Gervigreindin, vélþýðingar og sá vandi sem íslenskir nytjaþýðendur standa frammi fyrir Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir skrifar 2. apríl 2023 20:30 Gervigreind er mjög vinsæl þessi misserin. Það gleymist að hún er ekki raunveruleg greind, heldur forrituð greind og að vélmennið getur einungis vitað það sem er beinlínis búið að forrita inn í það. Á netinu er til gervigreindar sálfræðingur sem kallast Eliza. Fræg er tilraun sem gerð var þegar fjöldi fólks var fenginn til að spjalla við Elizu sem er tölva og margir fóru að segja henni sín innstu leyndarmál. Eliza virðist reyndar vera góðgjörn. Hún spyr gjarnan: „How are you?“ og ef ég svara: „I am Dead.“ Spyr hún „How does that feel?“. Vélþýðingarforrit og gervigreindin í heild sinni er langt frá því að ráða við jafn flókið fyrirbæri og tungumálið íslenska er. Gervigreindin hefur ekki ímyndunarafl til að ráða við margbreytileika tungumálanna. En af hverju eru þá íslenskir nytjaþýðendur í vanda þegar nytjaþýðingar á alþjóðamarkaðnum eru annars vegar? Nytjaþýðingar yfir á íslensku á hinum alþjóðlega markaði eru í höndum risastórra þýðingarfyrirtækja sem eru ekki með íslenskt starfsfólk og sjá sér engan hag í því að skilja íslensku yfirhöfuð. Samþjöppun fyrirtækja á þýðingamarkaðnum hefur átt sér stað á undanförnum árum. Transperfect Translations í New York sem er önnur risablokkin á Alþjóða þýðingamarkaðnum hefur verið að kaupa upp fyrirtæki og er núna komin með t.d. þýðingar fyrir Netflix á sína könnu auk þýðinga fyrir EMEA – Lyfjastofnun Evrópu og svo ótal margt annað. Hin risablokkin á alþjóðlega þýðingamarkaðnum er RWS sem keypti SDL og nú er svo komið að þessi tvö stórfyrirtæki – Transperfect og RWS gína yfir hinum alþjóðlega þýðingamarkaði. Þessi fyrirtæki stjórna gríðarlegu magni þýðinga af ensku og öðrum tungumálum yfir á íslensku. En þessi stórfyrirtæki skilja ekki íslensku, eru ekki með íslenska starfsmenn og líta á íslensku sem örtungumál sem þau rétt svo nenna að fást við. Það, að þessi stórfyrirtæki skilja ekki íslensku og geta ekki greint vandaða þýðingu frá vondri þýðingu skapar ákveðinn vanda. Vandamálið er það, að stórfyrirtækin eru í síauknum mæli farin að krefjast þess að textar séu vélþýddir yfir á íslensku áður en þeir eru þýddir almennilega eða lesnir yfir. Vélþýðingin á að draga úr kostnaði, auka hraða og minnka þá vinnu sem þýðandinn þarf að leggja fram. En er það svo í raun? Flestir vanir mannlegir þýðendur sem fá senda vélþýdda texta, fussa og sveia og verða í raun að frumþýða textana upp á nýtt. Það er jafnvel meiri vinna að þurfa að endurskrifa vélþýddan texta en að fá bara textann á frummálinu og þýða frá grunni. En stórfyrirtækin eru ekkert endilega að fara að viðurkenna það að vélþýðingarnar spari þýðendum ekki vinnu. Margir mennskir nytjaþýðendur á alþjóðamarkaði eru að streitast á móti og neita að taka við vélþýðingum. Það eru þó alltaf einhverjir sem sitja eftir og neyðast til að taka við vélþýddum textum. Með því að nota vélþýðingarnar yfir á íslensku sem afsökun, eru stórfyrirtækin að reyna að lækka taxta nytjaþýðenda um allt að 50%. Markmið stórfyrirtækjanna hefur nefnilega lengi verið að koma íslenskum þýðendum á alþjóðamarkaðnum niður á asíska taxta. Vandamálið er bara það, að það er mun dýrara að lifa á Íslandi en í Asíu og það lifir enginn þýðandi af, sem ætlar að vinna 100% skv. asískum launatöxtum. Engin stéttarfélög standa vörð um hag íslenskra nytjaþýðenda. Þetta er villta vestrið. En hvernig væri þá, ef forseti Íslands, menntamálaráðherra og alþingismenn myndu ræða við þessi stórfyrirtæki sem stjórna alþjóðlega þýðingamarkaðnum í stað þess að vera að setja upp íslenskar vélþýðingar sem gera nytjaþýðendum meira ógagn en gagn? Getum við fengið Transperfect Translations og RWS í lið með okkur við að bera virðingu fyrir okkar tungumáli, íslenskunni? Ætli það sé fræðilegur möguleiki? Eða erum við með því að setja vélþýðingar alltaf meir og meir í stað alvöru þýðinga, að þurrka okkar tungumál endanlega út? Höfundur er M.A. í þýðingafræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Gervigreind Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Gervigreind er mjög vinsæl þessi misserin. Það gleymist að hún er ekki raunveruleg greind, heldur forrituð greind og að vélmennið getur einungis vitað það sem er beinlínis búið að forrita inn í það. Á netinu er til gervigreindar sálfræðingur sem kallast Eliza. Fræg er tilraun sem gerð var þegar fjöldi fólks var fenginn til að spjalla við Elizu sem er tölva og margir fóru að segja henni sín innstu leyndarmál. Eliza virðist reyndar vera góðgjörn. Hún spyr gjarnan: „How are you?“ og ef ég svara: „I am Dead.“ Spyr hún „How does that feel?“. Vélþýðingarforrit og gervigreindin í heild sinni er langt frá því að ráða við jafn flókið fyrirbæri og tungumálið íslenska er. Gervigreindin hefur ekki ímyndunarafl til að ráða við margbreytileika tungumálanna. En af hverju eru þá íslenskir nytjaþýðendur í vanda þegar nytjaþýðingar á alþjóðamarkaðnum eru annars vegar? Nytjaþýðingar yfir á íslensku á hinum alþjóðlega markaði eru í höndum risastórra þýðingarfyrirtækja sem eru ekki með íslenskt starfsfólk og sjá sér engan hag í því að skilja íslensku yfirhöfuð. Samþjöppun fyrirtækja á þýðingamarkaðnum hefur átt sér stað á undanförnum árum. Transperfect Translations í New York sem er önnur risablokkin á Alþjóða þýðingamarkaðnum hefur verið að kaupa upp fyrirtæki og er núna komin með t.d. þýðingar fyrir Netflix á sína könnu auk þýðinga fyrir EMEA – Lyfjastofnun Evrópu og svo ótal margt annað. Hin risablokkin á alþjóðlega þýðingamarkaðnum er RWS sem keypti SDL og nú er svo komið að þessi tvö stórfyrirtæki – Transperfect og RWS gína yfir hinum alþjóðlega þýðingamarkaði. Þessi fyrirtæki stjórna gríðarlegu magni þýðinga af ensku og öðrum tungumálum yfir á íslensku. En þessi stórfyrirtæki skilja ekki íslensku, eru ekki með íslenska starfsmenn og líta á íslensku sem örtungumál sem þau rétt svo nenna að fást við. Það, að þessi stórfyrirtæki skilja ekki íslensku og geta ekki greint vandaða þýðingu frá vondri þýðingu skapar ákveðinn vanda. Vandamálið er það, að stórfyrirtækin eru í síauknum mæli farin að krefjast þess að textar séu vélþýddir yfir á íslensku áður en þeir eru þýddir almennilega eða lesnir yfir. Vélþýðingin á að draga úr kostnaði, auka hraða og minnka þá vinnu sem þýðandinn þarf að leggja fram. En er það svo í raun? Flestir vanir mannlegir þýðendur sem fá senda vélþýdda texta, fussa og sveia og verða í raun að frumþýða textana upp á nýtt. Það er jafnvel meiri vinna að þurfa að endurskrifa vélþýddan texta en að fá bara textann á frummálinu og þýða frá grunni. En stórfyrirtækin eru ekkert endilega að fara að viðurkenna það að vélþýðingarnar spari þýðendum ekki vinnu. Margir mennskir nytjaþýðendur á alþjóðamarkaði eru að streitast á móti og neita að taka við vélþýðingum. Það eru þó alltaf einhverjir sem sitja eftir og neyðast til að taka við vélþýddum textum. Með því að nota vélþýðingarnar yfir á íslensku sem afsökun, eru stórfyrirtækin að reyna að lækka taxta nytjaþýðenda um allt að 50%. Markmið stórfyrirtækjanna hefur nefnilega lengi verið að koma íslenskum þýðendum á alþjóðamarkaðnum niður á asíska taxta. Vandamálið er bara það, að það er mun dýrara að lifa á Íslandi en í Asíu og það lifir enginn þýðandi af, sem ætlar að vinna 100% skv. asískum launatöxtum. Engin stéttarfélög standa vörð um hag íslenskra nytjaþýðenda. Þetta er villta vestrið. En hvernig væri þá, ef forseti Íslands, menntamálaráðherra og alþingismenn myndu ræða við þessi stórfyrirtæki sem stjórna alþjóðlega þýðingamarkaðnum í stað þess að vera að setja upp íslenskar vélþýðingar sem gera nytjaþýðendum meira ógagn en gagn? Getum við fengið Transperfect Translations og RWS í lið með okkur við að bera virðingu fyrir okkar tungumáli, íslenskunni? Ætli það sé fræðilegur möguleiki? Eða erum við með því að setja vélþýðingar alltaf meir og meir í stað alvöru þýðinga, að þurrka okkar tungumál endanlega út? Höfundur er M.A. í þýðingafræði.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun