U-beygja í leikmannamálum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. apríl 2023 09:01 KR virðist fara aðra leið í leikmannamálum en oft áður. Vísir/Hulda Margrét Segja má að nokkur lið Bestu deildar karla í knattspyrnu hafi tekið algjöra U-beygju í leikmannamálum sínum fyrir komandi tímabil. Lið sem hafa áður sótt þekktar stærðir hafa sóst meira í yngri leikmenn og lið sem hafa tekið inn unga leikmenn undanfarin ár hafa sótt þekktar stæðir. Fyrir ekki svo mörgum árum síðan hóf Arnar Gunnlaugsson, þjálfari ríkjandi bikarmeistara Víkings, að sækja yngri leikmenn sem höfðu farið út í atvinnumennsku en ekki fundið taktinn og vildu koma heim aftur. Hafa Víkingar notið vægast sagt góðs af og hafa sumir af þessum leikmönnum farið aftur út í atvinnumennsku. Segja má að Breiðablik hafi farið sömu leið þó félagið hafi líka verið duglegt að sækja leikmenn úr öðrum liðum á Íslandi. Bæði þessi lið hafa verið gríðarlega sigursæl undanfarin tvö tímabil. Á sama tíma voru tvö stórlið á Reykjavíkursvæðinu að sækja eldri og reyndari leikmenn. Þeim hefur ekki gengið jafnvel á síðustu tveimur árum og virðast nú ætla að feta í sömu spor og Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hefur sagt það beint út að hann hefði ef til vill átt að vera duglegri í að endurnýja leikmannahóp sinn eftir að KR varð Íslandsmeistari sumarið 2019. Það þurfti að fylla ýmis skörð í KR-liðinu og hafa tveir reynslumiklir norskir leikmenn gengið í raðir félagsins fyrir komandi tímabil. Þá hafa KR-ingar sótt þrjá aðra leikmenn og reikna má með að sá fjórði sé á leiðinni. Segja má að þeir leikmenn falli í sama flokk og leikmennirnir sem Víkingar voru að sækja fyrir ekki svo löngu síðan. Jakob Franz Pálsson er genginn í raðir KR á láni frá Venezia á Ítalíu. Jóhannes Kristinn Bjarnason er genginn aftur í raðir KR eftir stutta dvöl hjá Norrköping í Svíþjóð og Luke Rae er kominn frá Gróttu. Þá vonast KR-ingar til að ganga frá samningi við Benóný Breka Andrésson en sá er í dag samningsbundinn Bologna á Ítalíu. Allt eru þetta leikmenn í kringum tvítugt og ættu að gefa KR yngra yfirbragð en liðið hefur haft undanfarin ár. Segja má að Valur sé einnig að fara sömu leið en þar sem gríðarlega breytingar hafa orðið á leikmannahópi liðsins hafa reynslumeiri menn einnig verið sóttir. Það hafa hins vegar verið sóttir tveir leikmenn til Ítalíu, þeir Hlynur Freyr Karlsson frá Bologna og Óliver Steinar Guðmundsson frá Atalanta. Lúkas Logi Heimisson er svo kominn frá Fjölni. Valsmenn hafa vissulega einnig fengið til sín Adam Ægi Pálsson, Andra Rúnar Bjarnason, Elfar Frey Helgason og Kristinn Frey Sigurðsson. Að því sögðu þá eru ungmennin þrjú hér að ofan á skjön við þá leikmenn sem Valur hefur sankað að sér á undanförnum árum. Hvort leikmannastefna KR og Vals dugi þeim til að ögra tveimur af bestu liðum landsins á toppi Bestu deildarinnar verður að koma í ljós. Deildin fer af stað 10. apríl og ljóst er að spennan er mikil fyrir komandi tímabili. Fótbolti Besta deild karla Íslenski boltinn KR Valur Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Sjá meira
Fyrir ekki svo mörgum árum síðan hóf Arnar Gunnlaugsson, þjálfari ríkjandi bikarmeistara Víkings, að sækja yngri leikmenn sem höfðu farið út í atvinnumennsku en ekki fundið taktinn og vildu koma heim aftur. Hafa Víkingar notið vægast sagt góðs af og hafa sumir af þessum leikmönnum farið aftur út í atvinnumennsku. Segja má að Breiðablik hafi farið sömu leið þó félagið hafi líka verið duglegt að sækja leikmenn úr öðrum liðum á Íslandi. Bæði þessi lið hafa verið gríðarlega sigursæl undanfarin tvö tímabil. Á sama tíma voru tvö stórlið á Reykjavíkursvæðinu að sækja eldri og reyndari leikmenn. Þeim hefur ekki gengið jafnvel á síðustu tveimur árum og virðast nú ætla að feta í sömu spor og Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hefur sagt það beint út að hann hefði ef til vill átt að vera duglegri í að endurnýja leikmannahóp sinn eftir að KR varð Íslandsmeistari sumarið 2019. Það þurfti að fylla ýmis skörð í KR-liðinu og hafa tveir reynslumiklir norskir leikmenn gengið í raðir félagsins fyrir komandi tímabil. Þá hafa KR-ingar sótt þrjá aðra leikmenn og reikna má með að sá fjórði sé á leiðinni. Segja má að þeir leikmenn falli í sama flokk og leikmennirnir sem Víkingar voru að sækja fyrir ekki svo löngu síðan. Jakob Franz Pálsson er genginn í raðir KR á láni frá Venezia á Ítalíu. Jóhannes Kristinn Bjarnason er genginn aftur í raðir KR eftir stutta dvöl hjá Norrköping í Svíþjóð og Luke Rae er kominn frá Gróttu. Þá vonast KR-ingar til að ganga frá samningi við Benóný Breka Andrésson en sá er í dag samningsbundinn Bologna á Ítalíu. Allt eru þetta leikmenn í kringum tvítugt og ættu að gefa KR yngra yfirbragð en liðið hefur haft undanfarin ár. Segja má að Valur sé einnig að fara sömu leið en þar sem gríðarlega breytingar hafa orðið á leikmannahópi liðsins hafa reynslumeiri menn einnig verið sóttir. Það hafa hins vegar verið sóttir tveir leikmenn til Ítalíu, þeir Hlynur Freyr Karlsson frá Bologna og Óliver Steinar Guðmundsson frá Atalanta. Lúkas Logi Heimisson er svo kominn frá Fjölni. Valsmenn hafa vissulega einnig fengið til sín Adam Ægi Pálsson, Andra Rúnar Bjarnason, Elfar Frey Helgason og Kristinn Frey Sigurðsson. Að því sögðu þá eru ungmennin þrjú hér að ofan á skjön við þá leikmenn sem Valur hefur sankað að sér á undanförnum árum. Hvort leikmannastefna KR og Vals dugi þeim til að ögra tveimur af bestu liðum landsins á toppi Bestu deildarinnar verður að koma í ljós. Deildin fer af stað 10. apríl og ljóst er að spennan er mikil fyrir komandi tímabili.
Fótbolti Besta deild karla Íslenski boltinn KR Valur Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Sjá meira