Mikilvæg skref í lengri vegferð Jódís Skúladóttir skrifar 23. mars 2023 17:01 Í dag voru til umræðu á Alþingi breytingar á lögum um almannatryggingar og félagslega aðstoð. Í ríkisstjórnarsáttmála er lögð rík áhersla á að málefni örorkulífeyrisþega verði tekin til endurskoðunar á kjörtímabilinu með það að markmiði að bæta lífskjör og lífsgæði einstaklinga með skerta starfsgetu og er málið sem rætt var í dag hluti af heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins. Mikilvæg skref voru stigin til að ná því markmiði að gera lögin aðgengilegri, einfaldari og skýrari en flækjustig almannatryggingakerfisins hefur valdið bæði notendum þjónustu og framkvæmdaaðilum vanda. Um eitt skref er að ræða í lengri vegferð og er það markmið félags- og vinnumarkaðsráðherra að gera aðrar mikilvægar breytingar á kerfinu á næstu misserum, en skammt er síðan stór skref voru tekin, þegar frítekjumark var tvöfaldað sem voru fyrstu breytingar sem gerðar voru á því frá árinu 2009 eða í tæp 14 ár. Það er mikilvægt að því sé haldið til haga að þegar breyta á viðamiklu og flóknu kerfi verður er mjög mikilvægt er að ígrunda breytingar vel og taka ekki ákvarðanir sem verða til þess að flækja málin enn frekar á síðara stigi. Við erum flest sammála um að það er óeðlilegt að tekjur barna komi til skerðinga á greiðslum foreldra. Þetta er eitt af því sem nauðsynlegt er að endurskoða og lagfæra. Hér gilda í raun sömu sjónarmið og varðandi fjármagnstekjur hjóna, þ.e. að ef vilji löggjafans er að breyta því fyrirkomulagi sem gildir um meðferð tekna barna innan 16 ára aldurs þá er eðlilegra að það verði gert með breytingum á lögum um tekjuskatt þannig að fjármagnstekjum barna verði haldið aðskildum frá tekjum foreldra og að þær reglur gildi einnig innan almannatryggingakerfisins. Verði ákveðið að gera breytingar á framangreindu fyrirkomulagi gæti á sama tíma þurft að gera ráðstafanir til að fyrirbyggja að foreldrar geti fært tekjur og/eða innstæður sínar á reikninga barna sinna í því skyni að komast hjá greiðslu fjármagnstekjuskatts. Hvað varðar útreikninga og endurreikning er vel hægt að taka undir að það er réttlætismál að breyta þeirri framkvæmd, og það er einmitt það sem er verið að í heildarendurskoðuninni. Hugmyndin er þannig að heimilt yrði að telja lífeyrissjóðstekjur til tekna greiðsluþega einungis í þeim mánuðum sem þeirra er aflað. Mikilvægt skref sem verið að vinna í að stíga á næstu misserum. Mikilvægt er að hafa í huga að með breytingunum núna er verið að samræma framkvæmd laganna enn betur að þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem felast í gagnkvæmum milliríkjasamningum sem Ísland hefur gert. Erfitt er að sjá fyrir sér hvernig samanburður á réttindum samkvæmt lögum um almannatryggingar og lögum í öðrum ríkjum þar sem réttur gæti hafa áunnist ætti að leiða til þess að ekki skuli beita milliríkjasamningum sem ríkisstjórnin hefur gert og sem tekið hafa gildi. Slíkur samanburður yrði einnig mjög erfiður í framkvæmd þar sem lög, reglur og réttindi eru mjög misjöfn og ólík eftir ríkjum. Þá er það meginstefna stjórnvalda að milliríkjasamningar á málefnasviðinu skuli byggjast á gagnkvæmni, bæði hvað varðar réttindi og skyldur. Einnig er rétt að sá vilji löggjafans að ákvæði gagnkvæmra milliríkjasamninga sem gerðir hafa verið með stoð í 68. gr. laga um almannatryggingar gildi ekki um endurhæfingarlífeyri samkvæmt lögum um félagslega aðstoð. Stefnt er að því að ákvæði laga um félagslega aðstoð um endurhæfingarlífeyri verði endurskoðuð í væntanlegu frumvarpi ráðherra á haustþingi 2023 og að þá verði tekið til ítarlegrar skoðunar hvort styrkja skuli stoðir endurhæfingar og greiðslna sem henni tengjast frekar með því að fella greiðsluflokkinn undir almannatryggingar. Þeir einstaklingar sem falla undir lög um almannatryggingakerfið eru jafnan í viðkvæmri stöðu og mikilvægt er að með öllum breytingum á lögum sé unnið að réttlátari og skýrari réttarstöðu þeirra. Vinstri hreyfingin grænt framboð byggir stefnu sína m.a. á félagslegu réttlæti og vinnur hér eftir sem hingað til að framgangi þess. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag voru til umræðu á Alþingi breytingar á lögum um almannatryggingar og félagslega aðstoð. Í ríkisstjórnarsáttmála er lögð rík áhersla á að málefni örorkulífeyrisþega verði tekin til endurskoðunar á kjörtímabilinu með það að markmiði að bæta lífskjör og lífsgæði einstaklinga með skerta starfsgetu og er málið sem rætt var í dag hluti af heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins. Mikilvæg skref voru stigin til að ná því markmiði að gera lögin aðgengilegri, einfaldari og skýrari en flækjustig almannatryggingakerfisins hefur valdið bæði notendum þjónustu og framkvæmdaaðilum vanda. Um eitt skref er að ræða í lengri vegferð og er það markmið félags- og vinnumarkaðsráðherra að gera aðrar mikilvægar breytingar á kerfinu á næstu misserum, en skammt er síðan stór skref voru tekin, þegar frítekjumark var tvöfaldað sem voru fyrstu breytingar sem gerðar voru á því frá árinu 2009 eða í tæp 14 ár. Það er mikilvægt að því sé haldið til haga að þegar breyta á viðamiklu og flóknu kerfi verður er mjög mikilvægt er að ígrunda breytingar vel og taka ekki ákvarðanir sem verða til þess að flækja málin enn frekar á síðara stigi. Við erum flest sammála um að það er óeðlilegt að tekjur barna komi til skerðinga á greiðslum foreldra. Þetta er eitt af því sem nauðsynlegt er að endurskoða og lagfæra. Hér gilda í raun sömu sjónarmið og varðandi fjármagnstekjur hjóna, þ.e. að ef vilji löggjafans er að breyta því fyrirkomulagi sem gildir um meðferð tekna barna innan 16 ára aldurs þá er eðlilegra að það verði gert með breytingum á lögum um tekjuskatt þannig að fjármagnstekjum barna verði haldið aðskildum frá tekjum foreldra og að þær reglur gildi einnig innan almannatryggingakerfisins. Verði ákveðið að gera breytingar á framangreindu fyrirkomulagi gæti á sama tíma þurft að gera ráðstafanir til að fyrirbyggja að foreldrar geti fært tekjur og/eða innstæður sínar á reikninga barna sinna í því skyni að komast hjá greiðslu fjármagnstekjuskatts. Hvað varðar útreikninga og endurreikning er vel hægt að taka undir að það er réttlætismál að breyta þeirri framkvæmd, og það er einmitt það sem er verið að í heildarendurskoðuninni. Hugmyndin er þannig að heimilt yrði að telja lífeyrissjóðstekjur til tekna greiðsluþega einungis í þeim mánuðum sem þeirra er aflað. Mikilvægt skref sem verið að vinna í að stíga á næstu misserum. Mikilvægt er að hafa í huga að með breytingunum núna er verið að samræma framkvæmd laganna enn betur að þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem felast í gagnkvæmum milliríkjasamningum sem Ísland hefur gert. Erfitt er að sjá fyrir sér hvernig samanburður á réttindum samkvæmt lögum um almannatryggingar og lögum í öðrum ríkjum þar sem réttur gæti hafa áunnist ætti að leiða til þess að ekki skuli beita milliríkjasamningum sem ríkisstjórnin hefur gert og sem tekið hafa gildi. Slíkur samanburður yrði einnig mjög erfiður í framkvæmd þar sem lög, reglur og réttindi eru mjög misjöfn og ólík eftir ríkjum. Þá er það meginstefna stjórnvalda að milliríkjasamningar á málefnasviðinu skuli byggjast á gagnkvæmni, bæði hvað varðar réttindi og skyldur. Einnig er rétt að sá vilji löggjafans að ákvæði gagnkvæmra milliríkjasamninga sem gerðir hafa verið með stoð í 68. gr. laga um almannatryggingar gildi ekki um endurhæfingarlífeyri samkvæmt lögum um félagslega aðstoð. Stefnt er að því að ákvæði laga um félagslega aðstoð um endurhæfingarlífeyri verði endurskoðuð í væntanlegu frumvarpi ráðherra á haustþingi 2023 og að þá verði tekið til ítarlegrar skoðunar hvort styrkja skuli stoðir endurhæfingar og greiðslna sem henni tengjast frekar með því að fella greiðsluflokkinn undir almannatryggingar. Þeir einstaklingar sem falla undir lög um almannatryggingakerfið eru jafnan í viðkvæmri stöðu og mikilvægt er að með öllum breytingum á lögum sé unnið að réttlátari og skýrari réttarstöðu þeirra. Vinstri hreyfingin grænt framboð byggir stefnu sína m.a. á félagslegu réttlæti og vinnur hér eftir sem hingað til að framgangi þess. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun