Árásin þaulskipulögð og skotmörkin mögulega fleiri Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. mars 2023 07:05 Hale gekk um ganga skólans og skaut sex til bana. AP/Metropolitan Nashville Police Department Hinn 28 ára Audrey E. Hale, sem réðist inn í Covenant School í Green Hills í Nashville í gær og skaut sex til bana skipulagði árásina í þaula og hugðist láta til skarar skríða á fleiri stöðum, að sögn lögreglu. Á heimili Hale fundust teikningar af skólabyggingunni og upplýsingar um öryggisferla. Hale var fyrrverandi nemendi í skólanum og lögregla telur að hann hafi talið sig eiga harma að hefna. Þess ber að geta að lögregla hefur talað um Hale sem „hana“ en Hale notaði karlkyns fornöfn á samfélagsmiðlum síðastliðna mánuði. Hale skaut sér leið inn í skólann vopnaður tveimur árásarrifflum og skammbyssu. Meðal fórnarlambanna voru skólastjórinn, umsjónarmaður og afleysingakennari, auk þriggja níu ára barna. Tilkynning um árásina barst klukkan 10.13 að staðartíma og Hale var skotinn til bana af lögreglu klukkan 10.27. Covenant School er kristilegur einkaskóli með um það bil 200 nemendur og átta nemendur á hvern kennara. Skólagjöldin eru 16 þúsund dollarar fyrir árið. Um 108 nemendur og starfsmenn voru fluttir í nálæga kirkju eftir skotárásina, þar sem börnin biðu eftir foreldrum sínum. Yfirmaður skólamála í Nashville sagði foreldrana nú velta því fyrir sér hver væru næstu skref. „Hvað á maður að gera? Tekur maður börnin að kaupa ís? Á leikvöllinn? Spyr maður hvað þau sáu? Spyr maður ekki hvað þau sáu? Á maður að láta þau mæta í skólann á morgun? Verður skóli á morgun?,“ sagði hún um spurningar foreldranna. Joe Biden Bandaríkjaforseti ítrekaði í gær hvatningu sína til þingsins um að setja nýja byssulöggjöf, sem myndi meðal annars fela í sér bann gegn árásarvopnum. Hann sagði árásir af þessu tagi vera að rífa sálina úr bandarísku þjóðinni. Bandaríkin Skotvopn Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira
Á heimili Hale fundust teikningar af skólabyggingunni og upplýsingar um öryggisferla. Hale var fyrrverandi nemendi í skólanum og lögregla telur að hann hafi talið sig eiga harma að hefna. Þess ber að geta að lögregla hefur talað um Hale sem „hana“ en Hale notaði karlkyns fornöfn á samfélagsmiðlum síðastliðna mánuði. Hale skaut sér leið inn í skólann vopnaður tveimur árásarrifflum og skammbyssu. Meðal fórnarlambanna voru skólastjórinn, umsjónarmaður og afleysingakennari, auk þriggja níu ára barna. Tilkynning um árásina barst klukkan 10.13 að staðartíma og Hale var skotinn til bana af lögreglu klukkan 10.27. Covenant School er kristilegur einkaskóli með um það bil 200 nemendur og átta nemendur á hvern kennara. Skólagjöldin eru 16 þúsund dollarar fyrir árið. Um 108 nemendur og starfsmenn voru fluttir í nálæga kirkju eftir skotárásina, þar sem börnin biðu eftir foreldrum sínum. Yfirmaður skólamála í Nashville sagði foreldrana nú velta því fyrir sér hver væru næstu skref. „Hvað á maður að gera? Tekur maður börnin að kaupa ís? Á leikvöllinn? Spyr maður hvað þau sáu? Spyr maður ekki hvað þau sáu? Á maður að láta þau mæta í skólann á morgun? Verður skóli á morgun?,“ sagði hún um spurningar foreldranna. Joe Biden Bandaríkjaforseti ítrekaði í gær hvatningu sína til þingsins um að setja nýja byssulöggjöf, sem myndi meðal annars fela í sér bann gegn árásarvopnum. Hann sagði árásir af þessu tagi vera að rífa sálina úr bandarísku þjóðinni.
Bandaríkin Skotvopn Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira