Matarvenjur Íslendinga og umhverfið Ragnhildur Guðmannsdóttir skrifar 14. apríl 2023 08:31 Mataræði og neysluvenjur almennings og landbúnaðarmenning eru lykilþættir í allri umræðu um umhverfismál, hnattræna hlýnun og heilbrigði vistkerfa jarðar. Því er mikilvægt að fylgjast vel með þróun þessara málaflokka og að stjórnvöld móti stefnu í þessum málum, sem byggi á bestu fáanlegri þekkingu. Hér verður stiklað á stóru í þeirri stöðu sem nú blasir við hér á landi og þá stefnu sem nágrannalönd hafa tekið. Landskönnun á mataræði Niðurstöður landskönnunar á mataræði fullorðinna frá árunum 2019-2021 gefa til kynna að mjög fáir fylgi í dag opinberum ráðleggingum um mataræði. Þegar landskönnun á mataræði er borin saman við ráðleggingar Embættis landlæknis kemur í ljós að einungis 2% þátttakenda náðu ráðlögðum dagskammti af ávöxtum og grænmeti, sem er 500 grömm. Auk þess náðu aðeins 27% þátttakenda að uppfylla ráðleggingar um sjötíu gramma daglega lágmarksneyslu á heilkornavörum. Rúmlega 30% þátttakenda fylgja ráðleggingum um 2-3 fiskmáltíðir á viku sem jafngildir 375 grömmum. Borið saman við fyrri landskönnun frá 2010-2011, Þá hefur mjólkurneysla dregist saman um 17% frá fyrri könnun (er núna 245 grömm á dag) en þær breytingar hafa þó orðið að neysla nýmjólkur og osta hefur aukist í stað fituminni mjólkurvara. Þessi samdráttur skýrist einnig að hluta til af aukningu á neyslu jurtadrykkja sem er nú um 14 grömm á dag að meðaltali. Neysla á rauðu kjöti hefur einnig dregist lítillega saman, þó hún teljist en í hærra lagi í alþjóðlegum samanburði og fóru um 60% þátttakenda yfir viðmið um hámarksneyslu á rauðu kjöti upp á 500 gr. á viku, en rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl milli hennar og verri heilsu. Fæðuumhverfi og áhrif þess Matvælavinnsla á heimsvísu hefur umtalsverð neikvæð umhverfisáhrif. Þannig er landbúnaður í heiminum ábyrgur fyrir á u.þ.b. 80% af tapi líffræðilegs fjölbreytileika og 30% af allri losun gróðurhúsalofttegunda. Þar vegur kjöt og mjólkurframleiðsla þungt því hún krefst mestrar nýtingar auðlinda og losar mest af gróðurhúsalofttegundum í samanburði við önnur matvæli. Sem dæmi má nefna að um 50% af öllu byggilegu flatarmáli jarðar er nýtt til matvælaframleiðslu en af því eru um 80% landnotkunar bundin við framleiðslu á dýraafurðum. Svo umfangsmikil landnýting dregur verulega úr möguleikum á kolefnisbindingu og veldur í mörgum tilfellum varanlegum og óafturkræfum skaða, svo sem eyðingu regnskóga til fóður og matvælaframleiðslu. Í nýlegri grein sem birtist í tímaritinu Nature Climate Change komust höfundar að þeirri niðurstöðu að óbreytt neyslumynstur matvæla eins og það var árið 2020, án nokkurrar aukningar í framleiðslu, myndi leiða til um allt að einnar gráðu hækkunar á hitastigi fyrir lok þessarar aldar. Erlendir straumar Í nýlegri matvælastefnu fyrir Ísland er lögð áhersla á að horft skuli til kolefnisspors matvæla þegar kemur að framtíða ráðleggingum um mataræði. Þetta er í samræmi við Norrænar næringarráðleggingar, sem koma út nú í sumar, en í þeim verða sjálfbærnisjónarmið í forgrunni á grundvelli nýjustu þekkingu vísindanna. Í Danmörku hafa nú verið gefnar út uppfærðar mataræðisráðleggingar, þar sem áhersla er lögð á neyslu næringarríkra matvæla í sátt við umhverfissjónarmið. Þær ráðleggingar slá hugsanlega tóninn fyrir það sem koma skal hér og annars staðar. í þeim ráðleggingum er lagt til að takmarka kjötneyslu við 350 grömm á viku og takmarka þá sérstaklega neyslu á nautakjöti og lambakjöti. Einnig er mælt með minni neyslu á mjólk og mjólkurvörum. Á móti er lagt til að fólk njóti fjölbreytts fæðis, þar sem plöntuafurðir séu ríkjandi. Einnig er lögð aukna áherslu á að minnka matarsóun, en hún getur haft verulegt vægi þegar kemur að umhverfisáhrifum. Þegar niðurstöður landskönnunar eru borin saman við dönsku ráðleggingarnar má sjá að Íslendingar eiga enn langt í land þegar litið er til þeirra viðmiða sem þar eru sett fram. Horft til margvíslegra umhverfisáhrifa Samsetning mataræðis þjóða er talin til mikilvægra þátta í markmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Mikilvægt er að horft sé til fleiri umhverfisáhrifa en losunar gróðurhúsalofttegunda. Þar má t.d. nefna líffræðilegan fjölbreytileika, landnotkun, vatnsnotkun og matarsóun. Til að draga úr skaðlegum umhverfisáhrifum fæðukerfa er aukin meðvitund almennings um mataræði og fæðuval lykilatriði. Verkefnið Sjálfbært heilsusamlegt mataræði: Vísindi sem vegvísir í átt að sjálfbærri þróun er þverfaglegt samvinnuverkefni nokkurra deilda Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands og verkfræðistofunnar EFLU. Þar er lögð áhersla á að greina þau svið þar sem nýsköpun og rannsóknir myndu skila sem mestum ávinningi til að auka sjálfbærni íslensks matvælaiðnaðar. Unnið er að lífsferilsgreiningu matvæla til að kortleggja umhverfisáhrif íslenskra fæðukerfa svo hægt sé að bæta framleiðslu í sjálfbærari átt. Einnig er unnið að því að meta inntöku næringarefna og kolefnisspor mataræðis út frá könnunum. Eitt meginmarkmið af þessari vinnu er að veita stjórnvöldum tól til að taka tillit til sjálfbærni þegar settar eru fram lýðheilsutengdar tillögur um mataræði og aðra fæðutengda stefnumótun. Á Íslandi þarf að eiga sér stað opin og heiðarleg umræða um mat, næringu og sjálfbærni, á grundvelli þekkingar. Bætt mataræði og minni matarsóun eru tveir áhrifaþættir af mörgum til að færast nær sjálfbærnimarkmiðum SÞ. Þá er ljóst að framþróun í framleiðsluháttum matvæla hefur einnig veruleg áhrif á ofantalda þætti. Þó við fyrstu sýn gæti minnkun á kjöt- og mjólkurvörum vakið áhyggjur meðal margra, er ljóst að í stöðunni felast einnig tækifæri til nýsköpunar. Til dæmis þegar kemur að nýtingu á óhefðbundnum eða vannýttum hráefnum í matvælaframleiðslu, þvert á íslensk fæðukerfi. Þar er m.a. hægt að horfa til hraðari þróunar í íslenskum sjávarútvegi á nýtingu lífrænna hliðarstrauma til verðmætasköpunar. Þegar horft er til framtíðar eru einnig ýmis tækifæri í þróun nýrra próteinríkra matvæla, en rannsóknir standa m.a. yfir í frumulandbúnaði (e. Cellular Agriculture) þar sem framleiðsla ýmissa landbúnaðarafurða, eins og kjöts, eggja og mjólkur, er framkvæmd með frumuræktun og stýrðri gerjun. Mikilvægt er að fólk með mismunandi bakgrunn og þekkingu vinni saman að því að þróa slíkar lausnir, bæði í matvælaframleiðslu og þegar kemur að lýðheilsu þjóðarinnar. Næstu ár munu bera með sér umtalsverðar breytingar á framleiðslu og nýtingu matvæla, en einnig á mataræði þjóðarinnar. Enn eru tækifæri til að vinna gegn loftslagsvánni sem steðjar að okkur og þar munu breytingar á neyslu og framleiðslu matvæla ekki skipta síður máli en breytingar í átt að sjálfbærari orkugjöfum. Ólíklegt er að einstaklingsbundnar ákvarðanir neytenda dugi einar og sér til árangurs. Því er mikilvægt að stjórnvöld hafi frumkvæði að breytingum í átt að sjálfbærri matvælaframleiðslu ef tryggja á heilsu almennings og umhverfis til framtíðar. Höfundur er doktorsnemi við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Heilsa Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mataræði og neysluvenjur almennings og landbúnaðarmenning eru lykilþættir í allri umræðu um umhverfismál, hnattræna hlýnun og heilbrigði vistkerfa jarðar. Því er mikilvægt að fylgjast vel með þróun þessara málaflokka og að stjórnvöld móti stefnu í þessum málum, sem byggi á bestu fáanlegri þekkingu. Hér verður stiklað á stóru í þeirri stöðu sem nú blasir við hér á landi og þá stefnu sem nágrannalönd hafa tekið. Landskönnun á mataræði Niðurstöður landskönnunar á mataræði fullorðinna frá árunum 2019-2021 gefa til kynna að mjög fáir fylgi í dag opinberum ráðleggingum um mataræði. Þegar landskönnun á mataræði er borin saman við ráðleggingar Embættis landlæknis kemur í ljós að einungis 2% þátttakenda náðu ráðlögðum dagskammti af ávöxtum og grænmeti, sem er 500 grömm. Auk þess náðu aðeins 27% þátttakenda að uppfylla ráðleggingar um sjötíu gramma daglega lágmarksneyslu á heilkornavörum. Rúmlega 30% þátttakenda fylgja ráðleggingum um 2-3 fiskmáltíðir á viku sem jafngildir 375 grömmum. Borið saman við fyrri landskönnun frá 2010-2011, Þá hefur mjólkurneysla dregist saman um 17% frá fyrri könnun (er núna 245 grömm á dag) en þær breytingar hafa þó orðið að neysla nýmjólkur og osta hefur aukist í stað fituminni mjólkurvara. Þessi samdráttur skýrist einnig að hluta til af aukningu á neyslu jurtadrykkja sem er nú um 14 grömm á dag að meðaltali. Neysla á rauðu kjöti hefur einnig dregist lítillega saman, þó hún teljist en í hærra lagi í alþjóðlegum samanburði og fóru um 60% þátttakenda yfir viðmið um hámarksneyslu á rauðu kjöti upp á 500 gr. á viku, en rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl milli hennar og verri heilsu. Fæðuumhverfi og áhrif þess Matvælavinnsla á heimsvísu hefur umtalsverð neikvæð umhverfisáhrif. Þannig er landbúnaður í heiminum ábyrgur fyrir á u.þ.b. 80% af tapi líffræðilegs fjölbreytileika og 30% af allri losun gróðurhúsalofttegunda. Þar vegur kjöt og mjólkurframleiðsla þungt því hún krefst mestrar nýtingar auðlinda og losar mest af gróðurhúsalofttegundum í samanburði við önnur matvæli. Sem dæmi má nefna að um 50% af öllu byggilegu flatarmáli jarðar er nýtt til matvælaframleiðslu en af því eru um 80% landnotkunar bundin við framleiðslu á dýraafurðum. Svo umfangsmikil landnýting dregur verulega úr möguleikum á kolefnisbindingu og veldur í mörgum tilfellum varanlegum og óafturkræfum skaða, svo sem eyðingu regnskóga til fóður og matvælaframleiðslu. Í nýlegri grein sem birtist í tímaritinu Nature Climate Change komust höfundar að þeirri niðurstöðu að óbreytt neyslumynstur matvæla eins og það var árið 2020, án nokkurrar aukningar í framleiðslu, myndi leiða til um allt að einnar gráðu hækkunar á hitastigi fyrir lok þessarar aldar. Erlendir straumar Í nýlegri matvælastefnu fyrir Ísland er lögð áhersla á að horft skuli til kolefnisspors matvæla þegar kemur að framtíða ráðleggingum um mataræði. Þetta er í samræmi við Norrænar næringarráðleggingar, sem koma út nú í sumar, en í þeim verða sjálfbærnisjónarmið í forgrunni á grundvelli nýjustu þekkingu vísindanna. Í Danmörku hafa nú verið gefnar út uppfærðar mataræðisráðleggingar, þar sem áhersla er lögð á neyslu næringarríkra matvæla í sátt við umhverfissjónarmið. Þær ráðleggingar slá hugsanlega tóninn fyrir það sem koma skal hér og annars staðar. í þeim ráðleggingum er lagt til að takmarka kjötneyslu við 350 grömm á viku og takmarka þá sérstaklega neyslu á nautakjöti og lambakjöti. Einnig er mælt með minni neyslu á mjólk og mjólkurvörum. Á móti er lagt til að fólk njóti fjölbreytts fæðis, þar sem plöntuafurðir séu ríkjandi. Einnig er lögð aukna áherslu á að minnka matarsóun, en hún getur haft verulegt vægi þegar kemur að umhverfisáhrifum. Þegar niðurstöður landskönnunar eru borin saman við dönsku ráðleggingarnar má sjá að Íslendingar eiga enn langt í land þegar litið er til þeirra viðmiða sem þar eru sett fram. Horft til margvíslegra umhverfisáhrifa Samsetning mataræðis þjóða er talin til mikilvægra þátta í markmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Mikilvægt er að horft sé til fleiri umhverfisáhrifa en losunar gróðurhúsalofttegunda. Þar má t.d. nefna líffræðilegan fjölbreytileika, landnotkun, vatnsnotkun og matarsóun. Til að draga úr skaðlegum umhverfisáhrifum fæðukerfa er aukin meðvitund almennings um mataræði og fæðuval lykilatriði. Verkefnið Sjálfbært heilsusamlegt mataræði: Vísindi sem vegvísir í átt að sjálfbærri þróun er þverfaglegt samvinnuverkefni nokkurra deilda Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands og verkfræðistofunnar EFLU. Þar er lögð áhersla á að greina þau svið þar sem nýsköpun og rannsóknir myndu skila sem mestum ávinningi til að auka sjálfbærni íslensks matvælaiðnaðar. Unnið er að lífsferilsgreiningu matvæla til að kortleggja umhverfisáhrif íslenskra fæðukerfa svo hægt sé að bæta framleiðslu í sjálfbærari átt. Einnig er unnið að því að meta inntöku næringarefna og kolefnisspor mataræðis út frá könnunum. Eitt meginmarkmið af þessari vinnu er að veita stjórnvöldum tól til að taka tillit til sjálfbærni þegar settar eru fram lýðheilsutengdar tillögur um mataræði og aðra fæðutengda stefnumótun. Á Íslandi þarf að eiga sér stað opin og heiðarleg umræða um mat, næringu og sjálfbærni, á grundvelli þekkingar. Bætt mataræði og minni matarsóun eru tveir áhrifaþættir af mörgum til að færast nær sjálfbærnimarkmiðum SÞ. Þá er ljóst að framþróun í framleiðsluháttum matvæla hefur einnig veruleg áhrif á ofantalda þætti. Þó við fyrstu sýn gæti minnkun á kjöt- og mjólkurvörum vakið áhyggjur meðal margra, er ljóst að í stöðunni felast einnig tækifæri til nýsköpunar. Til dæmis þegar kemur að nýtingu á óhefðbundnum eða vannýttum hráefnum í matvælaframleiðslu, þvert á íslensk fæðukerfi. Þar er m.a. hægt að horfa til hraðari þróunar í íslenskum sjávarútvegi á nýtingu lífrænna hliðarstrauma til verðmætasköpunar. Þegar horft er til framtíðar eru einnig ýmis tækifæri í þróun nýrra próteinríkra matvæla, en rannsóknir standa m.a. yfir í frumulandbúnaði (e. Cellular Agriculture) þar sem framleiðsla ýmissa landbúnaðarafurða, eins og kjöts, eggja og mjólkur, er framkvæmd með frumuræktun og stýrðri gerjun. Mikilvægt er að fólk með mismunandi bakgrunn og þekkingu vinni saman að því að þróa slíkar lausnir, bæði í matvælaframleiðslu og þegar kemur að lýðheilsu þjóðarinnar. Næstu ár munu bera með sér umtalsverðar breytingar á framleiðslu og nýtingu matvæla, en einnig á mataræði þjóðarinnar. Enn eru tækifæri til að vinna gegn loftslagsvánni sem steðjar að okkur og þar munu breytingar á neyslu og framleiðslu matvæla ekki skipta síður máli en breytingar í átt að sjálfbærari orkugjöfum. Ólíklegt er að einstaklingsbundnar ákvarðanir neytenda dugi einar og sér til árangurs. Því er mikilvægt að stjórnvöld hafi frumkvæði að breytingum í átt að sjálfbærri matvælaframleiðslu ef tryggja á heilsu almennings og umhverfis til framtíðar. Höfundur er doktorsnemi við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun