Árásin þaulskipulögð og skotmörkin mögulega fleiri Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. mars 2023 07:05 Hale gekk um ganga skólans og skaut sex til bana. AP/Metropolitan Nashville Police Department Hinn 28 ára Audrey E. Hale, sem réðist inn í Covenant School í Green Hills í Nashville í gær og skaut sex til bana skipulagði árásina í þaula og hugðist láta til skarar skríða á fleiri stöðum, að sögn lögreglu. Á heimili Hale fundust teikningar af skólabyggingunni og upplýsingar um öryggisferla. Hale var fyrrverandi nemendi í skólanum og lögregla telur að hann hafi talið sig eiga harma að hefna. Þess ber að geta að lögregla hefur talað um Hale sem „hana“ en Hale notaði karlkyns fornöfn á samfélagsmiðlum síðastliðna mánuði. Hale skaut sér leið inn í skólann vopnaður tveimur árásarrifflum og skammbyssu. Meðal fórnarlambanna voru skólastjórinn, umsjónarmaður og afleysingakennari, auk þriggja níu ára barna. Tilkynning um árásina barst klukkan 10.13 að staðartíma og Hale var skotinn til bana af lögreglu klukkan 10.27. Covenant School er kristilegur einkaskóli með um það bil 200 nemendur og átta nemendur á hvern kennara. Skólagjöldin eru 16 þúsund dollarar fyrir árið. Um 108 nemendur og starfsmenn voru fluttir í nálæga kirkju eftir skotárásina, þar sem börnin biðu eftir foreldrum sínum. Yfirmaður skólamála í Nashville sagði foreldrana nú velta því fyrir sér hver væru næstu skref. „Hvað á maður að gera? Tekur maður börnin að kaupa ís? Á leikvöllinn? Spyr maður hvað þau sáu? Spyr maður ekki hvað þau sáu? Á maður að láta þau mæta í skólann á morgun? Verður skóli á morgun?,“ sagði hún um spurningar foreldranna. Joe Biden Bandaríkjaforseti ítrekaði í gær hvatningu sína til þingsins um að setja nýja byssulöggjöf, sem myndi meðal annars fela í sér bann gegn árásarvopnum. Hann sagði árásir af þessu tagi vera að rífa sálina úr bandarísku þjóðinni. Bandaríkin Skotvopn Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Á heimili Hale fundust teikningar af skólabyggingunni og upplýsingar um öryggisferla. Hale var fyrrverandi nemendi í skólanum og lögregla telur að hann hafi talið sig eiga harma að hefna. Þess ber að geta að lögregla hefur talað um Hale sem „hana“ en Hale notaði karlkyns fornöfn á samfélagsmiðlum síðastliðna mánuði. Hale skaut sér leið inn í skólann vopnaður tveimur árásarrifflum og skammbyssu. Meðal fórnarlambanna voru skólastjórinn, umsjónarmaður og afleysingakennari, auk þriggja níu ára barna. Tilkynning um árásina barst klukkan 10.13 að staðartíma og Hale var skotinn til bana af lögreglu klukkan 10.27. Covenant School er kristilegur einkaskóli með um það bil 200 nemendur og átta nemendur á hvern kennara. Skólagjöldin eru 16 þúsund dollarar fyrir árið. Um 108 nemendur og starfsmenn voru fluttir í nálæga kirkju eftir skotárásina, þar sem börnin biðu eftir foreldrum sínum. Yfirmaður skólamála í Nashville sagði foreldrana nú velta því fyrir sér hver væru næstu skref. „Hvað á maður að gera? Tekur maður börnin að kaupa ís? Á leikvöllinn? Spyr maður hvað þau sáu? Spyr maður ekki hvað þau sáu? Á maður að láta þau mæta í skólann á morgun? Verður skóli á morgun?,“ sagði hún um spurningar foreldranna. Joe Biden Bandaríkjaforseti ítrekaði í gær hvatningu sína til þingsins um að setja nýja byssulöggjöf, sem myndi meðal annars fela í sér bann gegn árásarvopnum. Hann sagði árásir af þessu tagi vera að rífa sálina úr bandarísku þjóðinni.
Bandaríkin Skotvopn Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira