Enn hefur ekki verið greint frá mannfalli vegna árásanna. Aukin spenna er á svæðinu í kjölfar átaka milli Palestínumanna og ísraelsku lögreglunnar sem gerði áhlaup á al-Aqsa moskuna í Jerúsalem síðustu tvær nætur.
Richard Hecht, undirofursti ísraelska hersins, kveðst fullviss um að palestínskir hryðjuverkahópar beri ábyrgð á árásunum í Líbanon. Hann bætti við að líbanski vígahópurinn Hezbollah, sem háði mánaðarlangt stríð við Ísraela árið 2006, hafi vitað af árásinni og grunar að Íranar hafi átt aðild að henni.
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur fordæmt stórskotahríðina og kallar eftir því að aðilar stígi varlega til jarðar.
Páskahátíðin í Jerúsalem hófst því með sírenuvæli í dag: