„Þetta hefur eiginlega verið alveg klikkað“ Vésteinn Örn Pétursson og Eiður Þór Árnason skrifa 1. apríl 2023 22:07 Fjölmargir leituðu notaðra gersema við Köllunarklettsveg 1 í dag. Vísir/Steingrímur Dúi Það var margt um manninn í Góða hirðinum í dag, þar sem nýtnir viðskiptavinir fögnuðu því að geta að nýju grafið eftir notuðum gersemum, en verslunin hefur verið lokuð í meira en mánuð. Eftir að hafa verið lokaður í fjörutíu daga er Góði hirðirinn búinn að opna dyr sínar að nýju, nú í stærra húsnæði. Þar kennir ýmissa grasa og má þar meðal annars finna gamalt Idol-spil á 350 krónur. Geri aðrir getur. Það var sannarlega mikið að gera við enduropnun Góða hirðisins við Köllunarklettsveg 1. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir fólk greinilega búið að bíða í ofvæni eftir að geta freistað þess að finna notaðar vörur við sitt hæfi. „Góði hirðirinn er þetta flaggskip endurnota hjá Sorpu þar sem við tökum við vörum frá almenningi og komum þeim aftur í hendurnar á nýjum viðskiptavinum,“ segir Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu. Margir hafi greinilega saknað verslunarinnar, einkum og sér í lagi tryggur fastakúnnahópur. „Svo er þetta líka gríðarlega stórt umhverfisverkefni af því að við fáum til okkar sjö til tíu tonn af vöru á hverjum degi og það hættir ekkert þó verslunin loki. Það er búið að safnast upp mjög mikið af gersemum hjá okkur. Núna er loksins komið að því að koma þessu aftur í hendurnar á fólki.“ Fyrst röð inn og svo röð út Hvernig hefur það gengið að saxa á þennan lager sem hefur byggst upp? Er fólk búið að vera duglegt að taka dót með sér heim? „Þetta hefur eiginlega verið alveg klikkað. Það hefur verið standandi röð við kassana hjá okkur frá því klukkan 11:30. Við opnuðum klukkan 11 og fyrst var röð inn í búðina og núna er röð út úr búðinni og það sér eiginlega ekki högg á vatni.“ Með stærri verslun sé hægt að auka enn frekar á það sem hægt sé að endurnýta. „Þetta er í rauninni það besta sem við getum gert fyrir hringrásarhagkerfið, sem við þurfum öll að keppast við að koma á,“ segir Gunnar Dofri að lokum. Sorpa Umhverfismál Reykjavík Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Sjá meira
Eftir að hafa verið lokaður í fjörutíu daga er Góði hirðirinn búinn að opna dyr sínar að nýju, nú í stærra húsnæði. Þar kennir ýmissa grasa og má þar meðal annars finna gamalt Idol-spil á 350 krónur. Geri aðrir getur. Það var sannarlega mikið að gera við enduropnun Góða hirðisins við Köllunarklettsveg 1. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir fólk greinilega búið að bíða í ofvæni eftir að geta freistað þess að finna notaðar vörur við sitt hæfi. „Góði hirðirinn er þetta flaggskip endurnota hjá Sorpu þar sem við tökum við vörum frá almenningi og komum þeim aftur í hendurnar á nýjum viðskiptavinum,“ segir Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu. Margir hafi greinilega saknað verslunarinnar, einkum og sér í lagi tryggur fastakúnnahópur. „Svo er þetta líka gríðarlega stórt umhverfisverkefni af því að við fáum til okkar sjö til tíu tonn af vöru á hverjum degi og það hættir ekkert þó verslunin loki. Það er búið að safnast upp mjög mikið af gersemum hjá okkur. Núna er loksins komið að því að koma þessu aftur í hendurnar á fólki.“ Fyrst röð inn og svo röð út Hvernig hefur það gengið að saxa á þennan lager sem hefur byggst upp? Er fólk búið að vera duglegt að taka dót með sér heim? „Þetta hefur eiginlega verið alveg klikkað. Það hefur verið standandi röð við kassana hjá okkur frá því klukkan 11:30. Við opnuðum klukkan 11 og fyrst var röð inn í búðina og núna er röð út úr búðinni og það sér eiginlega ekki högg á vatni.“ Með stærri verslun sé hægt að auka enn frekar á það sem hægt sé að endurnýta. „Þetta er í rauninni það besta sem við getum gert fyrir hringrásarhagkerfið, sem við þurfum öll að keppast við að koma á,“ segir Gunnar Dofri að lokum.
Sorpa Umhverfismál Reykjavík Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Sjá meira