Arnar Grétarsson: Það var ekki það sem varð okkur að falli í dag Sverrir Mar Smárason skrifar 16. apríl 2023 22:18 Arnar Grétarsson tók við Val í vetur. Vísir/Pawel Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var ósáttur með niðurstöðu leiksins og fannst hans lið eiga meira skilið en 0-2 tap gegn Breiðablik á heimavelli. „Þetta eru náttúrlega bara vonbrigði. Maður er ósáttur með að tapa leiknum. Ég er mjög sáttur við frammistöðuna. Erfiðar aðstæður og fáum mark á okkur stuttu eftir að við erum að sleppa í gegn þar sem Tryggvi er kannski smá klaufi og hefði getað gert betur en Anton Ari náði að gera vel. Svo í kjölfarið fáum við á okkur frekar ódýrt mark. Mér fannst við eiga skilið allavega að fara með jafna stöðu í hálfleik ef ekki einu marki yfir. Mér fannst við heilt yfir í fyrri hálfleik en erfitt að spila við þessar aðstæður. Þetta var jafn leikur og tvö lið sem ætluðu að sækja þessi stig. Svo féll þetta þeirra megin í dag,“ sagði Arnar. Liðunum gekk báðum illa að skapa sér álitleg marktækifæri í leiknum í kvöld og þá sérstaklega Valsmönnum sem ógnuðu nánast ekkert að marki Blika í leiknum. „Það er bara í svona leikjum þegar aðstæðurnar gera erfitt fyrir. Mikið að sendingum sem drífa ekki. Ég held að flest færi Blika í seinni hafi verið að menn voru að senda eitthvað út til hliða og við fáum keyrslu á okkur því sendingarnar eru ekki nógu fastar eða slíkt. Tryggvi vippar rétt yfir, skotið frá Guðmundi Andra og nokkrum sinnum komumst við upp. Það er í svona leikjum ekkert mikið um dauðafæri. Við vorum að kíkja á tölfræðina og það er allt mjög svipað. Munurinn er sá að þeir skora mark í fyrri hálfleik og við þurftum að elta leikinn. Það gekk illa að skapa færi í seinni hálfleik og mér fannst að þegar við vorum komnir upp á síðasta þriðjung þá voru smá erfiðleikar. Heilt yfir er ég ánægður með frammistöðuna en ósáttur við úrslitin,“ sagði Arnar. Ákjósanlegt hafsentapar Vals er á meiðslalistanum. Hólmar Örn hefur verið að glíma við nárameiðsli undanfarnar vikur og Elfar Freyr meiddist einnig í nára í gær. „Elli var að meiðast fyrir stuttu en ég held að það sé stutt í Hólmar. Mér fannst báðir strákarnir sem voru þarna í dag (Haukur Páll og Hlynur Freyr) leysa þetta mjög vel. Leiðinlegt fyrir Hlyn að sendingin hans út gerir það að verkum að þeir skora þetta annað mark. Það var ekki það sem varð okkur að falli í dag. Það er oft þunn lína á milli og þetta féll Blikamegin í dag en það er nóg eftir í þessu,“ sagði Arnar að lokum. Íslenski boltinn Valur Breiðablik Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, myndir og viðtöl: Valur - Breiðablik 0-2 | Íslandsmeistararnir komnir á blað Íslandsmeistarar Breiðabliks eru komnir á blað í Bestu deild karla í knattspyrnu eftir súrt tap gegn HK í 1. umferð. Meistararnir unnu góðan 2-0 útisigur á Val í kvöld og eru komnir á blað. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. apríl 2023 21:54 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Sjá meira
„Þetta eru náttúrlega bara vonbrigði. Maður er ósáttur með að tapa leiknum. Ég er mjög sáttur við frammistöðuna. Erfiðar aðstæður og fáum mark á okkur stuttu eftir að við erum að sleppa í gegn þar sem Tryggvi er kannski smá klaufi og hefði getað gert betur en Anton Ari náði að gera vel. Svo í kjölfarið fáum við á okkur frekar ódýrt mark. Mér fannst við eiga skilið allavega að fara með jafna stöðu í hálfleik ef ekki einu marki yfir. Mér fannst við heilt yfir í fyrri hálfleik en erfitt að spila við þessar aðstæður. Þetta var jafn leikur og tvö lið sem ætluðu að sækja þessi stig. Svo féll þetta þeirra megin í dag,“ sagði Arnar. Liðunum gekk báðum illa að skapa sér álitleg marktækifæri í leiknum í kvöld og þá sérstaklega Valsmönnum sem ógnuðu nánast ekkert að marki Blika í leiknum. „Það er bara í svona leikjum þegar aðstæðurnar gera erfitt fyrir. Mikið að sendingum sem drífa ekki. Ég held að flest færi Blika í seinni hafi verið að menn voru að senda eitthvað út til hliða og við fáum keyrslu á okkur því sendingarnar eru ekki nógu fastar eða slíkt. Tryggvi vippar rétt yfir, skotið frá Guðmundi Andra og nokkrum sinnum komumst við upp. Það er í svona leikjum ekkert mikið um dauðafæri. Við vorum að kíkja á tölfræðina og það er allt mjög svipað. Munurinn er sá að þeir skora mark í fyrri hálfleik og við þurftum að elta leikinn. Það gekk illa að skapa færi í seinni hálfleik og mér fannst að þegar við vorum komnir upp á síðasta þriðjung þá voru smá erfiðleikar. Heilt yfir er ég ánægður með frammistöðuna en ósáttur við úrslitin,“ sagði Arnar. Ákjósanlegt hafsentapar Vals er á meiðslalistanum. Hólmar Örn hefur verið að glíma við nárameiðsli undanfarnar vikur og Elfar Freyr meiddist einnig í nára í gær. „Elli var að meiðast fyrir stuttu en ég held að það sé stutt í Hólmar. Mér fannst báðir strákarnir sem voru þarna í dag (Haukur Páll og Hlynur Freyr) leysa þetta mjög vel. Leiðinlegt fyrir Hlyn að sendingin hans út gerir það að verkum að þeir skora þetta annað mark. Það var ekki það sem varð okkur að falli í dag. Það er oft þunn lína á milli og þetta féll Blikamegin í dag en það er nóg eftir í þessu,“ sagði Arnar að lokum.
Íslenski boltinn Valur Breiðablik Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, myndir og viðtöl: Valur - Breiðablik 0-2 | Íslandsmeistararnir komnir á blað Íslandsmeistarar Breiðabliks eru komnir á blað í Bestu deild karla í knattspyrnu eftir súrt tap gegn HK í 1. umferð. Meistararnir unnu góðan 2-0 útisigur á Val í kvöld og eru komnir á blað. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. apríl 2023 21:54 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Sjá meira
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Valur - Breiðablik 0-2 | Íslandsmeistararnir komnir á blað Íslandsmeistarar Breiðabliks eru komnir á blað í Bestu deild karla í knattspyrnu eftir súrt tap gegn HK í 1. umferð. Meistararnir unnu góðan 2-0 útisigur á Val í kvöld og eru komnir á blað. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. apríl 2023 21:54