Staðfest að brakið og líkamsleifarnar séu úr banaslysinu Máni Snær Þorláksson skrifar 22. mars 2023 14:23 Hreyfill vélarinnar var á meðal þess sem kom í troll Hrafns Sveinbjarnarsonar. Aðsend Flugvélabrak og líkamsleifar sem festust í veiðarfæri skipsins Hrafns Sveinbjarnarsonar GK-255 þann 8. mars síðastliðinn eru úr banaslysi sem varð á svæðinu fyrir fimmtán árum síðan. Rannsóknarnefnd samgönguslysa komst að þessari niðurstöðu í dag. Snemma í morgun kom Hrafn Sveinbjarnarson GK-255 til hafnar í Grindavík með brak úr flugvél og brot úr höfuðkúpu. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að eftir skoðun rannsóknarnefndar samgönguslysa á þeim munum sem skipið kom með sé það talið staðfest að um sé að ræða flugvélarparta úr flugvélinni sem fórst vestan við Reykjanes fyrir um fimmtán árum síðan. Óskaði eftir því að fá að lenda í Keflavík Flugvélin sem um ræðir er sex sæta Cessna 310 vél hrapaði á svæðinu árið 2008. Verið var að ferja vélina frá seljanda í Bandaríkjunum til kaupanda í Búlgaríu. 35 ára breskur karlmaður flaug vélinni og lagði upp frá Narsarsuaq á Grænlandi þann 11. febrúar 2008 og stefndi á lendingu á Reykjavíkurflugvelli. Fram kom í skýrslu bandarískrar rannsóknarnefndar að flugmaðurinn tilkynnti um bilun klukkan 15:40 þennan dag. Flugvélin var farin að missa kraft og flygi á öðrum hreyfli sínum. Flugmaðurinn var í kjölfarið í sambandi við flugmálastjórn en hann hafði miklar áhyggjur af því að vélin kæmist ekki alla leið ingað til lands. Hann óskaði meðal annars eftir því að fá að lenda á Keflavíkurflugvelli í stað Reykjavíkurflugvallar. Rúmlega tuttugu mínútum eftir að flugmaðurinn tilkynnti um bilunina var hvorugur hreyfillinn með afl. Flugmaðurinn sagði að vélin væri á leiðinni niður. Skömmu síðar var þyrla Landhelgisgæslunnar komin í loftið og kom á svæðið um þremur korterum síðar. Hvorki flugvélin né flugmaðurinn fundust en veður og sjólag á svæðinu var óhagstætt til leitar. Skipulögð leit hélt áfram daginn eftir en tveim dögum síðar var henni hætt. Búið var þá að leita á öllu því svæði sem gera mætti ráð fyrir að björgunarbátur flugvélarinnar fyndist á. Samgönguslys Fréttir af flugi Lögreglumál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Cessna vélin var nýseld - Líklega í ferjuflugi Cessna 310 flugvélin sem fórst í dag var að öllum líkindum í svokölluðu ferjuflugi. Hún var samkvæmt heimildum Vísis nýlega seld og því er talið að seljandi vélarinnar, eða einhver á hans vegum, hafi verið að fljúga henni til síns nýja eigenda þegar flugslysið varð í dag. 11. febrúar 2008 20:38 Jafnvel yfir fimm metra ölduhæð á slysstað og farið að skyggja Ölduhæð er jafnvel yfir fimm metrar þar sem talið er að bandaríska flugvélin af gerðinni Cessna 310 hafi farið í sjóinn vestur af landinu síðdegis. Þetta segir skipverji á Baldvini Njálssyni GK en skipið tekur nú þátt í leitinni að flugvélinni. 11. febrúar 2008 18:37 Þyrlur, bátar og flugvél taka þátt í leit að flugmanni Björgunarþyrla og leitarflugvél frá Landhelgisgæslunni leita nú að manninum sem var í tveggja hreyfla Cessnu sem steyptist í hafið um 50 mílur vestur af Keflavíkurflugvelli. Von er á bátum og annarri þyrlu til leitarinnar. 11. febrúar 2008 17:09 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Snemma í morgun kom Hrafn Sveinbjarnarson GK-255 til hafnar í Grindavík með brak úr flugvél og brot úr höfuðkúpu. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að eftir skoðun rannsóknarnefndar samgönguslysa á þeim munum sem skipið kom með sé það talið staðfest að um sé að ræða flugvélarparta úr flugvélinni sem fórst vestan við Reykjanes fyrir um fimmtán árum síðan. Óskaði eftir því að fá að lenda í Keflavík Flugvélin sem um ræðir er sex sæta Cessna 310 vél hrapaði á svæðinu árið 2008. Verið var að ferja vélina frá seljanda í Bandaríkjunum til kaupanda í Búlgaríu. 35 ára breskur karlmaður flaug vélinni og lagði upp frá Narsarsuaq á Grænlandi þann 11. febrúar 2008 og stefndi á lendingu á Reykjavíkurflugvelli. Fram kom í skýrslu bandarískrar rannsóknarnefndar að flugmaðurinn tilkynnti um bilun klukkan 15:40 þennan dag. Flugvélin var farin að missa kraft og flygi á öðrum hreyfli sínum. Flugmaðurinn var í kjölfarið í sambandi við flugmálastjórn en hann hafði miklar áhyggjur af því að vélin kæmist ekki alla leið ingað til lands. Hann óskaði meðal annars eftir því að fá að lenda á Keflavíkurflugvelli í stað Reykjavíkurflugvallar. Rúmlega tuttugu mínútum eftir að flugmaðurinn tilkynnti um bilunina var hvorugur hreyfillinn með afl. Flugmaðurinn sagði að vélin væri á leiðinni niður. Skömmu síðar var þyrla Landhelgisgæslunnar komin í loftið og kom á svæðið um þremur korterum síðar. Hvorki flugvélin né flugmaðurinn fundust en veður og sjólag á svæðinu var óhagstætt til leitar. Skipulögð leit hélt áfram daginn eftir en tveim dögum síðar var henni hætt. Búið var þá að leita á öllu því svæði sem gera mætti ráð fyrir að björgunarbátur flugvélarinnar fyndist á.
Samgönguslys Fréttir af flugi Lögreglumál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Cessna vélin var nýseld - Líklega í ferjuflugi Cessna 310 flugvélin sem fórst í dag var að öllum líkindum í svokölluðu ferjuflugi. Hún var samkvæmt heimildum Vísis nýlega seld og því er talið að seljandi vélarinnar, eða einhver á hans vegum, hafi verið að fljúga henni til síns nýja eigenda þegar flugslysið varð í dag. 11. febrúar 2008 20:38 Jafnvel yfir fimm metra ölduhæð á slysstað og farið að skyggja Ölduhæð er jafnvel yfir fimm metrar þar sem talið er að bandaríska flugvélin af gerðinni Cessna 310 hafi farið í sjóinn vestur af landinu síðdegis. Þetta segir skipverji á Baldvini Njálssyni GK en skipið tekur nú þátt í leitinni að flugvélinni. 11. febrúar 2008 18:37 Þyrlur, bátar og flugvél taka þátt í leit að flugmanni Björgunarþyrla og leitarflugvél frá Landhelgisgæslunni leita nú að manninum sem var í tveggja hreyfla Cessnu sem steyptist í hafið um 50 mílur vestur af Keflavíkurflugvelli. Von er á bátum og annarri þyrlu til leitarinnar. 11. febrúar 2008 17:09 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Cessna vélin var nýseld - Líklega í ferjuflugi Cessna 310 flugvélin sem fórst í dag var að öllum líkindum í svokölluðu ferjuflugi. Hún var samkvæmt heimildum Vísis nýlega seld og því er talið að seljandi vélarinnar, eða einhver á hans vegum, hafi verið að fljúga henni til síns nýja eigenda þegar flugslysið varð í dag. 11. febrúar 2008 20:38
Jafnvel yfir fimm metra ölduhæð á slysstað og farið að skyggja Ölduhæð er jafnvel yfir fimm metrar þar sem talið er að bandaríska flugvélin af gerðinni Cessna 310 hafi farið í sjóinn vestur af landinu síðdegis. Þetta segir skipverji á Baldvini Njálssyni GK en skipið tekur nú þátt í leitinni að flugvélinni. 11. febrúar 2008 18:37
Þyrlur, bátar og flugvél taka þátt í leit að flugmanni Björgunarþyrla og leitarflugvél frá Landhelgisgæslunni leita nú að manninum sem var í tveggja hreyfla Cessnu sem steyptist í hafið um 50 mílur vestur af Keflavíkurflugvelli. Von er á bátum og annarri þyrlu til leitarinnar. 11. febrúar 2008 17:09