Ert þú 1 af 5? Kristófer Már Maronsson skrifar 22. mars 2023 14:30 Nú standa yfir rafrænar kosningar í stjórn Almenna Lífeyrissjóðsins. Almenni Lífeyrissjóðurinn er ekki þessi hefðbundni sjóður þar sem stéttarfélög og atvinnurekendur skipa hvor sinn helming stjórnar, heldur er Almenni Lífeyrissjóðurinn opinn öllum og telur um 57 þúsund sjóðfélaga - c.a. 1 af hverjum 5 í samfélaginu hefur atkvæðisrétt. Það er ekki algengt að sjóðfélagar fái að kjósa sér stjórn. Þess vegna er það vel þess virði að ráðstafa nokkrum mínútum árlega í að kynna sér fólkið sem býður sig fram til þess að móta fjárfestingarstefnu fyrir eina af þínum stærstu eignum yfir lífsleiðina. Ég er einn af frambjóðendum ársins í ár og ég vil leggja áherslu á þrennt sem stjórnarmaður fái ég umboð sjóðfélaga til þess. Áhyggjulaust ævikvöld Það er fyrst og fremst hlutverk stjórnar að marka stefnu sjóðsins til þess að tryggja lágmarksávöxtun á lífeyrissparnað sjóðfélaga. Ég mun leggja höfuðáherslu á að ná sem mestri ávöxtun á sparnað sjóðfélaga. Þegar fólk hefur lagt sig fram um að vinna í þágu samfélagsins í tugi ára, finnst mér eðlilegt að því sé gert kleift að lifa áhyggjulausu ævikvöldi, hið minnsta hvað varðar innkomu. Það gerist ekki, nema við setjum það á oddinn að tryggja viðeigandi ávöxtun - en ég vil ekki setja punktinn þar. Þín eigin fjárfestingarstefna Séreignarsparnaður er okkar eign sem erfist ef við deyjum fyrir aldur fram. Ég vil auka frelsi sjóðfélaga til þess að ákveða hvernig séreignarsparnaði er fjárfest, a.m.k. þeirra sem hafa áhuga á því. Í dag eru nokkrar ávöxtunarleiðir í boði, en ég sé fyrir mér nýja leið þannig að hver og einn sjóðfélagi geti sett sína eigin fjárfestingarstefnu fyrir sína séreign með reglulegu millibili. Slík breyting hefur hvorki áhrif á samtryggingasjóð né séreignarsparnað annarra sjóðfélaga. Útfærslan sem ég hef í huga er tiltölulega einföld og verður að sjálfsögðu unnin í samvinnu við starfsfólk sjóðsins og aðra haghafa. Lífeyrissparnaður er líklega næststærsta fjárfesting æviskeiðsins á eftir fasteign hjá flestum og þessi breyting mun að mínu mati auka áhuga fólks á lífeyrissparnaði - sem er þriðji og síðasti punkturinn. Vekja áhuga fólks á lífeyrismálum Fæstir hafa mikinn áhuga á lífeyrismálum, en lífeyrissparnaður á einni starfsævi er líklega á bilinu 40-100 m.Kr. fjárfesting hjá flestum á núverandi verðlagi, þar af 15-35 m.kr. í séreignarsparnað hjá þeim sem kjósa að spara aukalega. Málshátturinn „Í upphafi skyldi endinn skoða” á vel við um lífeyrissparnað. Það er mikilvægt að velja sér lífeyrissjóð og kynna sér ávöxtunarleiðir, möguleika til að nýta sparnaðinn til fasteignakaupa o.s.frv. þegar fyrstu skref á vinnumarkaði eru tekin. Ég vil nýta tíma minn í stjórn Almenna til þess að kynna lífeyrismál betur fyrir fólki, þá sérstaklega unga fólkinu. Ég tel að jafningjafræðsla sé besta leiðin til þess að kynna lífeyrismál fyrir ungu fólki, sem er ekki einu hálfnað á vegferð sinni að eftirlaunaaldri. Hver getur kosið? Það er ekki almenn vitneskja hverjir eru á kjörskrá og kjörsókn er almennt dræm. Almenni Lífeyrissjóðurinn er starfsgreinasjóður arkitekta, lækna, tæknifræðinga, hljómlistamanna og leiðsögumanna en einnig getur um helmingur launþega valið að greiða í sjóðinn. Allir geta athugað á mínum síðum á almenni.is hvort þeir hafi kosningarétt. Til þess að hugmyndir mínar nái fram að ganga þarf ég á öflugu umboði sjóðfélaga að halda. Rafrænar kosningar eru í gangi til 29. mars og ég óska eftir þínum stuðningi, hvort sem þú getur kosið eða látið vini og vandamenn vita. Margt smátt gerir eitt stórt og í krafti fjöldans er hægt að gera breytingar til hins betra. Höfundur er hagfræðingur og frambjóðandi í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins þar sem kosningar fara fram 22.-29 mars - smelltu hér til að kjósa . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Lífeyrissjóðir Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Nú standa yfir rafrænar kosningar í stjórn Almenna Lífeyrissjóðsins. Almenni Lífeyrissjóðurinn er ekki þessi hefðbundni sjóður þar sem stéttarfélög og atvinnurekendur skipa hvor sinn helming stjórnar, heldur er Almenni Lífeyrissjóðurinn opinn öllum og telur um 57 þúsund sjóðfélaga - c.a. 1 af hverjum 5 í samfélaginu hefur atkvæðisrétt. Það er ekki algengt að sjóðfélagar fái að kjósa sér stjórn. Þess vegna er það vel þess virði að ráðstafa nokkrum mínútum árlega í að kynna sér fólkið sem býður sig fram til þess að móta fjárfestingarstefnu fyrir eina af þínum stærstu eignum yfir lífsleiðina. Ég er einn af frambjóðendum ársins í ár og ég vil leggja áherslu á þrennt sem stjórnarmaður fái ég umboð sjóðfélaga til þess. Áhyggjulaust ævikvöld Það er fyrst og fremst hlutverk stjórnar að marka stefnu sjóðsins til þess að tryggja lágmarksávöxtun á lífeyrissparnað sjóðfélaga. Ég mun leggja höfuðáherslu á að ná sem mestri ávöxtun á sparnað sjóðfélaga. Þegar fólk hefur lagt sig fram um að vinna í þágu samfélagsins í tugi ára, finnst mér eðlilegt að því sé gert kleift að lifa áhyggjulausu ævikvöldi, hið minnsta hvað varðar innkomu. Það gerist ekki, nema við setjum það á oddinn að tryggja viðeigandi ávöxtun - en ég vil ekki setja punktinn þar. Þín eigin fjárfestingarstefna Séreignarsparnaður er okkar eign sem erfist ef við deyjum fyrir aldur fram. Ég vil auka frelsi sjóðfélaga til þess að ákveða hvernig séreignarsparnaði er fjárfest, a.m.k. þeirra sem hafa áhuga á því. Í dag eru nokkrar ávöxtunarleiðir í boði, en ég sé fyrir mér nýja leið þannig að hver og einn sjóðfélagi geti sett sína eigin fjárfestingarstefnu fyrir sína séreign með reglulegu millibili. Slík breyting hefur hvorki áhrif á samtryggingasjóð né séreignarsparnað annarra sjóðfélaga. Útfærslan sem ég hef í huga er tiltölulega einföld og verður að sjálfsögðu unnin í samvinnu við starfsfólk sjóðsins og aðra haghafa. Lífeyrissparnaður er líklega næststærsta fjárfesting æviskeiðsins á eftir fasteign hjá flestum og þessi breyting mun að mínu mati auka áhuga fólks á lífeyrissparnaði - sem er þriðji og síðasti punkturinn. Vekja áhuga fólks á lífeyrismálum Fæstir hafa mikinn áhuga á lífeyrismálum, en lífeyrissparnaður á einni starfsævi er líklega á bilinu 40-100 m.Kr. fjárfesting hjá flestum á núverandi verðlagi, þar af 15-35 m.kr. í séreignarsparnað hjá þeim sem kjósa að spara aukalega. Málshátturinn „Í upphafi skyldi endinn skoða” á vel við um lífeyrissparnað. Það er mikilvægt að velja sér lífeyrissjóð og kynna sér ávöxtunarleiðir, möguleika til að nýta sparnaðinn til fasteignakaupa o.s.frv. þegar fyrstu skref á vinnumarkaði eru tekin. Ég vil nýta tíma minn í stjórn Almenna til þess að kynna lífeyrismál betur fyrir fólki, þá sérstaklega unga fólkinu. Ég tel að jafningjafræðsla sé besta leiðin til þess að kynna lífeyrismál fyrir ungu fólki, sem er ekki einu hálfnað á vegferð sinni að eftirlaunaaldri. Hver getur kosið? Það er ekki almenn vitneskja hverjir eru á kjörskrá og kjörsókn er almennt dræm. Almenni Lífeyrissjóðurinn er starfsgreinasjóður arkitekta, lækna, tæknifræðinga, hljómlistamanna og leiðsögumanna en einnig getur um helmingur launþega valið að greiða í sjóðinn. Allir geta athugað á mínum síðum á almenni.is hvort þeir hafi kosningarétt. Til þess að hugmyndir mínar nái fram að ganga þarf ég á öflugu umboði sjóðfélaga að halda. Rafrænar kosningar eru í gangi til 29. mars og ég óska eftir þínum stuðningi, hvort sem þú getur kosið eða látið vini og vandamenn vita. Margt smátt gerir eitt stórt og í krafti fjöldans er hægt að gera breytingar til hins betra. Höfundur er hagfræðingur og frambjóðandi í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins þar sem kosningar fara fram 22.-29 mars - smelltu hér til að kjósa .
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun