Umfjöllun: Valur - ÍBV 2-1 | Góð endurkoma Valsmanna Stefán Snær Ágústsson skrifar 10. apríl 2023 21:15 Valur - Fram Besta deild karla sumar 2022 KSÍ Valsmenn unnu sterkan sigur á ÍBV í fyrstu umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu á Hlíðarenda á öðrum degi páska. Eftir sterka byrjun gestanna í fyrri hálfleik náðu heimamenn yfirhöndinni í þeim seinni sem skilaði þeim endurkomu sigri í fyrsta leik tímabilsins, lokatölur 2-1 fyrir Val. ÍBV byrjaði leikinn af krafti og sýndi alla þá eiginleika sem lið stýrt af Hermanni Hreiðarssyni ætti að hafa. Harðgert lið ÍBV spilaði með dugnað og vinnusemi en Valsmenn áttu erfitt með að leysa úr pressu gestanna. Það olli því að heimaliðið náði ekki að koma miðjumönnum sínum inn í leikinn og sköpuðust fjölmörg tækifæri þar sem ÍBV vann boltann hátt uppi á velli og átti snögg færi. Valsmenn þurftu á Frederik Schram að halda sem varði fjölmörg dauðafæri gestanna í fyrri hálfleik og Valsmenn heppnir að vera aðeins einu marki undir í hálfleik en liðið virtist ósamheldið og réði ekki við orku gestanna. Það var svo á 41. mínútu þar sem varnarmaðurinn Felix Örn Friðríksson, af mörgum talinn örfættasti maður vallarins, keyrði að teig heimamanna og lét vaða með hægri. Þetta kom vörn Vals á óvart og endaði boltinn glæsilega upp í horn marksins, óverjandi fyrir besta markmann deildarinnar og fyrsta mark ÍBV á tímabilinu staðfest. Oft er talað um að fótboltaleikur geti verið „leikur tveggja hálfleika” en viðureign kvöldsins var svo sannarlega kaflaskipt og staðfesti svo vel þau orð. Valur kom út úr búningsklefanum í hálfleik með allt annað hugarfar og mun meiri orku. Á sama tíma datt kraftur gestanna niður og virtist liðið spila með það hugarfar að verja forskotið. Liðsmenn Vals áttuðu sig á því að þeir væru heppnir að vera ekki fleiri mörkum undir og fóru að sýna sóknarkrafta. Í raun var allur seinni hálfleikur vörn gegn sókn æfing og sást ekki mikið til gestanna. Það lá því í loftinu þegar Valur jafnaði metin á 56. mínútu og var þar á ferð besti leikmaður Vals í leiknum, hinn ungi Adam Ægir Pálsson, sem skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir Val með veglegu skoti langt fyrir utan teig. Skotið skoppaði fyrir framan Jón Kristin Elíasson í marki gestanna og skall í stöngina og inn. Það mætti spurja sig hvort hann hefði geta gert betur en það virtist sem hann hefði séð boltann of seint. Ef Valur var ekki með yfirhöndina fyrir þá hafði markið þær afleiðingar að heimaliðið tók alfarið yfir leikinn og var aðeins tímaspursmál hvenær næsta mark myndi koma. Eftir fjölmörg tækifæri var það varamaðurinn Tryggvi Hrafn Haraldsson sem lagði boltann snyrtilega á varamanninn Guðmund Andra Tryggvason sem gat ekki annað en skorað í auða markið. Varamannamark sem sýndi bæði snjalla skiptingarákvörðun Arnars þjálfara og hversu sterk breidd Valsmanna er. Þótt ÍBV hafi reynt að ýta liðinu fram í uppbótartíma var það of seint til að hafa áhrif og sigur Valsmanna staðfestur. Af hverju vann Valur? Valur átti sterkari seinni hálfleik og ef þú þarft að velja milli sterks fyrri eða seinni hálfsleiks í fótolta þá er alltaf betra að enda á toppnum, sérstaklega á heimavelli. Breiddin í lið Vals skilaði sigurmarki og þótt liðið megi læra af fyrri hálfleik verður Arnar þjálfari ánægður með karakter liðsins að geta komið til baka eftir að hafa lent undir. Hverjir stóðu upp úr? Í liði gestanna var það Tómas Bent Magnússon sem lét mest til sín taka í fyrri hálfleik. Miðjumaðurinn vann fjölmargar tæklingar sem hófu hættulegar skyndisóknir og sýndi að hann er sterkur grunnur sem lið ÍBV getur byggt ofan á. Hjá heimaliðinu var Frederik Schram sterkur á milli stanganna og í raun hélt liðinu sínu inn í leiknum. Þessi besti markmaður deildarinnar vann svo sannarlega fyrir sínu með þrjár ein-á-móti-einum vörslum í leiknum. Sókn Valsmanna var ekki upp á marga fiska en þó stóð Adam Ægir uppúr sem endaði sem maður leiksins. Allt gott sem Valur gerði kom frá hægri kantinum hans og skilaði hann fjölmörgum fyrirgjöfum og skotum, ásamt því að skora mikilvæga markið sem hóf endurkomu heimamanna. Hvað gekk illa? Valur náði ekki að leysa úr pressu ÍBV í fyrri hálfleik og áttu í miklum erfiðleikum með tengja vörn og miðju og ef það tekst ekki þá fá framherjarnir ekkert að snerta boltann heldur. Stjörnuleikmaðurinn Aron Jóhannsson sást varla og gerði ekki neitt til að sannfæra heimamenn um að hann muni standa sig betur enn í fyrra og sé ekki bara kominn heim úr atvinnumennskunni til að taka því rólega. Gestirnir frá Vestmannaeyjum misstu niður orkuna og kraftinn í seinni hálfleik. Það er ekki ljóst hvort það hafi verið meðvituð ákvörðun að sitja til baka og verja forystuna eða hvort leikform liðsins hafi ollið því að þeir gátu ekki haldið hápressunni inn í seinni hálfleik í þessum fyrsta leik tímabilsins. Hvað gerist næst? ÍBV var ekki talið sigurlíklegt fyrir leik og fara því frá borði svekktir en vongóðir um framhaldið í sumar. Næsti leikur þeirra er fyrir norðan gegn KA næstkomandi laugardag. Valsmenn voru sáttir við leikslok enda endurkomusigur og munu taka sjálfstraust með inn í næsta leik. Að koma til baka og fá sigurmark frá varamanni gefur alltaf auka kraft í liðið en þeir munu þurfa á því að halda gegn Íslandsmeisturunum í Breiðablik sem mæta á Hlíðarenda í toppleik annarrar umferðar á laugardaginn. Íslenski boltinn Valur Besta deild karla ÍBV
Valsmenn unnu sterkan sigur á ÍBV í fyrstu umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu á Hlíðarenda á öðrum degi páska. Eftir sterka byrjun gestanna í fyrri hálfleik náðu heimamenn yfirhöndinni í þeim seinni sem skilaði þeim endurkomu sigri í fyrsta leik tímabilsins, lokatölur 2-1 fyrir Val. ÍBV byrjaði leikinn af krafti og sýndi alla þá eiginleika sem lið stýrt af Hermanni Hreiðarssyni ætti að hafa. Harðgert lið ÍBV spilaði með dugnað og vinnusemi en Valsmenn áttu erfitt með að leysa úr pressu gestanna. Það olli því að heimaliðið náði ekki að koma miðjumönnum sínum inn í leikinn og sköpuðust fjölmörg tækifæri þar sem ÍBV vann boltann hátt uppi á velli og átti snögg færi. Valsmenn þurftu á Frederik Schram að halda sem varði fjölmörg dauðafæri gestanna í fyrri hálfleik og Valsmenn heppnir að vera aðeins einu marki undir í hálfleik en liðið virtist ósamheldið og réði ekki við orku gestanna. Það var svo á 41. mínútu þar sem varnarmaðurinn Felix Örn Friðríksson, af mörgum talinn örfættasti maður vallarins, keyrði að teig heimamanna og lét vaða með hægri. Þetta kom vörn Vals á óvart og endaði boltinn glæsilega upp í horn marksins, óverjandi fyrir besta markmann deildarinnar og fyrsta mark ÍBV á tímabilinu staðfest. Oft er talað um að fótboltaleikur geti verið „leikur tveggja hálfleika” en viðureign kvöldsins var svo sannarlega kaflaskipt og staðfesti svo vel þau orð. Valur kom út úr búningsklefanum í hálfleik með allt annað hugarfar og mun meiri orku. Á sama tíma datt kraftur gestanna niður og virtist liðið spila með það hugarfar að verja forskotið. Liðsmenn Vals áttuðu sig á því að þeir væru heppnir að vera ekki fleiri mörkum undir og fóru að sýna sóknarkrafta. Í raun var allur seinni hálfleikur vörn gegn sókn æfing og sást ekki mikið til gestanna. Það lá því í loftinu þegar Valur jafnaði metin á 56. mínútu og var þar á ferð besti leikmaður Vals í leiknum, hinn ungi Adam Ægir Pálsson, sem skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir Val með veglegu skoti langt fyrir utan teig. Skotið skoppaði fyrir framan Jón Kristin Elíasson í marki gestanna og skall í stöngina og inn. Það mætti spurja sig hvort hann hefði geta gert betur en það virtist sem hann hefði séð boltann of seint. Ef Valur var ekki með yfirhöndina fyrir þá hafði markið þær afleiðingar að heimaliðið tók alfarið yfir leikinn og var aðeins tímaspursmál hvenær næsta mark myndi koma. Eftir fjölmörg tækifæri var það varamaðurinn Tryggvi Hrafn Haraldsson sem lagði boltann snyrtilega á varamanninn Guðmund Andra Tryggvason sem gat ekki annað en skorað í auða markið. Varamannamark sem sýndi bæði snjalla skiptingarákvörðun Arnars þjálfara og hversu sterk breidd Valsmanna er. Þótt ÍBV hafi reynt að ýta liðinu fram í uppbótartíma var það of seint til að hafa áhrif og sigur Valsmanna staðfestur. Af hverju vann Valur? Valur átti sterkari seinni hálfleik og ef þú þarft að velja milli sterks fyrri eða seinni hálfsleiks í fótolta þá er alltaf betra að enda á toppnum, sérstaklega á heimavelli. Breiddin í lið Vals skilaði sigurmarki og þótt liðið megi læra af fyrri hálfleik verður Arnar þjálfari ánægður með karakter liðsins að geta komið til baka eftir að hafa lent undir. Hverjir stóðu upp úr? Í liði gestanna var það Tómas Bent Magnússon sem lét mest til sín taka í fyrri hálfleik. Miðjumaðurinn vann fjölmargar tæklingar sem hófu hættulegar skyndisóknir og sýndi að hann er sterkur grunnur sem lið ÍBV getur byggt ofan á. Hjá heimaliðinu var Frederik Schram sterkur á milli stanganna og í raun hélt liðinu sínu inn í leiknum. Þessi besti markmaður deildarinnar vann svo sannarlega fyrir sínu með þrjár ein-á-móti-einum vörslum í leiknum. Sókn Valsmanna var ekki upp á marga fiska en þó stóð Adam Ægir uppúr sem endaði sem maður leiksins. Allt gott sem Valur gerði kom frá hægri kantinum hans og skilaði hann fjölmörgum fyrirgjöfum og skotum, ásamt því að skora mikilvæga markið sem hóf endurkomu heimamanna. Hvað gekk illa? Valur náði ekki að leysa úr pressu ÍBV í fyrri hálfleik og áttu í miklum erfiðleikum með tengja vörn og miðju og ef það tekst ekki þá fá framherjarnir ekkert að snerta boltann heldur. Stjörnuleikmaðurinn Aron Jóhannsson sást varla og gerði ekki neitt til að sannfæra heimamenn um að hann muni standa sig betur enn í fyrra og sé ekki bara kominn heim úr atvinnumennskunni til að taka því rólega. Gestirnir frá Vestmannaeyjum misstu niður orkuna og kraftinn í seinni hálfleik. Það er ekki ljóst hvort það hafi verið meðvituð ákvörðun að sitja til baka og verja forystuna eða hvort leikform liðsins hafi ollið því að þeir gátu ekki haldið hápressunni inn í seinni hálfleik í þessum fyrsta leik tímabilsins. Hvað gerist næst? ÍBV var ekki talið sigurlíklegt fyrir leik og fara því frá borði svekktir en vongóðir um framhaldið í sumar. Næsti leikur þeirra er fyrir norðan gegn KA næstkomandi laugardag. Valsmenn voru sáttir við leikslok enda endurkomusigur og munu taka sjálfstraust með inn í næsta leik. Að koma til baka og fá sigurmark frá varamanni gefur alltaf auka kraft í liðið en þeir munu þurfa á því að halda gegn Íslandsmeisturunum í Breiðablik sem mæta á Hlíðarenda í toppleik annarrar umferðar á laugardaginn.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti