Mjólkurafurðir hækka minnst í verði á Íslandi Erna Bjarnadóttir skrifar 14. apríl 2023 15:31 Um nýliðna páskahelgi steig formaður Viðreisnar fram í grein á Vísi og lýsti eigin undrun og skelfingu við að greiða fyrir mat á Íslandi. Var helst á henni að skilja að allt stafaði það af stöðu Mjólkursamsölunnar á markaði hérlendis og var engu til sparað í lýsingum á afleiðingum þess. Verðhækkanir á mjólk innan ESB og á Íslandi Nú er það staðreynd sem í engu var vikið að í þessari grein að hvergi innan ESB hafa mjólk og mjólkurvörur hækkað minna í verði sl. 12 mánuði en hér á landi. Þegar hækkanir milli febrúar 2022 og febrúar 2023 eru skoðaðar sést að á Íslandi hækkuðu mjólk og mjólkurvörur um 13,4% en um 28,4% að meðaltali í ESB, minnst á Möltu um 13,5%. Undanfarin þrjú ár hafa dunið á nær fordæmalausar hækkanir á verði margra mikilvægra aðfanga til matvælaframleiðslu. Þannig geta kúabændur lesið í bókhaldi sínu að á síðastliðnum þremur árum hefur hækkun aðfanga til mjólkurframleiðslu meðal annars birst í 110% hækkun á áburði, 50% hækkun á kjarnfóðri, 76% hækkun á olíu og 70% hækkun á rúlluplasti. Á þessum tíma, frá 1. janúar 2020, hefur verð til mjólkurframleiðenda hins vegar hækkað um 34,7% sem hefur þó ekki dugað til að standa undir þeim kostnaðarhækkunum sem bændur hafa orðið fyrir. Með öðrum orðum bændur hafa engar launahækkanir fengið á tímabilinu. Til samanburðar hefur mjólkurverð til danskra kúabænda hækkað um 80% á sama tíma. Tollaniðurfellingar á Spáni til lækkunar verðbólgu? En formaður Viðreisnar lætur gamminn síðan geisa áfram og bregður þar fyrir nokkurri „sannleiksförðun“ svo notað sé hugtak sem er fengið að láni frá lögfræðingi hér í borginni. Hún heldur því t.d. fram að niðurfelling tolla á matvöru hafi gefið góða raun sem viðbragð við verðbólgu á Spáni. Auðvitað ætti hún að vita betur. Spánn sem aðili að tollabandalagi ESB fellir ekki einhliða niður neina tolla. Það sem gerðist á Spáni var að virðisaukaskattur á mikilvægar matvörur var ýmist felldur niður (brauð, ostar, mjólk ávextir grænmeti og korn) eða lækkaður (pasta og matarolíur). Hér á landi hefur ekki verið valið að fara slíka leið. Þetta kann þó að skýrast af því að mjólkurverð á Spáni hækkaði sem dæmi um 25,3% á ársgrundvelli miðað við febrúar sl. og matvælaverð almennt um 16,7% meðan almenn verðbólga á sama tíma var 6% samkvæmt upplýsingum á vefsvæði ESB um fæðuöryggi. Er betra að veifa röngu tré en öngvu? Ekki er heldur hægt annað en að kalla það „sannleiksförðun“ að segja Mjólkursamsöluna vera einokunarfyrirtæki sem hafi komist í þá stöðu í skjóli verndartolla. Mjólkursamsalan telst vissulega hafa markaðsráðandi stöðu en hefur um leið ríkar skyldur. Eigendur hennar bera þá skyldu að sækja og kaupa alla mjólk sem bændur framleiða á sama verði um allt land, verði sem ákveðið er af opinberri nefnd. Á sama hátt greiða kaupendur vara frá MS sama verð hvar sem er á landinu. Tollar á innfluttar mjólkurvörur eru hluti af starfsumhverfi kúabænda sem saman eiga MS (Auðhumla sem er samvinnufélag kúabænda að 80% og Kaupfélags Skagfirðinga sem m.a. er í eigu kúabænda í Skagafirði að 20%). Mjólkursamsalan ehf er því fyrirtæki í eigu þessara framleiðenda og starfar á grundvelli 71. greinar búvörulaga sem fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ætti að þekkja til. Afurðir fyrirtækisins eru einnig að stórum hluta verðlagðar af opinberri nefnd. Gleðilega páska 2024 Það verður eflaust margt ritað og rætt um matvælaverð næsta árið en páskana 2024 ber þá upp á sunnudaginn 31. mars. Vonandi mun þau sem þátt taka í þeim umræðum halda sig við efnislegar staðreyndir en ekki slengja fram fullyrðingum sem standast ekki skoðun. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Skattar og tollar Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Um nýliðna páskahelgi steig formaður Viðreisnar fram í grein á Vísi og lýsti eigin undrun og skelfingu við að greiða fyrir mat á Íslandi. Var helst á henni að skilja að allt stafaði það af stöðu Mjólkursamsölunnar á markaði hérlendis og var engu til sparað í lýsingum á afleiðingum þess. Verðhækkanir á mjólk innan ESB og á Íslandi Nú er það staðreynd sem í engu var vikið að í þessari grein að hvergi innan ESB hafa mjólk og mjólkurvörur hækkað minna í verði sl. 12 mánuði en hér á landi. Þegar hækkanir milli febrúar 2022 og febrúar 2023 eru skoðaðar sést að á Íslandi hækkuðu mjólk og mjólkurvörur um 13,4% en um 28,4% að meðaltali í ESB, minnst á Möltu um 13,5%. Undanfarin þrjú ár hafa dunið á nær fordæmalausar hækkanir á verði margra mikilvægra aðfanga til matvælaframleiðslu. Þannig geta kúabændur lesið í bókhaldi sínu að á síðastliðnum þremur árum hefur hækkun aðfanga til mjólkurframleiðslu meðal annars birst í 110% hækkun á áburði, 50% hækkun á kjarnfóðri, 76% hækkun á olíu og 70% hækkun á rúlluplasti. Á þessum tíma, frá 1. janúar 2020, hefur verð til mjólkurframleiðenda hins vegar hækkað um 34,7% sem hefur þó ekki dugað til að standa undir þeim kostnaðarhækkunum sem bændur hafa orðið fyrir. Með öðrum orðum bændur hafa engar launahækkanir fengið á tímabilinu. Til samanburðar hefur mjólkurverð til danskra kúabænda hækkað um 80% á sama tíma. Tollaniðurfellingar á Spáni til lækkunar verðbólgu? En formaður Viðreisnar lætur gamminn síðan geisa áfram og bregður þar fyrir nokkurri „sannleiksförðun“ svo notað sé hugtak sem er fengið að láni frá lögfræðingi hér í borginni. Hún heldur því t.d. fram að niðurfelling tolla á matvöru hafi gefið góða raun sem viðbragð við verðbólgu á Spáni. Auðvitað ætti hún að vita betur. Spánn sem aðili að tollabandalagi ESB fellir ekki einhliða niður neina tolla. Það sem gerðist á Spáni var að virðisaukaskattur á mikilvægar matvörur var ýmist felldur niður (brauð, ostar, mjólk ávextir grænmeti og korn) eða lækkaður (pasta og matarolíur). Hér á landi hefur ekki verið valið að fara slíka leið. Þetta kann þó að skýrast af því að mjólkurverð á Spáni hækkaði sem dæmi um 25,3% á ársgrundvelli miðað við febrúar sl. og matvælaverð almennt um 16,7% meðan almenn verðbólga á sama tíma var 6% samkvæmt upplýsingum á vefsvæði ESB um fæðuöryggi. Er betra að veifa röngu tré en öngvu? Ekki er heldur hægt annað en að kalla það „sannleiksförðun“ að segja Mjólkursamsöluna vera einokunarfyrirtæki sem hafi komist í þá stöðu í skjóli verndartolla. Mjólkursamsalan telst vissulega hafa markaðsráðandi stöðu en hefur um leið ríkar skyldur. Eigendur hennar bera þá skyldu að sækja og kaupa alla mjólk sem bændur framleiða á sama verði um allt land, verði sem ákveðið er af opinberri nefnd. Á sama hátt greiða kaupendur vara frá MS sama verð hvar sem er á landinu. Tollar á innfluttar mjólkurvörur eru hluti af starfsumhverfi kúabænda sem saman eiga MS (Auðhumla sem er samvinnufélag kúabænda að 80% og Kaupfélags Skagfirðinga sem m.a. er í eigu kúabænda í Skagafirði að 20%). Mjólkursamsalan ehf er því fyrirtæki í eigu þessara framleiðenda og starfar á grundvelli 71. greinar búvörulaga sem fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ætti að þekkja til. Afurðir fyrirtækisins eru einnig að stórum hluta verðlagðar af opinberri nefnd. Gleðilega páska 2024 Það verður eflaust margt ritað og rætt um matvælaverð næsta árið en páskana 2024 ber þá upp á sunnudaginn 31. mars. Vonandi mun þau sem þátt taka í þeim umræðum halda sig við efnislegar staðreyndir en ekki slengja fram fullyrðingum sem standast ekki skoðun. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun