína á milli og þetta féll Blikamegin í dag en það er nóg eftir í þessu,“ sagði Arnar að lokum.
Íslenski boltinn Valur Breiðablik Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, myndir og viðtöl: Valur - Breiðablik 0-2 | Íslandsmeistararnir komnir á blað Íslandsmeistarar Breiðabliks eru komnir á blað í Bestu deild karla í knattspyrnu eftir súrt tap gegn HK í 1. umferð. Meistararnir unnu góðan 2-0 útisigur á Val í kvöld og eru komnir á blað. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. apríl 2023 21:54 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Valur - Breiðablik 0-2 | Íslandsmeistararnir komnir á blað Íslandsmeistarar Breiðabliks eru komnir á blað í Bestu deild karla í knattspyrnu eftir súrt tap gegn HK í 1. umferð. Meistararnir unnu góðan 2-0 útisigur á Val í kvöld og eru komnir á blað. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. apríl 2023 21:54