Unglingar eru ekki fullorðnir Guðmundur Kári Þorgrímsson skrifar 13. apríl 2023 23:07 Unglingar eru hvorki fullorðið fólk né lítil börn en börn samt sem áður. Þau eru þarna einhvers staðar á milli. Á þessum dásamlega aldri þar sem þau eru að vaxa, að stálpast en hafa ekki tekið út fullan þroska. Í dag, sem og á árum áður, upplifa unglingar mikla togstreitu milli þess að vera barn og fullorðinn einstaklingur. Þetta er hins vegar ekki einungis innri togstreita. Það er líkt og samfélagið leyfi unglingum ekki að vera unglingar. En þau eru einmitt það. Unglingar. Við setjum á þau kröfur um það að vera fullorðin í ákveðnum aðstæðum en börn í öðrum. Þau eiga að kunna að haga sér en daginn eftir eiga þau líka að kunna að fara bara út og leika sér. Þau eiga að kunna hluti sem þeim hafa aldrei verið kenndir. En samt eru þau ekki nógu þroskuð til að framkvæma þá sjálf. Þau eiga að vita hvernig þau eiga að bregðast við í aðstæðum sem þau hafa aldrei áður lent í. En samt eiga þau ekki að takast á við hlutina ein. Þau eiga að hafa vit á hlutum sem þau hafa aldrei áður heyrt um. En samt eru þau of vitlaus til að taka þátt í samræðunum hvort sem er. Við segjum við 14 ára barn að það sé „komið í fullorðinna manna tölu“ þegar það stendur á altari, þiggur oblátu og sýpur af víni. En barnið er ekki fullorðið. Það er unglingur sem á eftir að taka út svo mikinn þroska, gera svo mörg mistök, læra svo mikið. Við spyrjum unglinga af hverju þau hagi sér ekki eins og fullorðið fólk þegar þeim verður á í samskiptum, umgengni, námi. Á sama tíma segjum við þeim að þau séu börn og megi ekki taka eigin ákvarðanir, fara með fjárráð, haga svefni sínum sjálf. Hættum að gera þá kröfu til unglinga að þau hagi sér eins og fullorðið fólk. Leyfum þeim að vera það sem þau eru. Unglingar. Höfundur er umsjónarkennari á elsta stigi í grunnskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Sjá meira
Unglingar eru hvorki fullorðið fólk né lítil börn en börn samt sem áður. Þau eru þarna einhvers staðar á milli. Á þessum dásamlega aldri þar sem þau eru að vaxa, að stálpast en hafa ekki tekið út fullan þroska. Í dag, sem og á árum áður, upplifa unglingar mikla togstreitu milli þess að vera barn og fullorðinn einstaklingur. Þetta er hins vegar ekki einungis innri togstreita. Það er líkt og samfélagið leyfi unglingum ekki að vera unglingar. En þau eru einmitt það. Unglingar. Við setjum á þau kröfur um það að vera fullorðin í ákveðnum aðstæðum en börn í öðrum. Þau eiga að kunna að haga sér en daginn eftir eiga þau líka að kunna að fara bara út og leika sér. Þau eiga að kunna hluti sem þeim hafa aldrei verið kenndir. En samt eru þau ekki nógu þroskuð til að framkvæma þá sjálf. Þau eiga að vita hvernig þau eiga að bregðast við í aðstæðum sem þau hafa aldrei áður lent í. En samt eiga þau ekki að takast á við hlutina ein. Þau eiga að hafa vit á hlutum sem þau hafa aldrei áður heyrt um. En samt eru þau of vitlaus til að taka þátt í samræðunum hvort sem er. Við segjum við 14 ára barn að það sé „komið í fullorðinna manna tölu“ þegar það stendur á altari, þiggur oblátu og sýpur af víni. En barnið er ekki fullorðið. Það er unglingur sem á eftir að taka út svo mikinn þroska, gera svo mörg mistök, læra svo mikið. Við spyrjum unglinga af hverju þau hagi sér ekki eins og fullorðið fólk þegar þeim verður á í samskiptum, umgengni, námi. Á sama tíma segjum við þeim að þau séu börn og megi ekki taka eigin ákvarðanir, fara með fjárráð, haga svefni sínum sjálf. Hættum að gera þá kröfu til unglinga að þau hagi sér eins og fullorðið fólk. Leyfum þeim að vera það sem þau eru. Unglingar. Höfundur er umsjónarkennari á elsta stigi í grunnskóla.
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun