Í kjólinn fyrir jólin 2028 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 30. mars 2023 18:31 Orð fjármálaráðherra í gær sýna að hann tekur til sín að markaðurinn hefur misst trúna á því að Sjálfstæðisflokkurinn geti stýrt efnahagsmálunum. Það eru auðvitað tíðindi að fjármálaráðherra skuli viðurkenna að ríkisstjórnin hafi misst tiltrú fólks á að hún geti náð verðbólgunni niður. Nýkynnt fjármálaáætlun er því miður ekki líkleg til að snúa stöðunni við. Breiðu strokurnar eftir kynningu á fjármálaáætlun eru að Sjálfstæðisflokkurinn boðar engar raunverulegar aðgerðir til að hagræða eða skera niður. Útgjaldapólitíkin er að mestu hin sama og enn eru útgjöld langt umfram tekjur. Ekkert er talað um hvernig eigi að flýta því að greiða niður skuldir og lækka svimandi háan vaxtakostnað íslenska ríkisins sem myndi hjálpa við að ná niður verðbólgu. Ísland ætlar áfram að blanda sér alvarlega í baráttuna um Evrópumeistaratitilinn í vaxtakostnaði. Of lítið og of seint Ríkisstjórnin talar núna um að hún sé að senda skýr skilaboð og að markmiðin séu að ná niður verðbólgu. Það er í sjálfu sér gott fyrsta skref. Ríkisstjórnin skilgreinir verðbólgu sem versta óvininn en planið til að berjast gegn óvininum er á samt fyrst á dagskrá 2024-2028. Ríkisstjórnin ætlar t.d. þá að skoða breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem muni kannski skila hærri veiðileyfagjöldum árið 2025. Þetta gerir ekkert til að ná niður verðbólgu í dag. Einhverjar pælingar um veiðigjöld eftir 2 ár hjálpa ekki ungu fólki á húsnæðismarkaði núna með háa vexti á fasteignalánunum. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er dálítið eins og fyrirheit um geggjað æfingaprógram sem byrjar 2024-2028. Og skilar þjóðinni í kjólinn fyrir jólin 2028. En markmið án aðgerða skila auðvitað engum árangri. Katrín Ólafsdóttir hagfræðingur segir fjármálaáætlunina ekki geyma neinar raunverulegar aðgerðir til að sporna gegn verðbólgu. Það sé einfaldlega ekki verið að bregðast við stöðunni í dag heldur verið að tala um einhverjar mögulegar breytingar í framtíðinni. Frumjöfnuðurinn samt í toppstandi Þegar fjármálaáætlunin er lesin verður skiljanlegt hvers vegna seðlabankastjóri talaði ekkert um ríkisfjármálin á síðasta blaðamannafundi þegar hann boðaði tólftu stýrivaxtahækkunina í röð. Rétt eins og markaðurinn hefur hann misst trú á að fjármálaráðherra geti sinnt sínu hlutverki og stutt Seðlabankann í baráttunni við verðbólguna. Heimilin og fyrirtækin geta því búist við þrettándu vaxtahækkuninni því í fjármálaáætlun eru einfaldlega ekki þær aðgerðir sem þarf til að kæla hagkerfið. Og að auki fá öll fyrirtæki á sig skattahækkun. Þrátt fyrir öll varnaðarorð heimsins valdi fjármálaráðherra að skila fjárlögum fyrir þetta ár með 120 milljarða halla. Þar var tækifæri til búa í haginn en önnur leið var hins vegar farin og verðbólga þess í stað keyrð upp enn meira. Á sama tíma talar fjármálaráðherra um góða stöðu ríkissjóðs og að frumjöfnuður sé að batna. Það er svolítið eins og að segja að afkoman á heimilinu sé góð áður en búið er að taka afborganir af lánum með í reikninginn. Það er heildarafkoman sem máli skiptir. Ríkisstjórnin ætlar að reka ríkið með halla út árið 2027. Í nokkur ár til viðbótar verður ríkið rekið á yfirdrætti. Ríkisstjórnin er skýr um að ætla að koma þeim til aðstoðar sem verst eru settir sem er bæði jákvætt og mikilvægt. Afleiðingarnar fyrir millistéttina verða hins vegar að hún á áfram að taka á sig hækkandi vaxtakostnað og verðbólgu því Sjálfstæðisflokkurinn neitar að láta segjast og heldur áfram að þenja ríkið út. Og hækkar nú líka skatta. Millistéttin tekur reikninginn Hér er fram komin áætlun sem þarf að lesa út frá því sem ekki kemur fram: Hvar eru markmiðin um að greiða niður skuldir? Hvar eru markmiðin um að lækka viðskiptahalla? Svör við þessum spurningum eru svörin sem geta hjálpað fjármálaráðherra að endurheimta trú fólks á að hann geti náð verðbólgunni niður. Þangað til þessi svör liggja fyrir mun millistéttin og litlu og meðalstóru fyrirtækin taka reikninginn og búa við verðbólgu og háa vexti. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Efnahagsmál Mest lesið Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Orð fjármálaráðherra í gær sýna að hann tekur til sín að markaðurinn hefur misst trúna á því að Sjálfstæðisflokkurinn geti stýrt efnahagsmálunum. Það eru auðvitað tíðindi að fjármálaráðherra skuli viðurkenna að ríkisstjórnin hafi misst tiltrú fólks á að hún geti náð verðbólgunni niður. Nýkynnt fjármálaáætlun er því miður ekki líkleg til að snúa stöðunni við. Breiðu strokurnar eftir kynningu á fjármálaáætlun eru að Sjálfstæðisflokkurinn boðar engar raunverulegar aðgerðir til að hagræða eða skera niður. Útgjaldapólitíkin er að mestu hin sama og enn eru útgjöld langt umfram tekjur. Ekkert er talað um hvernig eigi að flýta því að greiða niður skuldir og lækka svimandi háan vaxtakostnað íslenska ríkisins sem myndi hjálpa við að ná niður verðbólgu. Ísland ætlar áfram að blanda sér alvarlega í baráttuna um Evrópumeistaratitilinn í vaxtakostnaði. Of lítið og of seint Ríkisstjórnin talar núna um að hún sé að senda skýr skilaboð og að markmiðin séu að ná niður verðbólgu. Það er í sjálfu sér gott fyrsta skref. Ríkisstjórnin skilgreinir verðbólgu sem versta óvininn en planið til að berjast gegn óvininum er á samt fyrst á dagskrá 2024-2028. Ríkisstjórnin ætlar t.d. þá að skoða breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem muni kannski skila hærri veiðileyfagjöldum árið 2025. Þetta gerir ekkert til að ná niður verðbólgu í dag. Einhverjar pælingar um veiðigjöld eftir 2 ár hjálpa ekki ungu fólki á húsnæðismarkaði núna með háa vexti á fasteignalánunum. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er dálítið eins og fyrirheit um geggjað æfingaprógram sem byrjar 2024-2028. Og skilar þjóðinni í kjólinn fyrir jólin 2028. En markmið án aðgerða skila auðvitað engum árangri. Katrín Ólafsdóttir hagfræðingur segir fjármálaáætlunina ekki geyma neinar raunverulegar aðgerðir til að sporna gegn verðbólgu. Það sé einfaldlega ekki verið að bregðast við stöðunni í dag heldur verið að tala um einhverjar mögulegar breytingar í framtíðinni. Frumjöfnuðurinn samt í toppstandi Þegar fjármálaáætlunin er lesin verður skiljanlegt hvers vegna seðlabankastjóri talaði ekkert um ríkisfjármálin á síðasta blaðamannafundi þegar hann boðaði tólftu stýrivaxtahækkunina í röð. Rétt eins og markaðurinn hefur hann misst trú á að fjármálaráðherra geti sinnt sínu hlutverki og stutt Seðlabankann í baráttunni við verðbólguna. Heimilin og fyrirtækin geta því búist við þrettándu vaxtahækkuninni því í fjármálaáætlun eru einfaldlega ekki þær aðgerðir sem þarf til að kæla hagkerfið. Og að auki fá öll fyrirtæki á sig skattahækkun. Þrátt fyrir öll varnaðarorð heimsins valdi fjármálaráðherra að skila fjárlögum fyrir þetta ár með 120 milljarða halla. Þar var tækifæri til búa í haginn en önnur leið var hins vegar farin og verðbólga þess í stað keyrð upp enn meira. Á sama tíma talar fjármálaráðherra um góða stöðu ríkissjóðs og að frumjöfnuður sé að batna. Það er svolítið eins og að segja að afkoman á heimilinu sé góð áður en búið er að taka afborganir af lánum með í reikninginn. Það er heildarafkoman sem máli skiptir. Ríkisstjórnin ætlar að reka ríkið með halla út árið 2027. Í nokkur ár til viðbótar verður ríkið rekið á yfirdrætti. Ríkisstjórnin er skýr um að ætla að koma þeim til aðstoðar sem verst eru settir sem er bæði jákvætt og mikilvægt. Afleiðingarnar fyrir millistéttina verða hins vegar að hún á áfram að taka á sig hækkandi vaxtakostnað og verðbólgu því Sjálfstæðisflokkurinn neitar að láta segjast og heldur áfram að þenja ríkið út. Og hækkar nú líka skatta. Millistéttin tekur reikninginn Hér er fram komin áætlun sem þarf að lesa út frá því sem ekki kemur fram: Hvar eru markmiðin um að greiða niður skuldir? Hvar eru markmiðin um að lækka viðskiptahalla? Svör við þessum spurningum eru svörin sem geta hjálpað fjármálaráðherra að endurheimta trú fólks á að hann geti náð verðbólgunni niður. Þangað til þessi svör liggja fyrir mun millistéttin og litlu og meðalstóru fyrirtækin taka reikninginn og búa við verðbólgu og háa vexti. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun