Viðtölin fjögur má heyra neðst í fréttinni en hér að neðan má sjá dagskrá dagsins í Bestu deild karla.
Fyrsta umferð í Bestu deild karla er í dag pic.twitter.com/TSizJfsJ5e
— Stöð 2 Sport (@St2Sport) April 10, 2023
„Væntingar okkar fyrir sumarið er að vera í toppbaráttu, viljum vera á svipuðum stað og við höfum verið síðustu tvö ár,“ segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA.
„Mínar væntingar til sumarsins eru tvíþættar. KR vill alltaf vinna titla, held að það sé klárt mál. Bara krafa um það. Ég verð samt að viðurkenna að mér finnst ekkert mjög spennandi hvað er búið að vera í gangi,“ sagði Grétar Sigfinnur Sigurðarson, fyrrverandi leikmaður KR.
„Mínar væntingar í sumar eru miklar. Ég vonast til þess að við uppskerum eins og til er sáð, erum búnir að leggja mikið í liðið innan sem utan vallar. Verandi í Val og þær kröfur sem eru þar þá stefnum við að sjálfsögðu á fyrsta sætið,“ sagði Börkur Edvarsson, formaður knattspyrnudeildar Vals.
„Það er bara að komast í riðlakeppni Sambands- eða Evrópudeildarinnar og svo tveir titlar. Það er bara þannig,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson, stuðningsmaður Breiðabliks og einn af þeim stendur að hlaðvarpinu Þungavigtin.