FDA heimilar lausasölu naloxone-lyfsins Narcan Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. mars 2023 12:53 Vonir eru bundnar við að breytingin dragi úr dauðsföllum af völdum ofneyslu ópíóða. Getty/Justin Sullivan Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur heimilað lausasölu lyfjaúðans Narcan. Narcan er notað sem neyðarmeðferð við ofneyslu ópíóða og breytingin gerir það að verkum að einstaklingar munu innan tíðar getað nálgast úðann í apótekum og matvöruverslunum, án lyfjaávísunar. Í New York stendur til að koma upp Narcan-sjálfsölum síðar á þessu ári. Vonir standa til að aukið aðgengi að Narcan muni draga úr síhækkandi tíðni dauðsfalla af völdum ofneyslu ópíóða. Robert M. Califf, yfirmaður Matvæla- og lyfjastofnunarinnar, segir breytingunni ætlað að mæta alvarlegri ógn við almenna lýðheilsu. Yfir 100 þúsund manns í Bandaríkjunum hafa látist af völdum ofneyslu ópíóða síðustu tvö ár. Þá hafa milljónir skammta af Narcan verið gefnir af viðbragðsaðilum, heilbrigðisstarfsmönnum og öðrum sem vinna með einstaklingum með fíknisjúkdóm. Það hefur hins vegar reynst einstaklingum erfitt að nálgast lyfið, eða samheitalyf, sem hafa hingað til aðeins verið afgreitt gegn ávísun frá lækni. Apótek um allt land hafa haft heimild til að afhenda lyfið öllum þeim sem biðja um það en mörg hafa kosið að gera það ekki. Af þeim 17 milljón skömmtum af naloxone, virka efninu í Narcan og áþekkum lyfjum, sem var dreift árið 2021 var aðeins 2,6 milljón skömmtum dreift af apótekum. Naloxone er fáanlegt og notað hér á landi og síðasta sumar var greint frá því að heilbrigðisráðuneytið í samvinnu við Landspítalann ynni að því að gera lyfið aðgengilegt um allt land. Fyrr á árinu ákvað Lyfjastofnun að opna fyrir ávísun lækna til stofnana og fyrirtækja sem veittu einstaklingum með ópíóðafíkn og/eða aðstandendum þess þjónustu. Gert var ráð fyrir að lyfið yrði til hjá lögreglu, björgunarsveitum, heilsugæslum, félagsþjónustu sveitarfélaganna og ekki síst Frú Ragnheiði og Ylju. Heilbrigðisráðuneytið greiðir allan kostnað af lyfinu. Hér má finna ítarlega frétt New York Times um málið. Fíkn Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Narcan er notað sem neyðarmeðferð við ofneyslu ópíóða og breytingin gerir það að verkum að einstaklingar munu innan tíðar getað nálgast úðann í apótekum og matvöruverslunum, án lyfjaávísunar. Í New York stendur til að koma upp Narcan-sjálfsölum síðar á þessu ári. Vonir standa til að aukið aðgengi að Narcan muni draga úr síhækkandi tíðni dauðsfalla af völdum ofneyslu ópíóða. Robert M. Califf, yfirmaður Matvæla- og lyfjastofnunarinnar, segir breytingunni ætlað að mæta alvarlegri ógn við almenna lýðheilsu. Yfir 100 þúsund manns í Bandaríkjunum hafa látist af völdum ofneyslu ópíóða síðustu tvö ár. Þá hafa milljónir skammta af Narcan verið gefnir af viðbragðsaðilum, heilbrigðisstarfsmönnum og öðrum sem vinna með einstaklingum með fíknisjúkdóm. Það hefur hins vegar reynst einstaklingum erfitt að nálgast lyfið, eða samheitalyf, sem hafa hingað til aðeins verið afgreitt gegn ávísun frá lækni. Apótek um allt land hafa haft heimild til að afhenda lyfið öllum þeim sem biðja um það en mörg hafa kosið að gera það ekki. Af þeim 17 milljón skömmtum af naloxone, virka efninu í Narcan og áþekkum lyfjum, sem var dreift árið 2021 var aðeins 2,6 milljón skömmtum dreift af apótekum. Naloxone er fáanlegt og notað hér á landi og síðasta sumar var greint frá því að heilbrigðisráðuneytið í samvinnu við Landspítalann ynni að því að gera lyfið aðgengilegt um allt land. Fyrr á árinu ákvað Lyfjastofnun að opna fyrir ávísun lækna til stofnana og fyrirtækja sem veittu einstaklingum með ópíóðafíkn og/eða aðstandendum þess þjónustu. Gert var ráð fyrir að lyfið yrði til hjá lögreglu, björgunarsveitum, heilsugæslum, félagsþjónustu sveitarfélaganna og ekki síst Frú Ragnheiði og Ylju. Heilbrigðisráðuneytið greiðir allan kostnað af lyfinu. Hér má finna ítarlega frétt New York Times um málið.
Fíkn Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira