MS segir koma til greina að endurskoða markpósta til foreldra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. apríl 2023 06:41 Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur segir foreldra fullfæra um að sjá um næringu barna sinna. Aðsend Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri hjá Mjólkursamsölunni, segir koma til greina að endurskoða þá aðferðafræði að senda markpóst heim til einstaklinga sem hafa nýverið eignast barn. „Við viljum auðvitað ekki valda fólki ama með þessum markpósti,“ segir hann í svörum við fyrirspurn fréttastofu. Vísir greindi frá gagnrýni móður í gær, sem sagði meðal annars galið að inni á vefnum Heilsuvera væri talað um einstök vörumerki. Þá sagðist hún hafa sent Persónuvernd fyrirspurn vegna fyrirtækja sem virðast fá upplýsingar um fæðingar á landinu. „Ég spyr hvaðan MS fær þessar upplýsingar,“ sagði Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur um markpóst MS um Stoðmjólk, „af hverju þau hafi aðgang að þeim og hvers vegna þetta fyrirtæki megi senda svona.“ Björn segir MS af og til fá skilaboð eða spurningar frá foreldrum um markpóstinn en fyrirtækið notist við þjónustu Þjóðskrár og fái þaðan útsendingarlista fyrir foreldra 6 til 7 mánaða gamalla barna. „Samkvæmt opinberum ráðleggingum um næringu ungbarna er mælt með að börn fái Stoðmjólk, þ.e. sérstaka stoðblöndu eða þurrmjólk, þegar hætt er að gefa barninu móðurmjólk,“ segir Björn. „Stoðmjólk var þróuð á sínum tíma í samvinnu við rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala og samstarfshóp um næringu ungbarna á vegum Manneldisráðs, Landlæknisembættisins, barnalækna við Landspítala, félags barnahjúkrunarfræðinga og félags heilsugæsluhjúkrunarfræðinga. Stoðmjólkin er sniðin að þörfum ung- og smábarna frá 6 mánaða aldri og samsetningin samkvæmt reglugerð um ungbarnablöndur og stoðblöndur. Þegar Stoðmjólkin kom á markað fyrir 20 árum var járnskortur nokkuð algengur meðal íslenskra ungbarna en með tilkomu vörunnar og breyttra ráðlegginga um næringu ungbarna hefur tekist nánast að útrýma járnskorti meðal íslenskra ungbarna. Það hefur verið staðfest með rannsókn sem gerð var á íslenskum börnum fæddum árið 2005. Niðurstöður þeirrar rannsóknar voru birtar í European Journal of Clinical Nutrition 2012,“ segir Björn. Hulda, sem er vegan, benti hins vegar á að fólk væri meðvitað um að börn þyrftu járn, fitusýrur og önnur mikilvæg næringarefni. „Umhverfi okkar er þannig í dag að við getum lesið okkur til, valið hvaða næringu við ætlum að gefa og það þarf ekki að ota ákveðinni vöru frá MS að okkur,“ sagði hún. Matvælaframleiðsla Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Vísir greindi frá gagnrýni móður í gær, sem sagði meðal annars galið að inni á vefnum Heilsuvera væri talað um einstök vörumerki. Þá sagðist hún hafa sent Persónuvernd fyrirspurn vegna fyrirtækja sem virðast fá upplýsingar um fæðingar á landinu. „Ég spyr hvaðan MS fær þessar upplýsingar,“ sagði Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur um markpóst MS um Stoðmjólk, „af hverju þau hafi aðgang að þeim og hvers vegna þetta fyrirtæki megi senda svona.“ Björn segir MS af og til fá skilaboð eða spurningar frá foreldrum um markpóstinn en fyrirtækið notist við þjónustu Þjóðskrár og fái þaðan útsendingarlista fyrir foreldra 6 til 7 mánaða gamalla barna. „Samkvæmt opinberum ráðleggingum um næringu ungbarna er mælt með að börn fái Stoðmjólk, þ.e. sérstaka stoðblöndu eða þurrmjólk, þegar hætt er að gefa barninu móðurmjólk,“ segir Björn. „Stoðmjólk var þróuð á sínum tíma í samvinnu við rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala og samstarfshóp um næringu ungbarna á vegum Manneldisráðs, Landlæknisembættisins, barnalækna við Landspítala, félags barnahjúkrunarfræðinga og félags heilsugæsluhjúkrunarfræðinga. Stoðmjólkin er sniðin að þörfum ung- og smábarna frá 6 mánaða aldri og samsetningin samkvæmt reglugerð um ungbarnablöndur og stoðblöndur. Þegar Stoðmjólkin kom á markað fyrir 20 árum var járnskortur nokkuð algengur meðal íslenskra ungbarna en með tilkomu vörunnar og breyttra ráðlegginga um næringu ungbarna hefur tekist nánast að útrýma járnskorti meðal íslenskra ungbarna. Það hefur verið staðfest með rannsókn sem gerð var á íslenskum börnum fæddum árið 2005. Niðurstöður þeirrar rannsóknar voru birtar í European Journal of Clinical Nutrition 2012,“ segir Björn. Hulda, sem er vegan, benti hins vegar á að fólk væri meðvitað um að börn þyrftu járn, fitusýrur og önnur mikilvæg næringarefni. „Umhverfi okkar er þannig í dag að við getum lesið okkur til, valið hvaða næringu við ætlum að gefa og það þarf ekki að ota ákveðinni vöru frá MS að okkur,“ sagði hún.
Matvælaframleiðsla Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira