Æ fleiri karlar pissa sitjandi Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 26. mars 2023 14:30 Margar ástæður eru fyrir því að æ fleiri karlar velja að pissa sitjandi. Það ku vera þægilegra, það er hreinlegra og svo getur það verið heilsusamlegra, sérstaklega eftir miðjan aldur. Sumir vilja meina að aukin þátttaka karla við heimilisþrif valdi því að þeir velji í auknum mæli að sitja við þvaglát. Getty Images Æ fleiri karlar hafa þvaglát sitjandi og virðist sem þeim hafi fjölgað sérstaklega í Covid-faraldrinum. Í Þýskalandi geta menn orðið fyrir því á almenningssalernum að Angela Merkel skipi pissandi körlum að setjast á klósettið. Meira hreinlæti eftir Covid Þrátt fyrir að ekki sjái enn fyrir endann á Covid-farsóttinni, og gerir kannski ekki alveg í bráð, þá benda ýmsar rannsóknir sem gerðar hafa verið á síðustu misserum til þess að farsóttin hafi haft talsverða áhrif á daglega hegðun fólks. Sérstaklega þegar kemur að hreinlæti. Handþvottur hefur aukist, handspritt er mjög víða orðið staðalbúnaður og… svo virðist sem fleiri karlar pissi sitjandi en áður. Setumönnum fjölgaði í Covid Nýleg könnun á vinsælasta spjallvef Spánar bendir til þess að rúmlega 60 prósent karla þar í landi kasti núorðið af sér vatni sitjandi. Niðurstöður könnunar sem gerð var í Japan í miðjum heimsfaraldrinum, benda í sömu átt, þar sitja rúm 70 prósent karla þegar þeir pissa, en fyrir nokkrum árum sat rétt um helmingur japanskra karla við þessa iðju. Þá virðast menn í sambúð vera meiri setumenn en einhleypir. „Sitzpinkler“ og Angela Merkel Í Þýskalandi er meira að segja til sérstakt orð yfir karla sem pissa sitjandi. Auðvitað. Sitzpinkler. Maður sem pissar sitjandi. Þar í landi er beinlínis mælst til þess að karlar sitji á salerninu í stað þess að standa og miða. Staðreyndin er nefnilega sú að karlar eru misgóðar skyttur. Sums staðar á þýskum almenningssalernum hanga uppi skilti sem minna menn á að tylla sér og þar er að finna búnað sem kallast salernisdraugurinn. Hann vaknar til lífsins þegar karlar lyfta klósettsetunni og skipar mönnum að setjast. Það er hægt að fá salernisdrauginn með nokkrum ólíkum röddum. Angela Merkel, fyrrverandi kanslari Þýskalands, er ein af röddunum. Menn óhlýðnast henni ekki svo glatt. Af hverju færist í vöxt að karlar sitji við þvaglát? Jú, ein ástæðan er, eins og Larry David komst að orði í þáttunum Curb Your Enthusiasm, það er þægilegra og svo er hægt að lesa á meðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=ccWnfgS0Tkw">watch on YouTube</a> En fleira kemur til en þægindi. Rannsókn sem gerð var fyrir nokkrum árum við háskólann í Leiden í Hollandi bendir til þess að í sitjandi stöðu sé þvagblöðru karla gert kleift að tæmast hraðar og betur. Og stríði karlar við vanda í blöðruhálskirtli þá er sitjandi tæmingarstaða æskilegri en standandi, eins og það er orðað. Og svo má ekki gleyma enn einum þættinum, sem er hreinlætið, en það liggur svo í augum uppi að ekki er ástæða til að fara nánar út í þá sálma. Heilsa Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Sjá meira
Meira hreinlæti eftir Covid Þrátt fyrir að ekki sjái enn fyrir endann á Covid-farsóttinni, og gerir kannski ekki alveg í bráð, þá benda ýmsar rannsóknir sem gerðar hafa verið á síðustu misserum til þess að farsóttin hafi haft talsverða áhrif á daglega hegðun fólks. Sérstaklega þegar kemur að hreinlæti. Handþvottur hefur aukist, handspritt er mjög víða orðið staðalbúnaður og… svo virðist sem fleiri karlar pissi sitjandi en áður. Setumönnum fjölgaði í Covid Nýleg könnun á vinsælasta spjallvef Spánar bendir til þess að rúmlega 60 prósent karla þar í landi kasti núorðið af sér vatni sitjandi. Niðurstöður könnunar sem gerð var í Japan í miðjum heimsfaraldrinum, benda í sömu átt, þar sitja rúm 70 prósent karla þegar þeir pissa, en fyrir nokkrum árum sat rétt um helmingur japanskra karla við þessa iðju. Þá virðast menn í sambúð vera meiri setumenn en einhleypir. „Sitzpinkler“ og Angela Merkel Í Þýskalandi er meira að segja til sérstakt orð yfir karla sem pissa sitjandi. Auðvitað. Sitzpinkler. Maður sem pissar sitjandi. Þar í landi er beinlínis mælst til þess að karlar sitji á salerninu í stað þess að standa og miða. Staðreyndin er nefnilega sú að karlar eru misgóðar skyttur. Sums staðar á þýskum almenningssalernum hanga uppi skilti sem minna menn á að tylla sér og þar er að finna búnað sem kallast salernisdraugurinn. Hann vaknar til lífsins þegar karlar lyfta klósettsetunni og skipar mönnum að setjast. Það er hægt að fá salernisdrauginn með nokkrum ólíkum röddum. Angela Merkel, fyrrverandi kanslari Þýskalands, er ein af röddunum. Menn óhlýðnast henni ekki svo glatt. Af hverju færist í vöxt að karlar sitji við þvaglát? Jú, ein ástæðan er, eins og Larry David komst að orði í þáttunum Curb Your Enthusiasm, það er þægilegra og svo er hægt að lesa á meðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=ccWnfgS0Tkw">watch on YouTube</a> En fleira kemur til en þægindi. Rannsókn sem gerð var fyrir nokkrum árum við háskólann í Leiden í Hollandi bendir til þess að í sitjandi stöðu sé þvagblöðru karla gert kleift að tæmast hraðar og betur. Og stríði karlar við vanda í blöðruhálskirtli þá er sitjandi tæmingarstaða æskilegri en standandi, eins og það er orðað. Og svo má ekki gleyma enn einum þættinum, sem er hreinlætið, en það liggur svo í augum uppi að ekki er ástæða til að fara nánar út í þá sálma.
Heilsa Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent