Er VM orðið spilltasta stéttarfélag landsins? Guðmundur Ragnarsson skrifar 28. mars 2023 11:00 Það er sorglegt að sjá stéttarfélagið mitt VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna vera hugsanlega orðið spilltasta stéttarfélag landsins. Þau vinnubrögð sem hafa verið stunduð í félaginu síðan núverandi formaður tók við eru með ólíkindum. Lög ítrekað brotin, sérstaklega hvað varðar meðferð á fjármunum félagsins auk sameiningar inn í annað félag sem félagsmenn hafa ekki fengið kynningu á. Formaðurinn komið fram í fjölmiðlum og sagt réttamæta gagnrýni verða uppspuna og lygi. Stjórnarmenn hafa þagað þunnu hljóði þó þeir viti að formaður félagsins hafi farið fram í fjölmiðlum með ósannindi. Stjórnarmaður sagði sig úr stjórn og úr félaginu eftir síðasta stjórnarkjör, þegar hann sá fram á það að tilraunir hans til að fá upplýsingar um meðferð og samþykktir fyrir hundruðum milljóna króna úr sjóðum félagsins yrði ekki svarað og hann fengi ekki stuðning annarra stjórnarmanna. Tíu félagsmenn þar á meðal fyrrverandi stjórnarmenn til margra ára og með áratuga setu í stjórn VM og Vélstjórafélagi Íslands sendu skriflega fyrirspurn 3. nóvember 2022 til stjórnar félagsins um meint lögbrot og meðferð á fjármunum félagsins sem stjórnin ætlar ekki að svara skriflega samkvæmt síðasta svari hennar. Þessar fyrirspurnir er hægt að nálgast á facebook síðu,: Guðmundur Ragnarsson – VM. Meðal þeirra sem skrifuðu undir fyrirspurnirnar er einstaklingur sem kom einna mest að þeirri vinnu að semja lög VM, þegar Vélstjórafélag Íslands og Félag járniðnaðarmanna sameinuðust og til varð VM – Félag vélstjóra og málmtæknimanna. Hann veit hvað lögð var mikil vinna í það að tryggja að meðferð fjármuna félagsins yrði varin fyrir misnotkun og sóun. Einn af hornsteinum í starfsemi stéttarfélags er meðferð fjármuna þess. Auk hans eru félagsmenn sem ekki hafa getað fengið skýringar á starfsemi félagsins hjá stjórnarmönnum þó þeir hafi ítrekað reynt það. Á hvaða stað erum við komin með stéttarfélagið okkar? Það er sorglegt að verða vitni að því hvað mörgum félagsmönnum VM virðist vera sama þó lög félagsins séu ítrekað brotin. Hafi formaður VM farið vísvitandi fram í fjölmiðlum með rangt mál ber honum að segja af sér. Óheiðarleika og lygar á ekki að líða í stéttarfélagi eins og VM. Stjórn VM ber að lýsa yfir vantrausti á núverandi formann og víkja honum fyrir það að virða ekki lög félagsins sem hann hefur ítrekað brotið og unnið á bak við stjórn félagsins. Að stjórn VM ætli að svara fyrirspurnunum á félagsfundi eins og hún hefur boðað en ekki skriflega lýsir best ástandinu í félaginu og hver fer með rétt mál. Það á kannski að hafa hann eins og fulltrúaráðsfundinn í febrúar 2022 þar sem formaður og stjórn stýrðu hverjir kæmu á fundinn til að fá fyrirfram ákveðna niðurstöðu. Hvar erum við stödd sem samfélag? Hvernig ætlar stjórn VM að senda frá sér gagnrýna ályktun um svindl, spillingu og óheiðaleg vinnubrögð í samfélaginu og hvernig getur stjórnin haldið áfram að vinna í þessum feluleik? Ef stéttarfélag á að vera þess megnugt að gagnrýna óréttlæti og ósæmilegt framferði í samfélaginu, verður það sjálft að sýna fordæmi með fyrirmyndar vinnubrögðum, hlýðni við eigin lög og að allt sé öllum opið og aðgengilegt og fyrirspurnum svarað. Takist okkur ekki að halda vörð um þessi gildi erum við á villigötum. Ef siðleysi og virðingarleysi fyrir okkar eigin lögum fær að þrífast innan verkalýðshreyfingarinnar, erum við illa stödd sem samfélag. Félag eins og VM er eign félagsmanna og starfar fyrir þá en er ekki til fyrir formann til að kaupa sér velvild annarsstaðar vegna eigin getuleysis eða fyrir ótiltekna gæðinga sem hann er að þóknast. Björgum félaginu okkar. Í stéttarfélagi þarf að vera þróun í takt við þjóðfélagsbreytingar og breytta tíma. Breytingarnar þurfa hins vegar að vera unnar félagslega og eftir lögum félagsins. Hugmynd er búin til, hún mótuð og rædd áfram. Þegar komið er uppkast af hugmynd, er komin grundvöllur til að vinna hana félagslega, hún rædd í stjórn, fulltrúaráði og kynnt á félags- eða aðalfundi. Í þessu ferli geta orðið verulegar breytingar því félagsmönnum þóknast þær ekki, þannig á stéttarfélag að vinna. Það hefur ekki verið raunin í VM síðustu ár. Það var reynt að koma þessum lögbrotum á framfæri í síðasta formanns- og stjórnakjöri hjá félaginu. Þegar allri gagnrýni er svarað sem lygi og áróðri og flestir stjórnarmenn þegja er erfitt um vik. Það er alltaf verið að tala um lögbrot og siðleysi í Eflingu, en að mínu viti hafa vinnubrögðin í VM verið miklu verri þar sem brot á lögum félagsins er öllum ljós sem það vilja sjá. Það hefur vakið furðu mína hvað fjölmiðlar hafa haft lítinn áhuga á þessum vinnubrögðum innan VM. Það á aldrei að gefast upp. Þegar menn verða uppvísir af lögbrotum og siðleysi þá á aldrei að hætta að koma því á framfæri fyrr en sannleikurinn fær að koma fram og viðkomandi látinn axla ábyrgð. Það er sorglegt að sjá það plan sem stéttarfélagið okkar er komið á. Getulaust til að vinna eins og alvöru stéttarfélag á að gera. Endurheimtum félagið okkar aftur sem öflugt og heiðarlegt stéttarfélag sem getur starfað eðlilega og látið í sér heyra eins og alvöru stéttarfélög eiga að gera. Kveðja, Guðmundur Ragnarsson Höfundur er félagsmaður og fyrrverandi formaður VM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ragnarsson Stéttarfélög Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Það er sorglegt að sjá stéttarfélagið mitt VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna vera hugsanlega orðið spilltasta stéttarfélag landsins. Þau vinnubrögð sem hafa verið stunduð í félaginu síðan núverandi formaður tók við eru með ólíkindum. Lög ítrekað brotin, sérstaklega hvað varðar meðferð á fjármunum félagsins auk sameiningar inn í annað félag sem félagsmenn hafa ekki fengið kynningu á. Formaðurinn komið fram í fjölmiðlum og sagt réttamæta gagnrýni verða uppspuna og lygi. Stjórnarmenn hafa þagað þunnu hljóði þó þeir viti að formaður félagsins hafi farið fram í fjölmiðlum með ósannindi. Stjórnarmaður sagði sig úr stjórn og úr félaginu eftir síðasta stjórnarkjör, þegar hann sá fram á það að tilraunir hans til að fá upplýsingar um meðferð og samþykktir fyrir hundruðum milljóna króna úr sjóðum félagsins yrði ekki svarað og hann fengi ekki stuðning annarra stjórnarmanna. Tíu félagsmenn þar á meðal fyrrverandi stjórnarmenn til margra ára og með áratuga setu í stjórn VM og Vélstjórafélagi Íslands sendu skriflega fyrirspurn 3. nóvember 2022 til stjórnar félagsins um meint lögbrot og meðferð á fjármunum félagsins sem stjórnin ætlar ekki að svara skriflega samkvæmt síðasta svari hennar. Þessar fyrirspurnir er hægt að nálgast á facebook síðu,: Guðmundur Ragnarsson – VM. Meðal þeirra sem skrifuðu undir fyrirspurnirnar er einstaklingur sem kom einna mest að þeirri vinnu að semja lög VM, þegar Vélstjórafélag Íslands og Félag járniðnaðarmanna sameinuðust og til varð VM – Félag vélstjóra og málmtæknimanna. Hann veit hvað lögð var mikil vinna í það að tryggja að meðferð fjármuna félagsins yrði varin fyrir misnotkun og sóun. Einn af hornsteinum í starfsemi stéttarfélags er meðferð fjármuna þess. Auk hans eru félagsmenn sem ekki hafa getað fengið skýringar á starfsemi félagsins hjá stjórnarmönnum þó þeir hafi ítrekað reynt það. Á hvaða stað erum við komin með stéttarfélagið okkar? Það er sorglegt að verða vitni að því hvað mörgum félagsmönnum VM virðist vera sama þó lög félagsins séu ítrekað brotin. Hafi formaður VM farið vísvitandi fram í fjölmiðlum með rangt mál ber honum að segja af sér. Óheiðarleika og lygar á ekki að líða í stéttarfélagi eins og VM. Stjórn VM ber að lýsa yfir vantrausti á núverandi formann og víkja honum fyrir það að virða ekki lög félagsins sem hann hefur ítrekað brotið og unnið á bak við stjórn félagsins. Að stjórn VM ætli að svara fyrirspurnunum á félagsfundi eins og hún hefur boðað en ekki skriflega lýsir best ástandinu í félaginu og hver fer með rétt mál. Það á kannski að hafa hann eins og fulltrúaráðsfundinn í febrúar 2022 þar sem formaður og stjórn stýrðu hverjir kæmu á fundinn til að fá fyrirfram ákveðna niðurstöðu. Hvar erum við stödd sem samfélag? Hvernig ætlar stjórn VM að senda frá sér gagnrýna ályktun um svindl, spillingu og óheiðaleg vinnubrögð í samfélaginu og hvernig getur stjórnin haldið áfram að vinna í þessum feluleik? Ef stéttarfélag á að vera þess megnugt að gagnrýna óréttlæti og ósæmilegt framferði í samfélaginu, verður það sjálft að sýna fordæmi með fyrirmyndar vinnubrögðum, hlýðni við eigin lög og að allt sé öllum opið og aðgengilegt og fyrirspurnum svarað. Takist okkur ekki að halda vörð um þessi gildi erum við á villigötum. Ef siðleysi og virðingarleysi fyrir okkar eigin lögum fær að þrífast innan verkalýðshreyfingarinnar, erum við illa stödd sem samfélag. Félag eins og VM er eign félagsmanna og starfar fyrir þá en er ekki til fyrir formann til að kaupa sér velvild annarsstaðar vegna eigin getuleysis eða fyrir ótiltekna gæðinga sem hann er að þóknast. Björgum félaginu okkar. Í stéttarfélagi þarf að vera þróun í takt við þjóðfélagsbreytingar og breytta tíma. Breytingarnar þurfa hins vegar að vera unnar félagslega og eftir lögum félagsins. Hugmynd er búin til, hún mótuð og rædd áfram. Þegar komið er uppkast af hugmynd, er komin grundvöllur til að vinna hana félagslega, hún rædd í stjórn, fulltrúaráði og kynnt á félags- eða aðalfundi. Í þessu ferli geta orðið verulegar breytingar því félagsmönnum þóknast þær ekki, þannig á stéttarfélag að vinna. Það hefur ekki verið raunin í VM síðustu ár. Það var reynt að koma þessum lögbrotum á framfæri í síðasta formanns- og stjórnakjöri hjá félaginu. Þegar allri gagnrýni er svarað sem lygi og áróðri og flestir stjórnarmenn þegja er erfitt um vik. Það er alltaf verið að tala um lögbrot og siðleysi í Eflingu, en að mínu viti hafa vinnubrögðin í VM verið miklu verri þar sem brot á lögum félagsins er öllum ljós sem það vilja sjá. Það hefur vakið furðu mína hvað fjölmiðlar hafa haft lítinn áhuga á þessum vinnubrögðum innan VM. Það á aldrei að gefast upp. Þegar menn verða uppvísir af lögbrotum og siðleysi þá á aldrei að hætta að koma því á framfæri fyrr en sannleikurinn fær að koma fram og viðkomandi látinn axla ábyrgð. Það er sorglegt að sjá það plan sem stéttarfélagið okkar er komið á. Getulaust til að vinna eins og alvöru stéttarfélag á að gera. Endurheimtum félagið okkar aftur sem öflugt og heiðarlegt stéttarfélag sem getur starfað eðlilega og látið í sér heyra eins og alvöru stéttarfélög eiga að gera. Kveðja, Guðmundur Ragnarsson Höfundur er félagsmaður og fyrrverandi formaður VM.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar