Þjóðverjar deila um lokun síðustu kjarnorkuveranna Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2023 20:00 Lengi hefur staðið til að loka kjarnorkuverum Þýskalands en margir eru ósammála því. AP/Lars Klemmer Þjóðverjar slökktu í gær á þremur síðustu kjarnorkuverunum í landinu. Lokun orkuveranna hafði verið frestað um nokkra mánuði vegna innrásar Rússa í Úkraínu, sem leiddi til þess að Þjóðverjar hættu að kaupa jarðeldsneyti frá Rússlandi og að orkuverð hækkaði töluvert í landinu, eins og víða annarsstaðar í Evrópu. Þýska þjóðin skiptist í fylkingar um það hvað hvort ákvörðunin hafi verið röng eða ekki. Umhverfissinnar og vinstri sinnaðir stjórnmálamenn hafa margir fagnað því að orkuverunum hafi lokað en íhaldssamir stjórnmálamenn og forkólfar atvinnulífsins hafa samkvæmt frétt DW verið gagnrýnir á ákvörðunina og segja hana ógna orkuöryggi Þýskalands. Sérfræðingar segja líklegt að Þjóðverjar muni þurfa að fylla upp í holuna sem lokun orkuveranna skilur á orkukerfi landsins með því að brenna kol, gas og olíu. Orkuverin höfðu verið starfrækt í sex áratugi. Yfirvöld í Þýskalandi segja að það myndi kosta gífurlega fjárfestingu að halda kjarnorkuverunum þremur áfram í gangi, þar sem þau séu orðin mjög gömul. Betra sé að nota þá peninga í fjárfestingar í endurnýjanlegri orku, samkvæmt frétt BBC. Christian Lindner, fjármálaráðherra og leiðtogi FDP, sagði í gær að endurnýjanlegir orkugjafar væru framtíðin, en ef hann hefði haft eitthvað um málið að segja hefði rekstri kjarnorkuveranna verið haldið áfram um tíma, til vonar og vara. Óttast er að orkuverð muni hækka á nýjan leik. Þjóðverjar fá um 44 prósent allrar orku í landinu frá endurnýjanlegum orkulindum og bindur ríkisstjórnin vonir við að það hlutfall geti verið komið upp í áttatíu prósent fyrir árið 2030. Lög hafa verið sett sem gera auðveldara að byggja sólar- og vindorkuver. Áhugasamir geta séð ítarlega sjónvarpsfrétt DW á ensku um kjarnorkuverin frá því í gær. Þar er meðal annars rætt við almenning í Þýskalandi og farið yfir hvað hvor hliðin hefur um málið að segja. Óttast slys Í frétt DW segir að að hluta til megi rekja lokun kjarnorkuvera í Þýskalandi til slyssins í Fukushima í Japan árið 2011 og slyssins í Tsjernobyl árið 1986. Angela Merkel, fyrrverandi kanslari Þýskalands, hafi á sínum tíma samþykkt að loka orkuverunum í Þýskalandi. Í öðrum ríkjum eins og í Bandaríkjunum, Bretlandi, Kína og Frakklandi eru vonir bundnar við að kjarnorkuver geti leyst jarðeldsneyti af hólmi. Í Japan hafi til að mynda verið ákveðið í fyrra að hætta við að loka kjarnorkuverunum þar. Stærsta kjarnorkuver Evrópu tekið í notkun Þá tóku Finnar í dag í notkun stærsta kjarnorkuver Evrópu. Eftir átján mánaða smíði, sem stóð mun lengur yfir en átti að gera upprunalega, var kveikt á einum af þremur kjarnakljúfum í orkuverinu í Olkilutoto í dag. Samkvæmt frétt finnska ríkisútvarpsins YLE, átti framkvæmdum upprunalega að ljúka árið 2009. YLE segir að fyrsti kjarnakljúfurinn sjái Finnum fyrir um fjórtán prósentum af raforkuframleiðslu þeirra. Þegar hinir tveir kjarnakljúfar orkuversins verða einnig teknir í notkun mun orkuverið framleiða um þrjátíu prósent af orku Finnlands. Samkvæmt áætlunum á að starfrækja orkuverið í minnst sextíu ár og er mögulegt að fjórða kjarnakljúfnum verði bætt við. Þýskaland Orkumál Innrás Rússa í Úkraínu Umhverfismál Finnland Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Þýska þjóðin skiptist í fylkingar um það hvað hvort ákvörðunin hafi verið röng eða ekki. Umhverfissinnar og vinstri sinnaðir stjórnmálamenn hafa margir fagnað því að orkuverunum hafi lokað en íhaldssamir stjórnmálamenn og forkólfar atvinnulífsins hafa samkvæmt frétt DW verið gagnrýnir á ákvörðunina og segja hana ógna orkuöryggi Þýskalands. Sérfræðingar segja líklegt að Þjóðverjar muni þurfa að fylla upp í holuna sem lokun orkuveranna skilur á orkukerfi landsins með því að brenna kol, gas og olíu. Orkuverin höfðu verið starfrækt í sex áratugi. Yfirvöld í Þýskalandi segja að það myndi kosta gífurlega fjárfestingu að halda kjarnorkuverunum þremur áfram í gangi, þar sem þau séu orðin mjög gömul. Betra sé að nota þá peninga í fjárfestingar í endurnýjanlegri orku, samkvæmt frétt BBC. Christian Lindner, fjármálaráðherra og leiðtogi FDP, sagði í gær að endurnýjanlegir orkugjafar væru framtíðin, en ef hann hefði haft eitthvað um málið að segja hefði rekstri kjarnorkuveranna verið haldið áfram um tíma, til vonar og vara. Óttast er að orkuverð muni hækka á nýjan leik. Þjóðverjar fá um 44 prósent allrar orku í landinu frá endurnýjanlegum orkulindum og bindur ríkisstjórnin vonir við að það hlutfall geti verið komið upp í áttatíu prósent fyrir árið 2030. Lög hafa verið sett sem gera auðveldara að byggja sólar- og vindorkuver. Áhugasamir geta séð ítarlega sjónvarpsfrétt DW á ensku um kjarnorkuverin frá því í gær. Þar er meðal annars rætt við almenning í Þýskalandi og farið yfir hvað hvor hliðin hefur um málið að segja. Óttast slys Í frétt DW segir að að hluta til megi rekja lokun kjarnorkuvera í Þýskalandi til slyssins í Fukushima í Japan árið 2011 og slyssins í Tsjernobyl árið 1986. Angela Merkel, fyrrverandi kanslari Þýskalands, hafi á sínum tíma samþykkt að loka orkuverunum í Þýskalandi. Í öðrum ríkjum eins og í Bandaríkjunum, Bretlandi, Kína og Frakklandi eru vonir bundnar við að kjarnorkuver geti leyst jarðeldsneyti af hólmi. Í Japan hafi til að mynda verið ákveðið í fyrra að hætta við að loka kjarnorkuverunum þar. Stærsta kjarnorkuver Evrópu tekið í notkun Þá tóku Finnar í dag í notkun stærsta kjarnorkuver Evrópu. Eftir átján mánaða smíði, sem stóð mun lengur yfir en átti að gera upprunalega, var kveikt á einum af þremur kjarnakljúfum í orkuverinu í Olkilutoto í dag. Samkvæmt frétt finnska ríkisútvarpsins YLE, átti framkvæmdum upprunalega að ljúka árið 2009. YLE segir að fyrsti kjarnakljúfurinn sjái Finnum fyrir um fjórtán prósentum af raforkuframleiðslu þeirra. Þegar hinir tveir kjarnakljúfar orkuversins verða einnig teknir í notkun mun orkuverið framleiða um þrjátíu prósent af orku Finnlands. Samkvæmt áætlunum á að starfrækja orkuverið í minnst sextíu ár og er mögulegt að fjórða kjarnakljúfnum verði bætt við.
Þýskaland Orkumál Innrás Rússa í Úkraínu Umhverfismál Finnland Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira