Hið raunverulega vandamál nautgriparæktar Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar 31. mars 2023 11:01 Háttvirtur þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi birti grein undir heitinu Raunveruleg staða nautgriparæktar í síðustu útgáfu Bændablaðsins. Vill undirrituð taka undir að staða nautgriparæktunar í dag sé orðin grafalvarleg og hjá alltof mörgum nautgripabændum komin yfir þolmörk, því líkt og háttvirtur þingmaður benti réttilega á þá hefur rekstrarniðurstaða greinarinnar vegna áranna 2017-2021 verið í öllum tilfellum neikvæð. En þessi staða nautgriparæktunar í dag ætti ekki að koma stjórnvöldum á óvart því að þessi stefna var tekin og undirrituð árið 2015 þegar tollasamningur við ESB var innleiddur. Síðan eru liðin átta ár og rekstrarafkoma nautakjötsframleiðslu hefur verið neikvæð hvert ár síðan, á það hefur verið bent margsinnis. Það verður ekki hjá því komist að benda á þá staðreynd að Framsókn hefur verið í lykilstöðu í fleiri ár sitjandi í ríkisstjórn til þess að jafna stöðu bænda, tryggja rekstraafkomu landbúnaðarins og þar með fæðu- og matvælaöryggi landsins. Forysta flokksins hefur aftur á móti ekki sýnt fram á raunverulegan vilja eða dugnað til stuðnings bændum og eftir sitja því bændur landsins með matvælaráðherra í dag sem einfaldlega styður ekki kjötframleiðslu heldur þess í stað róttækar loftslagsaðgerðir á kostnað landbúnaðarins. Það þarf varla að taka það fram, en allar aðgerðir ætlaðar til þess að efla landbúnaðinn fela í sér að það sé ekki ráð nema í tíma sé tekið. Rekstrarvandi nautgriparæktunar liggur hjá stjórnvöldum sem ákváðu að svara innlendri nautakjötseftirspurn með því að margfalda innflutning á nautakjöti í stað þess að renna styrktum stoðum undir innlenda nautakjötsframleiðslu og þar með tryggja bæði framboð nautakjöts og rekstrarafkomu nautgripabænda. Staðreyndin er sú að síðan tollasamningurinn við ESB var innleiddur hefur íslensk nautakjötsframleiðsla þurft að standa undir því að innflutt nautakjöt hefur aukist úr 175 tonnum í 801 tonn. Þar stendur hnífurinn fastur í kúnni, með þeim markaðsafleiðingum að afurðaverð nautakjöts til nautgripabænda hefur ekki staðið undir framleiðslukostnaði, í fleiri ár. Og aftur, á þetta hefur margsinnis verið bent á. Tímabundinn niðurfelling virðisaukaskatts til nautgripabænda mun ekki skila raunverulegum árangri til framtíðar ef á sama tíma er ekkert aðhafst gegn stefnulausum innflutningi á nautakjöti. Rétt er að fagna öllum góðum hugmyndum sem hafa það markmið að efla nautakjötsframleiðslu landsins sem og annan landbúnað. En þá skulum við líka einblína á alvöru aðgerðir sem skila árangri til lengri tíma litið, aðgerðir sem fela í sér framtíðarsýn. Nautgripabændur eiga skilið raunverulegar aðgerðir sem stuðla að árangri til framtíðar. Allt tal um tímabundna niðurfellingu virðisaukaskatts yrði ekkert nema tímabundinn plástur á opið legusár nautgripabænda á sama tíma og það stefnir hraðbyri í annað metár í innflutningi á nautakjöti. Hið raunverulega vandamál nautgriparæktar er því heimatilbúið hjá stjórnvöldum í formi margföldunar á innflutningi nautakjöts og svo algjört aðgerðaleysis gagnvart íslenskum nautgripabændum. Staða og framtíð nautgriparæktar veltur á raunverulegum vilja stjórnvalda til innlendrar kjötframleiðslu. Höfundur er kúabóndi og varaþingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Miðflokkurinn Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Háttvirtur þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi birti grein undir heitinu Raunveruleg staða nautgriparæktar í síðustu útgáfu Bændablaðsins. Vill undirrituð taka undir að staða nautgriparæktunar í dag sé orðin grafalvarleg og hjá alltof mörgum nautgripabændum komin yfir þolmörk, því líkt og háttvirtur þingmaður benti réttilega á þá hefur rekstrarniðurstaða greinarinnar vegna áranna 2017-2021 verið í öllum tilfellum neikvæð. En þessi staða nautgriparæktunar í dag ætti ekki að koma stjórnvöldum á óvart því að þessi stefna var tekin og undirrituð árið 2015 þegar tollasamningur við ESB var innleiddur. Síðan eru liðin átta ár og rekstrarafkoma nautakjötsframleiðslu hefur verið neikvæð hvert ár síðan, á það hefur verið bent margsinnis. Það verður ekki hjá því komist að benda á þá staðreynd að Framsókn hefur verið í lykilstöðu í fleiri ár sitjandi í ríkisstjórn til þess að jafna stöðu bænda, tryggja rekstraafkomu landbúnaðarins og þar með fæðu- og matvælaöryggi landsins. Forysta flokksins hefur aftur á móti ekki sýnt fram á raunverulegan vilja eða dugnað til stuðnings bændum og eftir sitja því bændur landsins með matvælaráðherra í dag sem einfaldlega styður ekki kjötframleiðslu heldur þess í stað róttækar loftslagsaðgerðir á kostnað landbúnaðarins. Það þarf varla að taka það fram, en allar aðgerðir ætlaðar til þess að efla landbúnaðinn fela í sér að það sé ekki ráð nema í tíma sé tekið. Rekstrarvandi nautgriparæktunar liggur hjá stjórnvöldum sem ákváðu að svara innlendri nautakjötseftirspurn með því að margfalda innflutning á nautakjöti í stað þess að renna styrktum stoðum undir innlenda nautakjötsframleiðslu og þar með tryggja bæði framboð nautakjöts og rekstrarafkomu nautgripabænda. Staðreyndin er sú að síðan tollasamningurinn við ESB var innleiddur hefur íslensk nautakjötsframleiðsla þurft að standa undir því að innflutt nautakjöt hefur aukist úr 175 tonnum í 801 tonn. Þar stendur hnífurinn fastur í kúnni, með þeim markaðsafleiðingum að afurðaverð nautakjöts til nautgripabænda hefur ekki staðið undir framleiðslukostnaði, í fleiri ár. Og aftur, á þetta hefur margsinnis verið bent á. Tímabundinn niðurfelling virðisaukaskatts til nautgripabænda mun ekki skila raunverulegum árangri til framtíðar ef á sama tíma er ekkert aðhafst gegn stefnulausum innflutningi á nautakjöti. Rétt er að fagna öllum góðum hugmyndum sem hafa það markmið að efla nautakjötsframleiðslu landsins sem og annan landbúnað. En þá skulum við líka einblína á alvöru aðgerðir sem skila árangri til lengri tíma litið, aðgerðir sem fela í sér framtíðarsýn. Nautgripabændur eiga skilið raunverulegar aðgerðir sem stuðla að árangri til framtíðar. Allt tal um tímabundna niðurfellingu virðisaukaskatts yrði ekkert nema tímabundinn plástur á opið legusár nautgripabænda á sama tíma og það stefnir hraðbyri í annað metár í innflutningi á nautakjöti. Hið raunverulega vandamál nautgriparæktar er því heimatilbúið hjá stjórnvöldum í formi margföldunar á innflutningi nautakjöts og svo algjört aðgerðaleysis gagnvart íslenskum nautgripabændum. Staða og framtíð nautgriparæktar veltur á raunverulegum vilja stjórnvalda til innlendrar kjötframleiðslu. Höfundur er kúabóndi og varaþingmaður Miðflokksins.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar