Mánaðarleg greiðslubyrði gæti brátt hækkað um 30 þúsund krónur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. mars 2023 22:01 Kári S. Friðriksson er hagfræðingur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Vísir/Egill Mánaðargreiðslubyrði á 40 milljóna króna óverðtryggðu láni gæti hækkað um 30 þúsund krónur á einu bretti ef bankarnir hækka vexti í takt við 100 punkta stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Lánamarkaðurinn hefur tekið hröðum breytingum samhliða tólf stýrivaxtahækkunum í röð. Ný mánaðarskýrsla hagdeildar Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar fjallar meðal annars um þær hræringar sem hafa verið á lánamarkaði eftir að Seðlabankinn hóf sitt stýrivaxtahækkunar skeið. Í síðustu viku hækkaði bankinn stýrivexti um 100 punkta og hafa stýrivextir ekki verið jafn háir síðan á fyrri hluta árs 2010. Kári S. Friðriksson er hagfræðingur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. „Þetta mun fyrst og fremst hafa áhrif á fólk sem er með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum og þá getum við séð að fólk sem er með 40 milljón króna lán að greiðslubyrðin á því gæti hækkað um 30 þúsund krónur á mánuði.“ Eru þetta mörg heimili sem falla undir þessa skörpu hækkun? „Það eru sem betur fer ekki hátt hlutfall heimila sem eru með mjög háa greiðslubyrði en það er þó eitthvað í kringum 10.000 heimili sem eru með greiðslubyrði upp á 260.000 eða voru það í janúar. Stór hluti þessara heimila gæti verið með óverðtryggð lán og þannig séð svona mikla hækkun.“ Margir muni síðan fá skell þegar fastir vextir taka að losna í stórum stíl með haustinu. „Stærsti hlutinn þó á síðari hluta næsta árs og byrjun þarnæsta en alltaf sífellt fleiri heimili eftir því sem líður á.“ Þótt húsnæðismarkaðurinn hafi kólnað er hann alls ekki botnfrosinn. „Við erum ekki farin að sjá neitt miklar lækkanir heldur er verð nokkurn veginn búið að standa í stað síðustu sex, sjö mánuði.“ Fasteignamarkaður Seðlabankinn Fjármál heimilisins Húsnæðismál Tengdar fréttir Ekki færri kaupsamningar síðan í janúar 2012 Alls voru 411 kaupsamningar gefnir út í janúar á landinu öllu og hafa ekki verið færri síðan í janúar 2012. Spáð er að hröð íbúafjölgun geti sett þrýsting á leigu- og fasteignamarkað. 27. mars 2023 07:49 Minni hækkun en 100 punktar hefði verið „veikleikamerki“ Seðlabanki Íslands hefði sýnt „veikleikamerki“ ef peningastefnunefnd bankans hefði hækkað stýrivextir um 75 punkta eða minna að sögn skuldabréfamiðlara hjá Arion banka. Lækkun verðbólguálags á skuldabréfamarkaði eftir vaxtaákvörðunina sé merki um að brött vaxtahækkun hafi verið rétt ákvörðun. 24. mars 2023 09:20 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Ný mánaðarskýrsla hagdeildar Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar fjallar meðal annars um þær hræringar sem hafa verið á lánamarkaði eftir að Seðlabankinn hóf sitt stýrivaxtahækkunar skeið. Í síðustu viku hækkaði bankinn stýrivexti um 100 punkta og hafa stýrivextir ekki verið jafn háir síðan á fyrri hluta árs 2010. Kári S. Friðriksson er hagfræðingur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. „Þetta mun fyrst og fremst hafa áhrif á fólk sem er með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum og þá getum við séð að fólk sem er með 40 milljón króna lán að greiðslubyrðin á því gæti hækkað um 30 þúsund krónur á mánuði.“ Eru þetta mörg heimili sem falla undir þessa skörpu hækkun? „Það eru sem betur fer ekki hátt hlutfall heimila sem eru með mjög háa greiðslubyrði en það er þó eitthvað í kringum 10.000 heimili sem eru með greiðslubyrði upp á 260.000 eða voru það í janúar. Stór hluti þessara heimila gæti verið með óverðtryggð lán og þannig séð svona mikla hækkun.“ Margir muni síðan fá skell þegar fastir vextir taka að losna í stórum stíl með haustinu. „Stærsti hlutinn þó á síðari hluta næsta árs og byrjun þarnæsta en alltaf sífellt fleiri heimili eftir því sem líður á.“ Þótt húsnæðismarkaðurinn hafi kólnað er hann alls ekki botnfrosinn. „Við erum ekki farin að sjá neitt miklar lækkanir heldur er verð nokkurn veginn búið að standa í stað síðustu sex, sjö mánuði.“
Fasteignamarkaður Seðlabankinn Fjármál heimilisins Húsnæðismál Tengdar fréttir Ekki færri kaupsamningar síðan í janúar 2012 Alls voru 411 kaupsamningar gefnir út í janúar á landinu öllu og hafa ekki verið færri síðan í janúar 2012. Spáð er að hröð íbúafjölgun geti sett þrýsting á leigu- og fasteignamarkað. 27. mars 2023 07:49 Minni hækkun en 100 punktar hefði verið „veikleikamerki“ Seðlabanki Íslands hefði sýnt „veikleikamerki“ ef peningastefnunefnd bankans hefði hækkað stýrivextir um 75 punkta eða minna að sögn skuldabréfamiðlara hjá Arion banka. Lækkun verðbólguálags á skuldabréfamarkaði eftir vaxtaákvörðunina sé merki um að brött vaxtahækkun hafi verið rétt ákvörðun. 24. mars 2023 09:20 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Ekki færri kaupsamningar síðan í janúar 2012 Alls voru 411 kaupsamningar gefnir út í janúar á landinu öllu og hafa ekki verið færri síðan í janúar 2012. Spáð er að hröð íbúafjölgun geti sett þrýsting á leigu- og fasteignamarkað. 27. mars 2023 07:49
Minni hækkun en 100 punktar hefði verið „veikleikamerki“ Seðlabanki Íslands hefði sýnt „veikleikamerki“ ef peningastefnunefnd bankans hefði hækkað stýrivextir um 75 punkta eða minna að sögn skuldabréfamiðlara hjá Arion banka. Lækkun verðbólguálags á skuldabréfamarkaði eftir vaxtaákvörðunina sé merki um að brött vaxtahækkun hafi verið rétt ákvörðun. 24. mars 2023 09:20